Fréttir

HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !


HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !

Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar fra´
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn,  og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum mæli til mælingar á gulu í ungabörnum. Mælar sem þessi kosta rúmlega 1,5 milljónir.
Fram kom í máli Bjarkar Steindórsdóttur, yfirljósmóður á HSU að slíkir mælar væru mjög mikilvægir. Með þeim má sjá hvort

Hjálmadagur Kiwanis !


Hjálmadagur Kiwanis !

Í dag var hjálmadagur Kiwanis en þetta er landsverkefni hjá Kiwanishreyfingunni þar sem allir fyrstu bekkingar fá reiðhjólahjálm að gjöf. Hjá okkur Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum, erum við í góðu samstarfi með Slysavarnarfélaginu Eykyndli og Lögreglunni, en Eykyndilskonur aðstoða börnin við hjálmana og að stilla þá við hæfi hvers barns og Lögreglan skoðar öryggisbúnað reiðhjóla barnanna og fá þau skoðunarmiða á sitt hjól. Það er gefandi fyrir okkur Kiwanismenn að

Hreinsun Helgafells !


Hreinsun Helgafells !


Í dag var Plokkdagurinn á landsvísu og þar tökum við okkur félagar í Helgafelli okkur til og hreinsum allt rusl af okkar svæði sem er Helgafellið, en þaðan kemur nafnið á okkar góða klúbbi. Þetta er ekki nýtt verkefni hjá okkur og byrjuðu klúbbfélagar á þessu langt á undan þessum hreinsunardegi eða Plokkdegi. Félagasamtök í Vestmannaeyjum taka í dag þátt í þessu og var mæting með ágætum í blíðskapa veðri en  tíu félagar mættu frá okkur í þetta verkefni, en í þetta er áætlaður einn og hálfur klukkutími. Að loknu góðu

Sælkerafundur Helgafells !


Sælkerafundur Helgafells !

Í gærkvöldi fimmtudaginn 30 apríl var hinn árlegi Sælkerafundur Helgafells haldinn, en á þessum fundi sjá kokkar klúbbsins um matseldina en allt hráefni kemur úr hafinu hér við Eyjar. Félagar bjóða með sér gestum og voru 130 manns mættir í Kiwanishúsið á þennann fund. Forseti Tómas Sveinsson setti fundi klukkan 19:30 og bauð alla velkomna og byrjaði á venjulegum fundarstörum og kallaði síðan Kristleif Guðmundsson fram til að kynna matseðilinn, en hann var fjölbreyttur og samanstóð af 13 fiskréttum ásamt öllu meðlæti sem tilheyrir og að lokinni kynningu bauð forseti fundarmönnum að gjöra svo vel og ganga í hlaðborðið. Að loknu borðhaldi var 

Almennur fundur hjá Helgafelli !


Almennur fundur hjá Helgafelli !

Fimmtudaginn 16 mars var alemennur fundur hjá okkur og þar var aðalgestu kvöldsins Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir sem hefur unnið þrekvirki í Gambíu og rekur verslun í Eyjum til styrktar sínu verkefni
Verslunin heitir Kubuneh en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra hefur komið að hjálparstarfi en öll afkoma af versluninni rennur til hjálparstarfs í þorpinu. Þetta er ekki eini nýi reksturinn hjá Þóru Hrönn heldur hefur hún einnig tekið við rekstri á heilsugæslunni í fyrrnefndu þorpi í Gambíu. Í því felst meðal annars að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. Árlega leita 12-15 þúsund manns til heilsugæslunnar. Þóra Hrönn hefur

Óvissufundur 3 mars 2023


Óvissufundur 3 mars 2023

Óvissufundurinn okkar fór fram föstudaginn 3 mars s.l , forseti setti fund kl 19:30 og fór yfir hefðbundna dagskrárliði og síðan var Tommagrín, setta upp á tjaldið og því næst tekið matarhlé ! Þar sem þetta er ekki hefðbundinn fundur var því ekki hefðbundinn matur heldur Hamborgari með frönskum og öllu sem því fylgir, en á þessum fundi var stjórnin dagskrárnefndin og því hlutirnir einfaldaðir. Að loknu matarhléi var fundarmönnum skipt upp í tvo hópa og lagt út í óvissuna, Tómas forseti fór fyrir fyrri hópnum og Kristleifur kjörforseti fyrir þeim seinni. Haldið var af stað gangandi enda ekki langt að fara til að byrja með en áfangastaðurinn var fyrir hornið á húsinu á götuhæð Kiwanishússins þar sem hjónin Anna Hulda Ingadóttir sjúkraþjálfari og Davíð eiginmaður hennar tóku á móti okkur og sýndu okkur þann rekstur sem er að hefja göngu sína í húsnæðinu. En Anna Hulda og Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfarar hafa tekið húsnæðið á leigu og opnað flotta sjúkraþjálfundarstöð undir nafninu Allra heilsa ! Húsnæðið er allt hið glæsilegasta og verður fjölbreytt starfsemi hjá þeim stöllum m.a hópatímar og

Almennur fundur 16 febrúar 2023


Almennur fundur 16 febrúar 2023

Fimmtudaginn 16 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og eins og oftast áður með fyrirlesara, sem að þessu sinni far Friðrik Harðarsson.
Forseti setti fund kl 19:30 og farið var í venjuleg fundarstörf áður en tekið var matarhlé.
Að loknu borðhaldi kynnti forseti aðalgest fundarinns til leiks en til okkar var mættur Friðrik Harðarsson og var erindið að sýna gamlar myndir frá föður sínum Harðar Sigurgeirssonar ljósmyndara hér í Eyjum á árum áður.
Erindið var undir yfirskriftinni “Eyjamenn og horfinn heimur” og var

Þorrablót 2023


Þorrablót 2023

Þorrablót Helgafells var haldið með glæsibrag laugardaginn 4 febrúar s.l. Húsið var opnað kl 19:30 og var mæting á blótið um 80 manns. Þorrablótsnefndin lagði mikla vinnu í að gera blótið sem glæsilegast og var formaður nefndarinnar Daníel Geir Moritz og Hákon Seljan veislustjórar og fórst þeim verkið vel úr hendi og skelltu bröndurum og fleira skemmtiefni á mannskapinn. Aðalsprautan í framreiðslu og 

Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !


Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !

Forseti setti fund kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna og þá sérstaklega Hrafn Sævaldsson sem var kominn til okkar til að flytja erindi um Væntanlegt laxeldi í Viðlagafjöru og seiðaeldisstöð í botni Friðarhafnar. Tómas forseti hóf síðan venjuleg fundarstörf og fór yfir afmælisdaga félaga, en tveir félagar höfðu átt afmæli frá síðasta fundi en að því loknu var tekið matarhlé.
Að loknu matarhléi kynnti Tómas forseti Hrafn Sævaldsson til leiks en hann er Eyjamaður í húð og hár, sonur Valla á

Jólafundur Helgafells !


Jólafundur Helgafells !

Í gær laugardaginn 10 desember var haldinn jólafundur í Helgafelli, og var þetta sérstaklega ánægjuleg stund þar sem þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að koma saman til jólafundar á þess að hafa Covid og samkomutakmarkanir yfir höfði sér. Mætin hefur oft verið betri en ansi margir viðburðir voru í gangi á þessum degi og samkeppni mikil um fólkið. Sinawikkonur hafa haft umsjón þessa fundar og séð um matargerð í mörg ár og var þeim þakkað fyrir frábært starf í þágu okkar Kiwanismanna, en að þessu sinni voru þær gestir með sínum mökum, og því var það veisluþjónusta Einsa Kalda sem sá um að töfra fram jólahlaðborðið í ár. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum, farið yfir afmælisdaga félaga og gríni skellt upp á tjaldið og að því loknu var 

 

Sælgætispökkun 2022 !


Sælgætispökkun 2022 !

Okkar árlega pökkun á jólasælgæti fór fram fimmtudaginn 24 nóvember, og var þetta sérstaklega ánægulegt því gamla góða formið var tekið upp aftur eftir tvö mögur ár vegna Covid ástandsins og þar af leiðandi samkomutakmarkanir. Að venju var raðað upp í línu eins og á verkstæði jólasveinsins og krakkar og fullorðnir raða í öskjurnar sem síðan eru settar í kassa og ekki tekur þetta langan tíma hjá okkur, því pakkað er ca 1500 öskjum á

Sælkerafundur Helgafells !


Sælkerafundur Helgafells !

Í Helgafelli var Sælkerafundurinn haldinn fimmtudaginn 31 mars. Á þessum fundi sér nefnd okkar um matinn sem skipuð er kokkum klúbbsins og eru bara matreiddir sjávarréttir. Nefndin var vel skipuð undir stjórn Gríms Gíslasonar og vefst það ekki fyrir þessum köppum að græja þetta með glæsibrag. Fundurinn var frábærlega vel sóttur en 107 félagar og gestir voru skráðir á fundinn sem er frábært enda sjá menn ekki eftir því að koma og borða gott fiskmeti og hafa gaman saman.
Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum og síðan var sýnt létt grínmyndband til að koma mönnum í gírinn og að því loknu kom Grímur Kokkur upp og kynnti sjávarrétti kvöldsins, og að því loknu bauð Tómas forseti félaga og gesti að ganga í hlaðborðið.
Að loknu borðhaldi var kokkum kvöldsins þakkaður frábær matur, og síðan var komið að erindi kvöldsins en þar var á ferð þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu Hermann Hreiðarsson, en það er saga að segja frá því að það var

Almennur fundur 17 febrúar 2022


Almennur fundur 17 febrúar 2022

Almennur fundur var haldinn hjá okkur Helgafellsfélögum fimmtudaginn 17 febrúar og var aðalgestur fundarins útvarps og tónlistarmaðurinn góðkunni Magnúr R. Einarsson. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum og kosningu á tveimur nýjum félögum í klúbbinn og að því loknu var tekið matarhlé. Að loknu matarhléi kynnti Tómas forseti aðalgestinn til leiks en Magnús  fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seyðisfirði og bjó þar þangað til að hann fór til skóla í Reykjavík eftir landspróf. Hann stundaði nám í tónlist og var tónlistarkennari á Seyðisfirði í tvo vetur. Seinna fór hann í 

Nýjir félagar í Helgafell !


Nýjir félagar í Helgafell !

Félagsmálafundur var haldinn í gærkvöldi þann 3 febrúar og var mjög góð mæting en ekki hefur verið hægt að funda í Helgafelli síðan 12 nóvember s.l og voru félagar ánægðir að vera komnir í Kiwanisstarfið aftur. Þar sem þorrablótið okkar var aflýst í ár ákvað stjórnin að breyta til og bjóða upp á þorrahlaðborð svo félagar fengju nú súrmað og allt sem tilheyrir góðum þorramat, en það var félagar úr þorrablótsnefnd Grímur Kokkur og Sigvard Hammer sem sáu um matinn sem var gjörsamlega frábær og

Kiwaniklúbburinn Helgafell gefur fíkniefnahund !


Kiwaniklúbburinn Helgafell gefur fíkniefnahund !

Kiwanisklúbburinn Helgafell samþykkti í  október  s.l að veita Lögregluembættin í Vestmannaeyjum styrk að fjárhæð  1.315.394-  til kaupa á fíkniefna-leitarhundi sem hlotið hefur nafnið Móa, þetta er fjórði hundurinn sem klúbburinn gefur til embættisins og erum við stoltir af því að geta gert samfélaginu gagn og gefið til baka þar sem styrkurinn er veittur af söfnunarfé og þá aðallega með sölu jólasælgætis til bæjarbúa. Í fjárhæðinni er allur kostnaður við hundinn, eins og að fá hann til landsins og þjálfunarkostnaður, bólusetningar og 

Sala Jólasælgætis !


Sala Jólasælgætis !

Ágætu Eyjamenn !

Í dag föstudaginn 26 nóvember mun Kiwanisklúbburinn Helgafell fara af stað með sína árlegu fjáröflun sem er sala Jólasælgætis sem flest allir Eyjabúar þekkja, og verðum við að selja fram að næstu helgi með því að ganga í hús, og einnig er hægt að nálgast Jólasælgætið í Olís og í Tvistinum. Við höfum ávalt fengið yndislegar móttökur hjá fólkinu sem 

Helgafell gefur spjaldtölvur !


Helgafell gefur spjaldtölvur !

Tómas Sveinsson og Haraldur Bergvinsson fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Helgafells gáfu á dögunum öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar þrjár spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldriborgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur. Verkefnið hefur það markmið að nýta tæknina til að efla sjálfstæði eldriborgara. Tekið verður tillit til óska fólks og hvað skiptir það máli. Meðal annars er möguleiki á að kenna fólki að nýta sér heilsuveru.is til að endurnýja lyf, panta sér tíma og vera í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Einnig að 

Saltfisk og jólabjórsmakkfundur !


Saltfisk og jólabjórsmakkfundur !

Þann 12 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur og þar sem þetta er almennur fundir og voru þess vegna leyfðir gestir. Á þennann fund fengum við erindi frá okkar nýja félaga Daníel Geir Moritz sem hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og hefur m.a unnið keppnina fyndnasti maður Íslands. Forseti setti þennann fund og hóf hann á venjulegum fundarstörfum og smá gríni og blés síðan til matarhlés, en Einsi Kaldi bauð okkur upp á broccolisúpu og síðan dýryndis saltfiskrétti að hætti Portúgala Bacalau. Að loknu matarhléi var gestur kvöldsins kynntur til leiks af 

Heimir Hallgrímsson hjá Helgafelli !


Heimir Hallgrímsson hjá Helgafelli !

Á almennum fundi fimmtudaginn 28 október fengum við góðann gest í heimsókn til okkar, en Heimir Hallgrímsson f.v landsliðsþjálfari með meiru var mættur til okkar. Eftir venjuleg fundarstörf kynnti Tómas forseti Heimi til leiks og var hann með erindi sem hann kallaði 3 ár í Katar, en eins og flestir vita lagði Heimir land undir fót til Katar til að taka að sér þjálfun félagsliðsins Al Arabi eftir að hann lauk störfum hjá KSÍ. Heimir var fagmannlegur eins og ávalt og erindið sett upp á smekklegan og myndrænan hátt og var margt í hanns frásögn sem kom fundarmönnum verulega á óvart, enda ólíkur kúltúr hjá

Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells !


Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells !

Stjórnarskipti og árshátíð fóru fram hjá Kiwanisklúbbnum Helgafell lagardaginn 2 október í Kiwanishúsinu í Eyjum. Húsið var opnað kl 19:00 með fordrykk og fundur settur 19:30 af Haraldi Bergvinssyni forseta sem hóf dagskránna á hefðbundnum fundarstörfum og að þeim loknum var tekið matarhlé, en boðið var uppá glæsilega þriggja rétta máltíð frá Einsa Kalda.
En forréttur var Nauta carpaccio Ricotta,

Mest lesið