Fréttir

Ferðamálaráð Vestmannaeyja á fundi hjá Helgafelli !


Ferðamálaráð Vestmannaeyja á fundi hjá Helgafelli !

Forseti setti fund kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna til fundar og sagði frá dagskrá fundarins og þá sérstaklega aðalgestum kvöldsins sem voru frá ferðamálaráði Vestmannaeyja þau Páll Schewing Berglind Sigmarsdóttir og Íris Sif Hermannsdóttir. Að kynningu lokinni fór forseti yfir afmælisdaga félaga en þeir voru margir að þessu sinni og að því loknu var tekið matarhlé og matarnefndin bar fram matinn sem var frá Sigurði Gíslasyni á veitingastaðnum Gott en þau hafa þjónustað okkur með miklum sóma í vetur. Að loknu matarhléi kynnti forseti gesti kvöldsins til leiks og hóf Berglind erindið með góðum inngangi um ferðamálin og það sem hefur verið gert og það sem er í bígerð, en 

Óvissufundur !


Óvissufundur !

Föstudaginn 1 mars var okkar árlegi Óvissufundur haldinn og var heildarfjöldinn 45 manns sem mættu tímanlega eða um hálf sjöleytið niður í Kiwanishús, þar sem félagar og gestir tóku létt spjall áður en haldið væri út í óvissuna. Venjan er að borðað er í Kiwanishúsinu en nú varð breyting á, hópurinn lagði af stað um sjöleytið og var stefnan tekinn niður á Básaskersbryggju, en áður en lagt var af stað voru menn á því að við færum að skoða Laxey, en svo var ekki heldur haldið um borð í Herjólf þar um borð var boðið upp á hamborgara og franskar til að gæða sér á meðan haldið  var upp á Norðurey nánar 

Almennur fundur Magnús Bragason kynnir Puffin run.


Almennur fundur Magnús Bragason kynnir Puffin run.

Almennur fundur fór fram fimmtudaginn 15 febrúar en góð mæting var á þennann fund og eins og venja er á almennum fundum eru leyfðir gestir. Kristleifur Guðmundsson forseti setti fundinn kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna og fór í venjuleg fundarstörf fram að matarhléi. Sigurður Gíslason veitingamaður á GOTT bauð okkur uppá Street food hlaðborð af bestu gerð og voru menn mjög ánægðir með matinn eins og ávalt frá starfsfólki veitingastaðarinns.
Að loknu matarhléi bauð forseti velkominn í pontu Magnús Bragason en hann er frumkvöðull og 

Erindi fra Laxey á fundi 1 febrúar.


Erindi fra Laxey á fundi 1 febrúar.

Fimmtudaginn 1 febrúar var haldinn Almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju á svona fundi voru leyfðir gestir og fyrirlesari fenginn til að flytja okkur erindi. Forseti setti fund stundvíslega kl 19:30 og hóf fundinn á hefðbundinn hátt fram að matarhléi, og þar bauð starfsfólk veitingastaðarinns Gott upp á frábærann mat sem fór vel í fundarmenn. Að loknu borðhaldi kynnti forseti til leiks Braga Magnússon frá Laxey sem er nýtt fyritæki í laxeldi á landi hér í Vestmannaeyjum. Þetta fyrirtæki vex hratt og er með fjölda manns í vinnu, en í botn Friðarhafnar hefur verið reist mikil bygging sem er seiðaeldisstöð ásamt skrifstofum og öðru sem viðkemur svona

Jólafundur Helgafells!


Jólafundur Helgafells!

Síðastliðinn laugardag 9. desember var haldinn jólafundur klúbbsins, en þessi fundur okkar er ávalt hefðbundinn og hátíðlegur. Eftir að forseti hafði sett fund og farið yfir afmælisdaga félaga var tekið til við borðhald sem ekki var af verri endanum, Jólahlaðborð frá Sigurði Gíslasyni og hanns fólki á veitingarstaðnum GOTT hér í Vestmannaeyjum. Glæsilegur matur í alla staði og margt á boðstólum, hefðbundin jólamatur ásamt nýjungum og voru fundarmenn og gestir í skýjunum með matinn og þökkum við Sigurði og hanns fólki kærlega fyrir. Eftir að borðhaldi lauk og forseti hafði talað var komið að Sr. Guðmundi Erni presti í Landakirkju að flytja okkur jólahugvekju og var 

Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !


Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !

Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir góð verkefni í þágu samfélagsins hér í Eyjum. Jólasælgætið er aðalfjáröflun klúbbsins og með góðum stuðningi bæjarbúa og fyrirtækja sem kaupa af

HSU í Vestmannaeyjum gefið Guluteppi !


HSU í Vestmannaeyjum gefið Guluteppi !

Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar frá
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn,  og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum guluteppi en slíkt teppi kostar 1.066.400 kr og er mjög mikilvægt til meðferðar á gulu hjá nýfæddum börnum, í stað þess að ungbarnið fari ekki í svokallaðann gulukassa. Foreldrar geta þess í stað haldið á barninu umvafið teppinu, en slík

Saltfisk og jólabjórsmökkunar- fundur !


Saltfisk og jólabjórsmökkunar- fundur !

Föstudaginn 10 nóvember var hinn árlegi jólabjórsmökkunarfundur hjá okkur Helgafellsfélaögum, en nokkur ár eru síðan þessi fundur var settur á dagskrá klúbbsins og hefur líkað vel. Forseti setti fund kl 19:30 og fór í hin venjulegu fundarstörf áður en tekið var matarhlé en á boðstólum var dýrindis saltfiskur að spænskum hætti ásamt súpu og var vel látið af matnum. Að loknu matarhléi tók Jóhann Guðmundsson bruggmeistari The Brothers Brewery við stjórninni og 

Saltey með kynningu !


Saltey með kynningu !

Á almennum fundi hjá Helgafelli þann 26 október fengum við góða gesti en það voru þeir bræður Grettir, og Leifur Jóhannessynir en þeir reka ásamt fjölskyldum sínum fyrir tækið Saltey sem eru að framleiða salt hér í Vestmannaeyjum.
Kristleifur Guðmundsson setti fundinn á hefðbundinn hátt og sýndi okkur síðan smá grín á myndbandi áður en tekið var matarhlé.
Á þessum fundi voru kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi en forsaga þess er sú að sama kvöld var Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja með kótilettukvöld í Höllinni en þetta er fjáröflunarsamkoma og rennur allur ágóði til góðra málefna í Vestmannaeyjum. Komu upp spurningar hvort

Stjórnarskipti og inntaka nýrra félaga í Helgafelli


Stjórnarskipti og inntaka nýrra félaga í Helgafelli

Fimmtudaginn 12 október var stórnarskiptafundur í Helgafelli og var mæting mjög góð og gaman fyrir nýja stjórn að taka við Embætti fyrir framan fjölda félaga. Fundurinn hófst á hefðbundin hátt undir stjórn Tómasar Sveinssonar forseta. Eftir matarhlé var hin ánægjulegi liður að taka inn nýja félaga og voru þeir þrír að þessu sinni, þeir Kristján Tómasson, Snæbjörn Ásgeirsson og Guðmundur Jóhann Árnason en um inntökuna sá Tómas Sveinsson. Næst var komið að stjórnarskiptum en Gústaf Ingvi Tryggvason svæðisstjóri Sögusvæðis átti ekki

Almennur fundur 7 september 2023


Almennur fundur 7 september 2023

Á þessum aðalfundi var aðagestur okkar og fyrirlesari Magnús Stefánsson þjálfari meistaraflokks ÍBV í handknattleik karla og flutti hann okkur erindi um komandi tímabil, leikmannamál og væntingar. Magnús lék á sínum ferli með KA, síðar Akureyri og gekk svo til liðs við Fram þar sem hann lék í nokkur ár.
Árið 2011 Magnús og eiginkona hans Ester Óskarsdóttir svo til Eyja og skrifaði Magnús undir samning hjá ÍBV.

Á ferli sínum sem leikmaður hjá 

HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !


HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !

Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar fra´
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn,  og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum mæli til mælingar á gulu í ungabörnum. Mælar sem þessi kosta rúmlega 1,5 milljónir.
Fram kom í máli Bjarkar Steindórsdóttur, yfirljósmóður á HSU að slíkir mælar væru mjög mikilvægir. Með þeim má sjá hvort

Hjálmadagur Kiwanis !


Hjálmadagur Kiwanis !

Í dag var hjálmadagur Kiwanis en þetta er landsverkefni hjá Kiwanishreyfingunni þar sem allir fyrstu bekkingar fá reiðhjólahjálm að gjöf. Hjá okkur Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum, erum við í góðu samstarfi með Slysavarnarfélaginu Eykyndli og Lögreglunni, en Eykyndilskonur aðstoða börnin við hjálmana og að stilla þá við hæfi hvers barns og Lögreglan skoðar öryggisbúnað reiðhjóla barnanna og fá þau skoðunarmiða á sitt hjól. Það er gefandi fyrir okkur Kiwanismenn að

Hreinsun Helgafells !


Hreinsun Helgafells !


Í dag var Plokkdagurinn á landsvísu og þar tökum við okkur félagar í Helgafelli okkur til og hreinsum allt rusl af okkar svæði sem er Helgafellið, en þaðan kemur nafnið á okkar góða klúbbi. Þetta er ekki nýtt verkefni hjá okkur og byrjuðu klúbbfélagar á þessu langt á undan þessum hreinsunardegi eða Plokkdegi. Félagasamtök í Vestmannaeyjum taka í dag þátt í þessu og var mæting með ágætum í blíðskapa veðri en  tíu félagar mættu frá okkur í þetta verkefni, en í þetta er áætlaður einn og hálfur klukkutími. Að loknu góðu

Sælkerafundur Helgafells !


Sælkerafundur Helgafells !

Í gærkvöldi fimmtudaginn 30 apríl var hinn árlegi Sælkerafundur Helgafells haldinn, en á þessum fundi sjá kokkar klúbbsins um matseldina en allt hráefni kemur úr hafinu hér við Eyjar. Félagar bjóða með sér gestum og voru 130 manns mættir í Kiwanishúsið á þennann fund. Forseti Tómas Sveinsson setti fundi klukkan 19:30 og bauð alla velkomna og byrjaði á venjulegum fundarstörum og kallaði síðan Kristleif Guðmundsson fram til að kynna matseðilinn, en hann var fjölbreyttur og samanstóð af 13 fiskréttum ásamt öllu meðlæti sem tilheyrir og að lokinni kynningu bauð forseti fundarmönnum að gjöra svo vel og ganga í hlaðborðið. Að loknu borðhaldi var 

Almennur fundur hjá Helgafelli !


Almennur fundur hjá Helgafelli !

Fimmtudaginn 16 mars var alemennur fundur hjá okkur og þar var aðalgestu kvöldsins Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir sem hefur unnið þrekvirki í Gambíu og rekur verslun í Eyjum til styrktar sínu verkefni
Verslunin heitir Kubuneh en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra hefur komið að hjálparstarfi en öll afkoma af versluninni rennur til hjálparstarfs í þorpinu. Þetta er ekki eini nýi reksturinn hjá Þóru Hrönn heldur hefur hún einnig tekið við rekstri á heilsugæslunni í fyrrnefndu þorpi í Gambíu. Í því felst meðal annars að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. Árlega leita 12-15 þúsund manns til heilsugæslunnar. Þóra Hrönn hefur

Óvissufundur 3 mars 2023


Óvissufundur 3 mars 2023

Óvissufundurinn okkar fór fram föstudaginn 3 mars s.l , forseti setti fund kl 19:30 og fór yfir hefðbundna dagskrárliði og síðan var Tommagrín, setta upp á tjaldið og því næst tekið matarhlé ! Þar sem þetta er ekki hefðbundinn fundur var því ekki hefðbundinn matur heldur Hamborgari með frönskum og öllu sem því fylgir, en á þessum fundi var stjórnin dagskrárnefndin og því hlutirnir einfaldaðir. Að loknu matarhléi var fundarmönnum skipt upp í tvo hópa og lagt út í óvissuna, Tómas forseti fór fyrir fyrri hópnum og Kristleifur kjörforseti fyrir þeim seinni. Haldið var af stað gangandi enda ekki langt að fara til að byrja með en áfangastaðurinn var fyrir hornið á húsinu á götuhæð Kiwanishússins þar sem hjónin Anna Hulda Ingadóttir sjúkraþjálfari og Davíð eiginmaður hennar tóku á móti okkur og sýndu okkur þann rekstur sem er að hefja göngu sína í húsnæðinu. En Anna Hulda og Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfarar hafa tekið húsnæðið á leigu og opnað flotta sjúkraþjálfundarstöð undir nafninu Allra heilsa ! Húsnæðið er allt hið glæsilegasta og verður fjölbreytt starfsemi hjá þeim stöllum m.a hópatímar og

Almennur fundur 16 febrúar 2023


Almennur fundur 16 febrúar 2023

Fimmtudaginn 16 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og eins og oftast áður með fyrirlesara, sem að þessu sinni far Friðrik Harðarsson.
Forseti setti fund kl 19:30 og farið var í venjuleg fundarstörf áður en tekið var matarhlé.
Að loknu borðhaldi kynnti forseti aðalgest fundarinns til leiks en til okkar var mættur Friðrik Harðarsson og var erindið að sýna gamlar myndir frá föður sínum Harðar Sigurgeirssonar ljósmyndara hér í Eyjum á árum áður.
Erindið var undir yfirskriftinni “Eyjamenn og horfinn heimur” og var

Þorrablót 2023


Þorrablót 2023

Þorrablót Helgafells var haldið með glæsibrag laugardaginn 4 febrúar s.l. Húsið var opnað kl 19:30 og var mæting á blótið um 80 manns. Þorrablótsnefndin lagði mikla vinnu í að gera blótið sem glæsilegast og var formaður nefndarinnar Daníel Geir Moritz og Hákon Seljan veislustjórar og fórst þeim verkið vel úr hendi og skelltu bröndurum og fleira skemmtiefni á mannskapinn. Aðalsprautan í framreiðslu og 

Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !


Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !

Forseti setti fund kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna og þá sérstaklega Hrafn Sævaldsson sem var kominn til okkar til að flytja erindi um Væntanlegt laxeldi í Viðlagafjöru og seiðaeldisstöð í botni Friðarhafnar. Tómas forseti hóf síðan venjuleg fundarstörf og fór yfir afmælisdaga félaga, en tveir félagar höfðu átt afmæli frá síðasta fundi en að því loknu var tekið matarhlé.
Að loknu matarhléi kynnti Tómas forseti Hrafn Sævaldsson til leiks en hann er Eyjamaður í húð og hár, sonur Valla á

Mest lesið