Ágæti Helgafellsfélagi.
Það hefur þótt hinn besti siður að senda fermingarbörnum árnaðaróskir á fermingardegi þeirra. Eins og undanfarin ár verðum við Helgafellsfélagar með okkar fermingarskeyti og minnum á að allur hagnaður af skeytasölunni rennur í Minningar- og líknarsjóð Helgafellsfélaga, sem hefur það hlutverk að greiða fyrir útfarir félaga.
Við vonumst eftir góðri þátttöku ykkar, með því minnum við líka á klúbbinn okkar.
Til að senda skeyti, þá veljið þið Wordskjalið sem er í tengli hér neðar á síðunni. Merkið svo X á blaðið við þau fermingarbörn sem þú ætlar að senda skeyti, vistar skjalið og sendir það sem viðhengi í tölvupósti á: skeyti.helgafell@gmail.com eða kemur með það til okkar. Ef þið greiðið fyrir skeytin í ykkar heimabanka sendið þá kvittun á ofangreint netfang.
Ef þið viljið afhenda skeytapöntunina og greiða á staðnum þá er hægt að hafa samband við nefndarmenn hér að neðan.
Félagar geta lagt upphæðina beint inn hjá Íslandsbanka:
banki – hb - reikn kennitala
582 – 15 - 82016 630672-0239
Verð á hverju skeyti er 500 kr.
SKEYTANEFND 2018 - 2019
Lúðvík Jóhannesson
Sigurjón Lárusson
Guðmundur Þór Sigfússon
Sigurfinnur Sigurfinnsson
Smella HÉR til að senda skeyti sem Word viðhengi
Munið netfangið: skeyti.helgafell@gmail.com, þið fáið svar um móttöku skeytapöntunar.
Í apríl þá vorar í Eyjum
og akkúrat um það leyti,
sendum við sveinum og meyjum
svolítið fermingarskeyti.
© Smartmedia 2014