Um Kiwanisklúbbinn Helgafell

Um Kiwanisklúbbinn Helgafell

1. HVENÆR STOFNAÐUR 
Kiwanisklúbburinn Helgafell var stofnaður í 28.september 1967. Móðurklúbbur Helgafells er Kiwanisklúbburinn Katla í Reykjavík, en það þýðir að félagar úr Kötlu ýttu hugmyndinni um stofnun Kiwanisklúbbs að mönnum í Eyjum og fundu hæfa einstaklinga til að hrinda stofnun klúbbsins í framkvæmd. 
Stofnfélagar Kiwanisklúbbsins Helgafells voru 30. Enn eru 5 stofnfélagar starfandi í klúbbnum. 
Félagar Helgafells starfsárið 2008-2009 eru 95. Kiwanisklúbburinn Helgafell er langstærsti kiwanisklúbbur í íslenska umdæminu og einnig í Evrópu. 
2. Stjórn 
Stjórn Kiwanisklúbbsins Helgafells er skipuð til eins árs í senn. Fara stjórnarskipti fram á árshátíð klúbbsins og stjórnarskiptafundi, sem er ávallt fyrstu helgina í október ár hvert. Allir meðlimir klúbbsins ættu að kappkosta að mæta á árshátíð hverju sinni. Nýliðar sem lokið hafa reynslutíma og taka á inn í klúbbinn á árshátíð eru skyldugir að mæta nema ærin ástæða geri þeim það ekki kleift. 
Allir stjórnarmeðlimir sitja í eitt ár í stjórn í einu nema forsetar sem sitja þrjú ár samfleytt. Forseti klúbbsins hefur veru sína í stjórn sem kjörforseti (verðandi forseti) og situr eitt ár sem slíkur. Þá fylgist hann með störfum forseta og reynir að tileinka sér sem best yfirlit um starfsemina. Á kjörforseta árinu safnar hann með sér mönnum í stjórn og kynnir hana á aðalfundi, sem er síðasti Kiwanisfundur á hverju vori. Starfsárinu lýkur í byrjun október á árshátíð og sama dag tekur nýtt starfsár við. Að þessu ári kjörforseta liðnu verður hann forseti og stýrir klúbbnum í eitt ár. Að því loknu situr hann sem fráfarandi forseti í stjórn klúbbsins og gefur þeim forseta sem við hefur tekið góð ráð varðandi rekstur klúbbsins. Með þessu fyrirkomulagi er tryggð endurnýjun í stjórn klúbbsins og hæfilegar breytingar milli ára, en einnig tryggir þetta fyrirkomulag að forseti fær hæfilega þjálfun hjá forvera sínum og fráfarandi forseta. 
Stjórn klúbbsins er skipuð 7 mönnum sem eru: forseti, kjörforseti, fráfarandi forseti, ritari, erlendur ritari, féhirðir og gjaldkeri. 
3.  Nefndir 
Forseti skipar félögum í starfsnefndir og er reynt að gæta þess að allir hljóti einhver verkefni. Forseti ræðir við þann sem hann vill hafa í forsvari fyrir hverja nefnd og er hann formaður nefndarinnar og nafn hans efst í prentaðri dagskrá. 
4. Dagskrá Helgafells 
Í upphafi starfsársins er gefin út dagskrá um starfsemina á komandi starfsári. Það er forseti sem hefur veg og vanda af gerð dagskrárinnar. Þar kemur fram hvenær Kiwanisfundir, stjórnarfundir og Sinawik fundir eru haldnir. Kiwanisfundir eru tveir í mánuði yfir vetrartímann, annað hvert fimmtudagskvöld. Í dagskránni kemur einnig fram leiðrétt félagatal hvers árs fyrir Kiwanis og Sinawik ásamt símanúmerum allra félaga. Þá er í dagskránni einnig getið um allar nefndir sem eiga að starfa á vegum klúbbsins og hverjir sitja í þeim hverju sinni. Þá er þar getið um ýmsa tómstundastarfsemi og skemmtanir og hvenær þær munu fara fram. 
Dagskráin er því einskonar dagbók yfir starfsemi klúbbsins og er hún nauðsynleg hverjum félaga til að hafa yfirsýn yfir starfsemi klúbbsins. 
14. Aðalfjáraflanir 
Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur undanfarin ár haft á höndum tvær aðalfjáraflanir á eigin vegum. Þessar fjáraflanir miða fyrst og fremst að því að afla fjár til að styrkja verkefni úti í samfélaginu, og renna framlögin ýmist til stofnana, félaga eða einstaklinga. Ágóði fjáraflana rennur aldrei til starfsemi klúbbsins. 
Aðalfjáröflun klúbbsins er að pakka sælgæti í sælgætisöskjur Kiwanisklúbbsins Helgafells og selja. Það er sælgætisnefnd sem stendur fyrir þessari fjáröflun. 
Þetta er gert á einni helgi í byrjun desember. Félagar hittast á fimmtudagskvöldi til að pakka sælgætinu og koma börn og barnabörn gjarnan með félögum í þetta starf og lýkur því bæði fljótt og vel. Síðan ganga félagar, tveir og tveir saman, í hús í bænum frá föstudagskvöldi til sunnudags og selja öskjurnar. Mjög mikilvægt er að félagar taki þátt í þessu starfi, því hér er um aðalfjáröflun klúbbsins að ræða. Það er því mikilvægt að salan sé góð svo að tekjurnar verði sem mestar fyrir styrktarnefnd, en hún ráðstafar síðan tekjunum í styrktarverkefni í samráði við stjórn klúbbsins og félagana. Margskonar verkefni hafa verið styrkt síðustu árin af Kiwanisklúbbnum Helgafelli, svo sem eldvarnarteppi í hvert hús í Vestmannaeyjum og Grímsey, neyðarhnappar á bryggjur við höfnina í Eyjum, tölvur í grunnskólanna, umferðarljós við Illugagötu svo fátt eitt sé nefnt. 
Almanaksnefnd hefur séð um útgáfu almanaks í skip til að minna á tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Hefur nefndin selt auglýsingar á almanakið og renna tekjurnar í almanakssjóð. Almanaksnefnd hefur alfarið séð um framkvæmd þessa verkefnis með hjálp nokkurra félaga sem hún kallar til hverju sinni. 
Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur styrkt Björgunarfélag Vm. dyggilega undanfarin ár, Björgunarsveitina í Þorlákshöfn  og fleiri aðila. 
K-dagur (sjá framar) er haldinn 3. hvert ár af Kiwanishreyfingunni á Íslandi. Þá eru seldir K-lyklar til styrktar geðsjúkum. Helgafellsfélagar hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa gengið í hús og selt lykilinn. Ágóði af sölunni rennur í sameiginlegan sjóð Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi, og er honum oft ráðstafað í einu lagi til eins stórs verkefnis í þágu geðsjúkra. Haustið 1998 var síðasti 
K-dagur haldinn og varð nettó ágóði um 15,5 milljónir króna. 
5. Skemmtanir og tómstundastarf 
Helstu skemmtanir á vegum Kiwanisklúbbsins Helgafells eru árshátíðin fyrstu helgi í október, herrakvöld í nóvember, þorrablót í janúar og vorhátíð Sinawik í apríllok eða byrjun maí. Stundum er bætt við fleiri skemmtunum. Til dæmis hafa verið haldnar skemmtanir í nóvember, milli jóa og nýárs og í mars en það fer eftir árferði og framkvæmdagleði félaga hvort slíkir atburðir verða að veruleika, þeir eru ekki fastir á dagskrá. 
Kjallari Kiwanishússins hefur verið lagður undir tómstundarstarf og er þar dagleg félagsmiðstöð Kiwanisklúbbsins Helgafells. Eitt aðaltómstundastarf félaga í kjallaranum er snókerleikur. Þar eru tvö snókerborð og leika milli 30 og 40 Kiwanisfélagar snóker að jafnaði yfir vetrartímann. Fjölmörg keppnismót eru haldin á vegum tómstundaráðs klúbbsins og hafa notið mikilla vinsælda. 
Sjónvarp og video eru í kjallara til afnota fyrir félaga og fleiri tæki sem geta stytt félögum stundir. 
Golfmót Kiwanishreyfingarinnar er haldið á hverju sumri á ýmsum stöðum á landinu og er alltaf jafn vinsælt. Það var haldið í Vestmannaeyjum í júní 1999. 
Fjölskylduferð Kiwanisklúbbsins Helgafells hefur verið farin fyrstu helgina í júlí mörg undanfarin ár og er fyrirhuguð áfram. Farið er upp á land og gist í tjöldum, frá föstudegi til sunnudags, og ýmislegt til gamans gert. 

Nýjustu færslur

Blog Message

Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !

Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar ..
Blog Message

HSU í Vestmannaeyjum gefið Guluteppi !

Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar frá Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn, og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg..
Blog Message

Saltfisk og jólabjórsmökkunar- fundur !

Föstudaginn 10 nóvember var hinn árlegi jólabjórsmökkunarfundur hjá okkur Helgafellsfélaögum, en nokkur ár eru síðan þessi fundur var set..
Blog Message

Saltey með kynningu !

Á almennum fundi hjá Helgafelli þann 26 október fengum við góða gesti en það voru þeir bræður Grettir, og Leifur Jóhannessynir en þeir r..
Blog Message

Stjórnarskipti og inntaka nýrra félaga í Helgafelli

Fimmtudaginn 12 október var stórnarskiptafundur í Helgafelli og var mæting mjög góð og gaman fyrir nýja stjórn að taka við Embætti fyrir f..
Meira...