Fréttir

Óvissufundur 3 mars 2023


Óvissufundur 3 mars 2023

Óvissufundurinn okkar fór fram föstudaginn 3 mars s.l , forseti setti fund kl 19:30 og fór yfir hefðbundna dagskrárliði og síðan var Tommagrín, setta upp á tjaldið og því næst tekið matarhlé ! Þar sem þetta er ekki hefðbundinn fundur var því ekki hefðbundinn matur heldur Hamborgari með frönskum og öllu sem því fylgir, en á þessum fundi var stjórnin dagskrárnefndin og því hlutirnir einfaldaðir. Að loknu matarhléi var fundarmönnum skipt upp í tvo hópa og lagt út í óvissuna, Tómas forseti fór fyrir fyrri hópnum og Kristleifur kjörforseti fyrir þeim seinni. Haldið var af stað gangandi enda ekki langt að fara til að byrja með en áfangastaðurinn var fyrir hornið á húsinu á götuhæð Kiwanishússins þar sem hjónin Anna Hulda Ingadóttir sjúkraþjálfari og Davíð eiginmaður hennar tóku á móti okkur og sýndu okkur þann rekstur sem er að hefja göngu sína í húsnæðinu. En Anna Hulda og Anna Ólafsdóttir sjúkraþjálfarar hafa tekið húsnæðið á leigu og opnað flotta sjúkraþjálfundarstöð undir nafninu Allra heilsa ! Húsnæðið er allt hið glæsilegasta og verður fjölbreytt starfsemi hjá þeim stöllum m.a hópatímar og

Almennur fundur 16 febrúar 2023


Almennur fundur 16 febrúar 2023

Fimmtudaginn 16 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og eins og oftast áður með fyrirlesara, sem að þessu sinni far Friðrik Harðarsson.
Forseti setti fund kl 19:30 og farið var í venjuleg fundarstörf áður en tekið var matarhlé.
Að loknu borðhaldi kynnti forseti aðalgest fundarinns til leiks en til okkar var mættur Friðrik Harðarsson og var erindið að sýna gamlar myndir frá föður sínum Harðar Sigurgeirssonar ljósmyndara hér í Eyjum á árum áður.
Erindið var undir yfirskriftinni “Eyjamenn og horfinn heimur” og var

Þorrablót 2023


Þorrablót 2023

Þorrablót Helgafells var haldið með glæsibrag laugardaginn 4 febrúar s.l. Húsið var opnað kl 19:30 og var mæting á blótið um 80 manns. Þorrablótsnefndin lagði mikla vinnu í að gera blótið sem glæsilegast og var formaður nefndarinnar Daníel Geir Moritz og Hákon Seljan veislustjórar og fórst þeim verkið vel úr hendi og skelltu bröndurum og fleira skemmtiefni á mannskapinn. Aðalsprautan í framreiðslu og 

Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !


Almennur fundur og fyrirlestur um laxeldi !

Forseti setti fund kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna og þá sérstaklega Hrafn Sævaldsson sem var kominn til okkar til að flytja erindi um Væntanlegt laxeldi í Viðlagafjöru og seiðaeldisstöð í botni Friðarhafnar. Tómas forseti hóf síðan venjuleg fundarstörf og fór yfir afmælisdaga félaga, en tveir félagar höfðu átt afmæli frá síðasta fundi en að því loknu var tekið matarhlé.
Að loknu matarhléi kynnti Tómas forseti Hrafn Sævaldsson til leiks en hann er Eyjamaður í húð og hár, sonur Valla á

Jólafundur Helgafells !


Jólafundur Helgafells !

Í gær laugardaginn 10 desember var haldinn jólafundur í Helgafelli, og var þetta sérstaklega ánægjuleg stund þar sem þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að koma saman til jólafundar á þess að hafa Covid og samkomutakmarkanir yfir höfði sér. Mætin hefur oft verið betri en ansi margir viðburðir voru í gangi á þessum degi og samkeppni mikil um fólkið. Sinawikkonur hafa haft umsjón þessa fundar og séð um matargerð í mörg ár og var þeim þakkað fyrir frábært starf í þágu okkar Kiwanismanna, en að þessu sinni voru þær gestir með sínum mökum, og því var það veisluþjónusta Einsa Kalda sem sá um að töfra fram jólahlaðborðið í ár. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum, farið yfir afmælisdaga félaga og gríni skellt upp á tjaldið og að því loknu var 

 

Nýjustu færslur

olísmótid-2020.pdf