Fréttir

HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !


HSU í Vestmannaeyjum gefinn Gulumælir !

Í dag komum við saman á HSU í Vestmannaeyjum fulltrúar fra´
Kiwanisklúbburinn Helgafelli, Kvenfélaginu Líkn,  og Oddfellow Rbst. nr. 3 Vilborg og Oddfellow St. nr. 4, Herjólfur. Tilefnið var að afhenda Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum mæli til mælingar á gulu í ungabörnum. Mælar sem þessi kosta rúmlega 1,5 milljónir.
Fram kom í máli Bjarkar Steindórsdóttur, yfirljósmóður á HSU að slíkir mælar væru mjög mikilvægir. Með þeim má sjá hvort

Hjálmadagur Kiwanis !


Hjálmadagur Kiwanis !

Í dag var hjálmadagur Kiwanis en þetta er landsverkefni hjá Kiwanishreyfingunni þar sem allir fyrstu bekkingar fá reiðhjólahjálm að gjöf. Hjá okkur Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum, erum við í góðu samstarfi með Slysavarnarfélaginu Eykyndli og Lögreglunni, en Eykyndilskonur aðstoða börnin við hjálmana og að stilla þá við hæfi hvers barns og Lögreglan skoðar öryggisbúnað reiðhjóla barnanna og fá þau skoðunarmiða á sitt hjól. Það er gefandi fyrir okkur Kiwanismenn að

Hreinsun Helgafells !


Hreinsun Helgafells !


Í dag var Plokkdagurinn á landsvísu og þar tökum við okkur félagar í Helgafelli okkur til og hreinsum allt rusl af okkar svæði sem er Helgafellið, en þaðan kemur nafnið á okkar góða klúbbi. Þetta er ekki nýtt verkefni hjá okkur og byrjuðu klúbbfélagar á þessu langt á undan þessum hreinsunardegi eða Plokkdegi. Félagasamtök í Vestmannaeyjum taka í dag þátt í þessu og var mæting með ágætum í blíðskapa veðri en  tíu félagar mættu frá okkur í þetta verkefni, en í þetta er áætlaður einn og hálfur klukkutími. Að loknu góðu

Sælkerafundur Helgafells !


Sælkerafundur Helgafells !

Í gærkvöldi fimmtudaginn 30 apríl var hinn árlegi Sælkerafundur Helgafells haldinn, en á þessum fundi sjá kokkar klúbbsins um matseldina en allt hráefni kemur úr hafinu hér við Eyjar. Félagar bjóða með sér gestum og voru 130 manns mættir í Kiwanishúsið á þennann fund. Forseti Tómas Sveinsson setti fundi klukkan 19:30 og bauð alla velkomna og byrjaði á venjulegum fundarstörum og kallaði síðan Kristleif Guðmundsson fram til að kynna matseðilinn, en hann var fjölbreyttur og samanstóð af 13 fiskréttum ásamt öllu meðlæti sem tilheyrir og að lokinni kynningu bauð forseti fundarmönnum að gjöra svo vel og ganga í hlaðborðið. Að loknu borðhaldi var 

Almennur fundur hjá Helgafelli !


Almennur fundur hjá Helgafelli !

Fimmtudaginn 16 mars var alemennur fundur hjá okkur og þar var aðalgestu kvöldsins Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir sem hefur unnið þrekvirki í Gambíu og rekur verslun í Eyjum til styrktar sínu verkefni
Verslunin heitir Kubuneh en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra hefur komið að hjálparstarfi en öll afkoma af versluninni rennur til hjálparstarfs í þorpinu. Þetta er ekki eini nýi reksturinn hjá Þóru Hrönn heldur hefur hún einnig tekið við rekstri á heilsugæslunni í fyrrnefndu þorpi í Gambíu. Í því felst meðal annars að greiða laun starfsfólks og lyf fyrir sjúklinga. Árlega leita 12-15 þúsund manns til heilsugæslunnar. Þóra Hrönn hefur

Nýjustu færslur

olísmótid-2020.pdf