Almennur fundur hjá Helgafelli !

Almennur fundur hjá Helgafelli !


Fimmtudaginn 13 mars var almennur fundur á dagskrá hjá Helgafelli og því leyfðir gestir á fundi. Birkir forseti setti fund stundvíslega kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna til fundar. Að lokinni yfirferð yfir afmælisdaga félaga gaf forseti Svæðisstjóra Sögusvæðis orðið en hann var með erindi frá umdæmisstjórn sem sjá má HÉR og að loknum liðnum um fundargrín var get matarhlé.
Þá var komið að aðalgesti kvöldsins en

 það var Ólafur Jóhann Borgþórsson f.v sóknarprestur í Seljakirkju og núverandi framkvæmdastjóri Herjólfs. Ólafur Jóhann eða Óli Jói eins og hann er ávalt kallaður fór með gamanmál eins og honum einum er lagið og síðan talaði hann um málefni Herjólfs og allt það sem ferjusiglingum viðkemur en þetta er nú eitt hellsta uræðuefni Eyjamanna. Erindi Óla Jóa var bæði bráðskemmtilegt og fróðlegt og átti karlinn salinn og svaraði nokkurum spurningum frá fundarmönnum í lokinn. Forseti færði Óla Jóa smá þakklætisvott frá klúbbnum og fékk Óli Jói gott lófatak frá félögum að lokum.
Liðurinn önnur mál var í lokinn og þar var m.a minnt á Sælkerafundinn okkar sem er næstu á dagskrá í lok mars.

TS.