NEON viðurkenning Helgafells !

NEON viðurkenning Helgafells !


Á umdæmisstjórnarfundir í lok febrúar veitti Tómas Sveinsson svæðisstjóri Sögusvæðis móttöku viðurkenningu fyrir hönd síns klúbbs Helgafell í Vestmannaeyjum. Viðurkenningin er fyrir þann áfanga að ná því að vera NEON klúbbur Kiwanis International.
En til þess að ná því að verð NEON klúbbur þarf viðkomandi klúbbur að ná því að taka inn að lágmarki tvo félaga undir 40 ára aldri
En hinir eigilegu NEON klúbbar eru sérstaklega ætlaðir ungu fólki og 

býður upp á tækifæri til að taka þátt í samfélagsverkefnum, þróa leiðtogahæfileika og byggja upp tengslanet.
Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur svo sannarlega náð þessum áfanga og má segja að klúbburinn sé brautryðjandi í því að laða að sér unga meðlimi hér á landi og í okkar Kiwanisumdæmi. Tómas svæðisstjóri var mættur á fundi í gærkvöldi 13 mars með viðurkenninguna og veittu Birkir Hlynsson forseti og Kristleifur Guðmundsson fráfarandi forseti viðurkenningunni viðtökur.
En þess ber að geta að s.l starfsár náðu tveir klúbbar þessum áfanga og eru þeir báðir í Sögusvæði, hinn klúbburinn er Ós á Höfn í Hornafirði.
Til hamingju félagar í þessum klúbbum þetta væri ekki hægt án ykkar !

TS.