Þorrablót 2025

Þorrablót 2025


Hið árlega þorrablót Helgafells fór fram laugardaginn 1. febrúar í húsi klúbbsins. Eingöngu var boðið upp á þorramat og rann hann vel niður í mannskapinn. Birkir Hlynsson, forseti klúbbsins, opnaði

kvöldið og kynnti fyrir fólki þorrablótsnefnd ásamt því að hrósa skreytingum salarins. Eftir það tók Daníel Geir Moritz við veislustjórn og lauk borðhaldi með fjöldasöng. Eftir það spilaði hljómsveitin MEMM og dansaði fólk inn í nóttina við flottan flutning þeirra. Þorrablótsnefnd þakkar þeim 90 manns sem létu sjá sig kærlega fyrir komuna og hlakkar til blótsins að ári.

MYNDIR HÉR