Fréttir

Skreyting á Hraunbúðum !


Skreyting á Hraunbúðum !

Í dag komu félagar í Helgafelli saman á Hraunbúðum dvalarheimili aldraðra hér í Eyjum til koma heimilinu í jólbúning svona rétt þegar aðventan fer að ganga í garð. Þetta er ánæglulegt verkefni sem Helgafellfélagar hafa gert frá opnun Hraunbúða árið 1974 en gamla Dvalarheimilið Skálholt fór undir hraun í eldgosinu 1973. Þetta er ánægjulegt verkefni og alltaf gaman að gefa af sér og hleypa jólaskapinu af stokunum en þetta er upphafið af okkar starfi á

Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur.


Saltfisk- og jólabjórsmakkfundur.

Þriðji fundur starfsársins var föstudagskvöldið 17. nóvember hjá okkur Helgafellsfélögum.  Hér var um að ræða Saltfisk – og jólabjórsmakkfund sem tekinn var upp fyrir nokkurum árum við góðann orðstý og er þetta almennur fundur og gestir leyfði. Aðalgestur fundarins var Kristín Jóhannsdóttir forstöðumaður Eldheyma hér í Eyjum , og las upp úr bók sinni, Ekki gleyma mér, sem segir frá dvöl og upplifun höfundar í A-Þýskalandi á tímum DDR.  Að þessu loknu hófs blind bjórsmökkun, sem Jóhann Guðmundsson, Hannes Eiríksson og Kristján Georgsson sáu um en

Félagsmálafudnur 19 október 2017


Félagsmálafudnur 19 október 2017

Fyrsti fundur starfsársins var í gærkvöldi hjá okkur Helgafellsfélögum eftir hefðbundin fundarstörf og matarhlé var komið að að afmunstra og taka inn nýja embættismenn sem ekki áttu heimagegnt á Stjórnarskiptafundinum þann 7 október. Fyrst var Rúnar Þór Birgisson afmunstraður sem féhirðir klúbbsins og þökkuð frábær störf fyrir klúbbinn, og síðan var Andrés Sigurðsson fráfarandi forseti settur inn í stjórn og síðan þau ánægjulegu tíðindi nýr kjörforseti Krisján Georgsson.  Það var Verðandi kjörumdæmisstjóri Tómas Sveinsson sem 

Minningarkveðja frá Helgafelli


Minningarkveðja frá Helgafelli

Félagi okkar Guðni Grímsson lést fimmtudaginn 28 september s.l  eftir langvinna baráttu við erfið veikindi. Guðni var fæddur 13 nóvember árið 1934, hann gekk í skóla í Eyjum en sjórinn heillaði og tók Guðni vélstjórapróf 1954 og 1 stig Stýrimannaskólans 1960. Guðni stundaði sjómennsku til að byrja með en varð síðar Vélstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og seinna hjá Rafveitu og Bæjarveitu Vestmannaeyja. Guðni kvæntist Esther Valdimarsdóttir árið 1956 og eignuðust þau fjóra drengi, Valdimar, Grímur, Guðni Ingvar og Bergur sem nú er félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli. Guðni gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell 1971 og varð strax mjög virkur félagi og gegndi mörgum embættum og nefndarstörfum fyrir Helgafell og varð hann forseti Helgafells 1982 – 1983 og Svæðisstjóri Sögusvæðis 1988 1989. Guðni var mjög traustur og góður félagi sem mátti ekkert aumt sjá, og var ávalt tilbúinn til allra verka þegar til hanns var leitað og 

50 ára afmæli og stjórnarskipti !


50 ára afmæli og stjórnarskipti !

Það var mikið um að vera hjá okkur Helgafellsfélögum þessa helgina, en haldið var uppá 50 ára afmæli klúbbsins með glæsibrag. Dagskráin hófst kl 16.00 en þá var haldið upp á nýja hraun þar sem minnisvarði um fyrsta Kiwanishúsið stendur, en það fór undir hraun í eldgosinu 1973. Stjórnarskipti fóru síðan fram á þessum táknræna stað og sá Sigurður Einar Siðursson Svæðisstjóri Sögusvæðis um stjórnarskiptin með góðri aðstoð Umdæmisstjóra Konráðs Konráðssonar, og að þessarik athöfn lokinni var fundi frestað til kl 20.00. Um kvöldið var fundi fram haldið með hófi í Kiwanishúsinu við Strandveg þar sem margt var í boði undir frábærri veislustjórn Bjarna Töframanns sem fór hreinlega á kostum. Gamla og nýja stjórn voru kallaðar fram á gólf og gefið gott lófatak sem

Kveðja frá Helgafelli


Kveðja frá Helgafelli

Fallinn er frá Einar Magnús Erlendsson, sem var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Klúbburinn var stofnaður árið 1967 af mörgum dugmiklum Eyjamönnum, en klúbburinn er 50 ára á þessu ári og sá þriðji elsti á landinu. Starfið hefur verið mikið í gegnnum árin og lét Einar sitt ekki eftir liggja. Þeir voru stórhuga sporgöngumennirnir í klúbbnum, keyptu hús undir starfið, sem varð fyrsta Kiwanishúsið í Evrópu. Í Heimeyjargosinu 1973 fór húsið undir hraun og eyðilagðist. Menn brettu upp ermar keyptu hálfbyggð hús og fullgerðu það síðan. Það reyndi mikið á menn í allri þessari starfsemi og naut klúbburinn þá vel að Einar var húsgagnasmiður, jafnvígur á alla innréttingarsmíði sem og til annarra verka. Einar gegndi mörgum 

Fjölskylduferð Helgafells


Fjölskylduferð Helgafells

Fjölskylduferð klúbbsins var farinn 24 til 25 júní s.l og haldið var að Ásgarði við Hvolsvöll. Þarna vorum við 2015 og er þetta mjög skemmtilegt svæði sem bíður upp á marga kosti tjaldstæði, smáhýsi og frábæra aðstöðu til alls svo sem fyrir grillveislu o.fl en hún var einmitt haldin á laugardagskvöldinu.Mæting var frekar dræm eins og má sjá á myndunum en við skulum láta þær tala.

Hjálmaafhending í Hamarskóla


Hjálmaafhending í Hamarskóla

Þriðjudaginn 23. Maí komu félagar úr Helgafelli færandi hendi í Grunnskóla Vestmannaeyja.  Færðu þeir öllum nemendum í fyrsta bekk reiðhjóla hjálm til eignar.

  Með í för voru félagskonur úr slysavarndeildinni Eykyndli og aðstoðuðu þær við þrautabraut sem var sett upp á lóð skólans. Þá mættu einnig lögreglumenn sem kíktu á hjólin hjá krökkunum og svöruðu spurningum þeirra.

  Alls voru afhentir 

Góðir gestir í heimsókn.


Góðir gestir í heimsókn.

Á félagsmálafund þann 6 apríl s.l fengum við góða gesti í heimsókn til okkar, en mættir voru Haukur Sveinbjörnsson 
umdæmisstjóri, Guðlaugur Kristjánsson formaður fræðslunefndar og Eyþór Eynarsson verðandi kjörumdæmisstjóri.
Þeir félagar fóru yfir málefni hreyfingainnar hátt og lágt og komu inn á fræðslumál, fjármál og f.l og svöruðu síðan 
spurningum frá fundarmönnum. Á fundinum kynnti Umdæmisstjóri jafnframt

Sælkerafundur Helgafells


Sælkerafundur Helgafells

Sælkerafundur Helgafells var haldinn föstudaginn 24 mars sl. Á þessum fundi sjá kokkar klúbbsins um matseldina sem er eingöngu sjávarfang sem Rikki félagi okkar er búinn að sjá um að flaka fyrir klúbbinn. Í ár var boðið uppá Skötusel, Þorskhnakka, Saltfisk í kryddhjúp, Karfaflök, Lúðu, Þorsksporða og löngu ásamt viðeigandi sósum og meðlæti.

Að loknu borðhaldi tók félagi okkar Guðmundur Alfreðsson við og flutti okkur erindi í máli og myndum um flug sitt á fisvél sem Guðmundur smíðaði ásamt

Fyrirlestur um mergæxli !


Fyrirlestur um mergæxli !

Á almennumfundi þann 23 febrúar fengum við góða heimsókn, en Magnú Benónýsson fyrrum Helgafellsfélagi og forseti klúbbsins, eb Magnús er búsettur á Hvolsvelli í dag. Magnús hefur átt við erfið veikindi að strýða en hann greindist með mergæxli og hefur gengið í gegnum erfiða meðferð og aðgerð. Magnús flutti okkur erindi um þennann skæð sjúkdóm og sýni m.a skýringarmyndband. Flestir landsmenn kannast við fjólubláa umslagið sem dreift var á öll heimili en 

Hafsteinn Gunnarsson 50 ára !


Hafsteinn Gunnarsson 50 ára !

Félagi okkar Hafsteinn Gunnarsson varð fimmtugur þann 14 febrúar og eins og venja er fékk Hafsteinn afhenda fánastöng frá klúbbnum 
á fundi í gær 23 febrúar en þetta var almennur fundur með fyrirlesara. Við Helgafellsfélagar óskum Hafseini til hamingju með þennann merka áfanga.

Óvissufundur Helgafells.


Óvissufundur Helgafells.

Föstudaginn 10 febrúar var hinn árlegi Óvissufundur hjá klúbbnum okkar þar sem fundarformið er aðeins brotið upp félögum og gestum til skemmtunar. Framkvæm fundarinns er þannig að fundur er settur á venjulegum fundartíma og fram fara venjuleg fundarstörf fram að matarhléi. Stjórnin sér um þjónustustörfin og matseðli kvöldsins og yfirleitt borðað lasagna eða eithvað annað álíka fljótlegt, og að máltíð lokinni er haldið út í óvissuna. Að þessu sinni ver eingin langferðabifreið heldur verið á tveimur jafnfljótum og rölt var meðfram hafnarsvæðinu en þar er verið að taka m.a húsnæði gömlu Fiskiðunar í gegn á vegum bæjarins og austar er verið að byggja nýtt tengivirki fyrir 

Þorrablót Helgafells 2017


Þorrablót Helgafells 2017

Í gærkvöldi laugardaginn 21 janúar var haldið Þorrablót í Kiwanishúsinu, en um hundrað og tuttugu  manns mættu á blótið félagar og gestir þeirra. Þeir eru búnir að vera önnum kafnir félagarnir í Þorrablótsnefndinni og skemmtinefnd síðastliðnar tvær vikur og mikið búið að áorka eins og árngurinn sýndi í gærkvöldi. Formaðurinn Sigvard Hammer setti fagnaðinn og fékk síðan veislustjórn í hendurnar á skemmtinefndarmanninum Ragnari Þór sem fórst starfið vel úr hendi. Boðið var uppá dýrindis þorrahlaðborð með öllu tilheyrandi sem nefndarmenn sáu alfarið um undir dyggri stjón Gríms Gíslasonar. Frábær skemmtiatriði voru í boði m.a grinsketsar, sprurningarkeppni sem var með nýju sniði en hún

Góðir gestir í heimsókn !


Góðir gestir í heimsókn !

Fimmtudaginn 12 janúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju fengum við góða gesti í heimsókn til okkar með fróðlegt og erindi. Að loknum venjulegum fundarstörfum og matarhléi voru þeir félagar Ólafur Snorrason  framkvæmdastjóri     Umhverfis og framkvæmdasviðs og Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Þeir voru með góðan fyrirlestur um öldrunarþjónustu bæjarinns og byrjaði Ólafur Snorrason og fór yfir sögu, bygginar og framkvæmdir við málaflokkinn og síðan tók Jón Pétursson við og 

Heimsókn á Hraunbúðir


Heimsókn á Hraunbúðir

Að venju mættu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli  í heimsókn á Hraunbúðir að morgni aðfangadags
en þetta höfum við félagar gert frá því að Hraunbúðir tóku til starfa. Þegar heimilisfólk Hraunbúða hafði
safnast saman í matsal las Andrés Sigurðsson forseti uppúr jólaguðspjallinu eins og venja er og að sjálfsögðu
voru tveir kátir Jólasveinar með í för 

Jólafundur Helgafells og Sinawik.


Jólafundur Helgafells og Sinawik.

Jólafundur Kiwanis og Sinawik var haldinn þann 10. des síðastliðinn.  Forseti setti fund kl 20:00 og fór yfir afmælisdaga félaga áður en ráðist var á glæsilegt jólahlaðborð þeirra Sinawik kvenna og er óhætt að segja að borðið hafi svignað undan kræsingum.  Að mat loknum flutti séra Viðar Stefánsson jólahugvekju sem fór vel í mannskapinn og svo var komið að eftirrétt.  Þá var komið að því að gera 

Mikið starf í desember.


Mikið starf í desember.

Aðventan er mjög annasöm hjá okkur Helgafellsfélögum og mikið um að vera í starfi og leik. Við byrjum ávalt á Hraunbúðum Dvalarheimili Aldraðra og skreytum þar hátt og lágt og komum heimilinu í jólabúning en þetta hefur klúbburinn gert frá því heimilið var byggt, síðar á aðventunni eða á Aðfangadag þá heimsækjum við heimilisfólk Hraunbúða og gefum þeim jólasælgæti og syngjum sálma.
Þann 8 desember komum við saman í húsinu okkar til að pakka jólasælgætinu okkar sem við hefjum síðan sölu á en sá hátturinn er á að 

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !


Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

Fimmtudaginn 24 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur hjá Helgafelli en þessari hefð var komið á fyrir nokkuru. Fundur var settur kl 19,30 og að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og gæddu menn sér á steiktum saltfiski að spænskum hætti frá Veisluþjónustu Einsa Kalda og rann þessi dýrindis fiskur ljúflega niður. Að loknu matarhléi kom bruggmeistarinn okkar frá Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson í pontu og kynnti nokkurar jólabjórtegundur og fengu menn atkvæðaseðla til að gefa bjórunum einkun frá einum upp í fimm, og var ekki

Ívar Atlason með fyrirlestur.


Ívar Atlason með fyrirlestur.

Á almennum fundi s.l fimmtudag 27. október sem jafnframt var Kótilettufundur, var Ívar Atlason yfirmaður HS Orku í Vestmannaeyjum með fróðlegan fyrirlestur. Efnið var um varmadælur til að hita upp hús í Vestmannaeyjum, en þessi búnaður gæti lækkað hitunarkostnað heimila um 10 %. Þegar eru hafnar framkvæmdir við þetta verkefni og er byrjað að bora við Hlíðarveg þar sem húsið með dælubúnaðnum mun rísa, en úr þessum borholum verður