Fimmtudaginn 30 október var hinn svokallaði Kótilettufundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og eins og nafnið gefur til kynna var matseðil kvöldsins kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi, en þetta er almennur fundur og því gestir leyfðir og var ákveðið af þessu tilefni að styrkja Krabbavörn í Vestmannaeyjum um tvö hundruð þúsund krónur. Erindi kvöldsins var í höndum nýs félaga okkar Eyvar Örn Geirsson en hann kynnti fyrir okkur áætlanir fyrirtæki hanns HafRaf um hafölduvirkjun sem er mjög spennandi verkefni til framleiðslu rafmagns, og eru
rannsóknir komnar á fullt og til skoðunar að setja upp svona unit á nokkurum stöðum hér við land. Eyvar er í forsvari fyrir þessu og var erindi hanns fróðlegt og jafnframt skemmtilegt og svaraði hann mörgum spurningum frundarmönnum en geinilegur áhugi var fyrir efninu en tæplega sjötíu manns voru á þessum fundi.
Í lokin færðu forseti og kjörforseti Eyvari smá þakklætisvott frá klúbbnum og fékk Eyvar gott lófatak fyrir frábært erindi.
TS.


© Smartmedia 2014