Stjörnuleikurinn! Almennur fundur hjá Helgafelli !

Stjörnuleikurinn! Almennur fundur hjá Helgafelli !


Í gærkvöldi fimmtudaginn 13 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og voru aðalgestir fundarinns þeir félagar Grétar Þór Eyþórsson og Sigurður Bragason, handboltakappar og prímusmótorar og framkvæmda aðilar að Stjörnuleik í handbolta þar sem aðilar með fötlun leika handbolta með meistaraflokks, og landsliðsmönnum í íþróttinni.

Þeir félagar fóru yfir söguna og framkvæmd í

máli og myndum og það kemur verulega á óvart hversu umfangsmikið þetta frábæra starf hjá þeim félögum er og eiga þeir mikið hrós fyrir ásamt fyritækjum og öllum þeim aðilum sem koma að þessum viðburði.

Þetta er alvöru leikur og hefst þessi viðburður á blaðamannafundi og er þetta orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum og má segja að þetta sé stærsti handboltaleikur ársins í Vestmannaeyjum og eins og fram hefur komið eru leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sem sjá um alla umgjörð en Stjörnurnar sjá um að skemmta mannskapnum og er öllu tjaldað til.

Allur ágóði rennur til góðgerðamála og er Stjörnuleikurinn búinn að styrkja mörg samtök og þá sem minna meiga sín í samfélaginu hér í Eyjum.

Við þökkum þeim félögum fyrir frábært erindi og þeirra framlag til samfélagsins , Birkir Hlynsson forseti Helgafells veitti þeim í lokinn smá þakklætisvott frá klúbbnum.

 

TS.