Saltey með kynningu !

Saltey með kynningu !


Á almennum fundi hjá Helgafelli þann 26 október fengum við góða gesti en það voru þeir bræður Grettir, og Leifur Jóhannessynir en þeir reka ásamt fjölskyldum sínum fyrir tækið Saltey sem eru að framleiða salt hér í Vestmannaeyjum.
Kristleifur Guðmundsson setti fundinn á hefðbundinn hátt og sýndi okkur síðan smá grín á myndbandi áður en tekið var matarhlé.
Á þessum fundi voru kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi en forsaga þess er sú að sama kvöld var Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja með kótilettukvöld í Höllinni en þetta er fjáröflunarsamkoma og rennur allur ágóði til góðra málefna í Vestmannaeyjum. Komu upp spurningar hvort

 

færa ætti fundinn hjá okkur en stjórn tók ákvörðum um að halda sínu striki og bjóða frekar upp á kótilettur í matinn og styrkja að sama skapi Kótilettuklúbbinn um þá upphæð sem fjöldi fundarmanna okkar segði til um og mættu rúmlega 50 manns hjá okkur. Að loknu borðhaldi var komið að þeim bræðrum í Saltey og fóru þeir yfir sögu og þróun fyrirtækisins um framleiðslu á salti hér í Eyjum og vakti nokkura athygli að þeir fá sjó úr borholu sem er 100% hreinn og er þetta hágæða salt og voru þeir með sýnishorn sem við fengum að smakka, og er framleiðslan komninn í sölu og mjög smekklegur krukkum sem þeir létu hanna.

Við óskum þeim bræðrum velgengni með þetta nýja fyrirtæki, og óskum þeim alls hinns besta í framtíðinni.
Vel var látið af fyrirlestri þeirra bræðra og afhenti forseti þeim smá þakklætisvott frá klúbbnum í lokinn. Að loknum liðnum öðrum málum var síðan frábærum fundi slitið.

TS.