Fréttir

Fjölskylduferð Helgafells !


Fjölskylduferð Helgafells !

Um s.l helgi 19 til 21 júní var haldið í árlega útllegu okkar Helgafellsfélaga og að þessu sinni var dvalið í Ásgarði á Hvolsvelli, frábær staður og góð aðstaða til alls sem þarf í svona fjölskylduferð. Fólkið byrjaði að týnast á svæðið á föstudeginum en aðaldagurinn var að venju laugardagurinn og kom stærsti hluti hópsinns þá. Byrjað var á að grilla pylsur með öllu tilheyrandi í hádeginu þegar allir voru mættir á svæðið og þegar líða fór á daginn var haldið á tjaldsvæðið þar sem Íþróttakennarinn Gísli Magnússon sá um að stjórna leikjadagskrá fyrir börn og fullorðna og var mikið 

FJÖLSKYLDUFERÐ KIWANIS 2015


 FJÖLSKYLDUFERÐ  KIWANIS 2015

Kiwanis-félagar ungir sem aldnir, nú er komið að því að fara í útilegu. Fyrir valinu varð staður á Hvolsvelli sem heitir Ásgarður eins og áður hefur komið fram. Farið verður helgina 19-20. júní, þannig að þetta er að bresta á. Að venju verður dagskrá á laugardeginum fyrir börnin þar sem farið verður í leiki, fótbolta, og annað skemmtilegt. 

Nú er bara að dusta rykið af

 

Hjálma- og hjóladagur Helgafells


Hjálma- og hjóladagur Helgafells

Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hélt sinn árlega hjálma- og hjóladag, föstudaginn 8 maí sl. í frábæru vorveðri.

Undanfarin ár höfum við haldið sérstakan hjóladag niður við Kiwanishúsið en í ár vorum við í samstarfi við grunnskólann og heimsóttum við

Hamarskóla (GRV) á skólatíma og gekk það mjög vel.

Mælst var til þess að börnin kæmu

Almennur fundur og sixdays fyrirlestur !


Almennur fundur og sixdays fyrirlestur !

Síðasta vetrardag  miðvikudaginn 22 apríl var haldinn almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum með fjölda gesta enda áhugavert efni til kynningar á þessum fundi.

Að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og var Fish and chips á boðstólum sem fundarmenn gerðu góð skil.

Að loknu matarhléi var komið að erindinu, en til okkar var mættur Sigurjón Andrésson, Eyjamaður af fastalandinu en hann ásamt mörgum öðrum þar á meðal Helgafellsfélögum mynda hóp sem hefur gaman af því að ferðast um landið á Endurohjólum.

Almennur fundur um Þjóðhátíðarundirbúning !


Almennur fundur um Þjóðhátíðarundirbúning !

Í gærkvöldi 9 apríl var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum sem þó nokkuð af gestum mættu í boði félaga. Eftir að forseti hafði sett fund og farið var í venjuleg fundarstörf og síðan tekið matarhlé. en að loknu borðhaldi var komið að erinid kvöldsins sem var um Þjóðhátíð okkar Eyjamanna en tilefnið að hafa þetta núna er sá að á þessum degi var opnað fyrir forsölu miða á Þjólðhátíð sem er stærsta  fjáröflun ÍBV.

Óttar Gunnlaugsson 50 ára !


Óttar Gunnlaugsson 50 ára !

Félagsmálafundur var haldinn hjá okkur Helgafellsfélögum fimmtudaginn 26 mars s.l
Þetta var gagnlegur fundur þar sem tekin voru fyrir nokkur mál sem liggja fyrir í 
sambandi við klúbbinn og húsið okkar, ásamt undirbúningi fyrir þingið í september
en það er nóg að snúast í þeim málum.

Sælkerafundur hjá Helgafelli


Sælkerafundur hjá Helgafelli

Í gærkvöldi föstudaginn 13 mars var hinn árlegi Sælkerafundur hjá Helgafelli en á þessum fundi elda kokkar klúbbsinns, og hetjur hafsins sjá um að draga björg í bú. Fundurinn hófst á venjulegum fundaarstörfum eins og lestri afmælisdaga félaga og var Grími Gíslasyni einum af kokkum klúbbsins afhent fánastöngin góða af tilefni 50 áfmælis eins og venja er og að því loknu var tekið  matarhléi en á boðsoðum var dýrindis sjávarréttahlaðborð þar sem m.a var boðið upp á Gellur, Skötuselskinnar, Löngu, Saltfisk, Steinbít, Karfa og m.fl ásamt meðlæti.

Almennur fundur og fyrirlestur !


Almennur fundur og fyrirlestur !

Á almennum fundir þann 26 febrúar s.l fengum við góðann gestí heimsókn til okkar, en þar var á ferð Sigurður Smári Benónýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar. 

 

En í byrjun fundar var Bergi Guðnasyni afhent fánastöngin góða en Bergur varð fimmtugur á dögunum og fær því stöngina góðu eins og siður er í okkar klúbbi, og óskum við Bergi og fjöldkyldu til hamingju með þennann merka áfangi.

Óvissufundur Helgafells.


Óvissufundur Helgafells.

Í gærkvöldi föstudaginn 13 febrúar var Óvissu fundurinn okkar, sem er nú einn af 
skemmtilegri viðburðum hjá okkur, en í ár hefði mæting mátt vera betri, en þó nokkur 
fjöldi félaga og gesta mættu í Kiwanishúsið kl 19.30 þar sem forseti setti funda og sagði
frá hvað stæði til en þó ekki að hætti Einars Fidda, jú þetta er nú óvissufundur.

Þorrablót Helgafells !


Þorrablót Helgafells !

Þorrablót Helgafells var haldið með pompi og prakt í gærkvöldi laugardaginn 17 janúar, en það varð að flýta blótinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Um hundrað manns mættu til blóts í Kiwanishúsinu sem var opnað kl 19.30 og borðhald var áætlað 20.15 og stóðst þessi áætlun nokkurn veginn. Elías Jörundur formaður þorrablótsnefndar setti blótið formlega og afhenti síðan veislustjórnina til Geirs Reynissonar formann skemmtinefndar, sem tók við á ógleymanlegan hátt í gegnum síma.

Ólafur Lárusson með fyrirlestur !


Ólafur Lárusson með fyrirlestur !

Fyrsti fundur hjá okkur Helgafellsfélögum eftir jólafrí var fimmtudaginn 15 janúar. Þetta var almennur fundur og af því tilefni fengum við góðann gest í heimsókn til okkar. Þetta var Ólafur Lárusson björgunarsveitamaður, kennari með meiru, og flutti hann okkur fróðlegann fyrirlestur og kynningu um Skyndihjálp í máli og myndum.

Jólatrésskemmtun Helgafells


Jólatrésskemmtun Helgafells

Jólatrésskemmtun okkar Helgafellsfélaga var haldin sunnudaginn 28 desember kl 16.00 og var mikið fjör hjá ungum sem öldnum. Sérstök nefnd sér um þessa skemmtun hjá okkur og vinna þeir félagar frábært starf við að koma þessari skemmtun á, og ekki má gleyma Sinawikkonum sem sjá um að nóg sé af bakkelsi fyrir gesti og gangandi.

Heimsókn á Hraunbúðir


Heimsókn á Hraunbúðir

Helgafellsfélagar fóru í sína árlegu heimsókn á Hraunbúðir Dvalarheimili Aldraðra á Aðfangadag, en þetta er gömul hefð í okkar klúbbi og alltaf jafn ánægulegt að byrja 

jólahátíðina á þessari heimsókn. Með í ferð eru tveir vaskir sveinar sem afhenda heimilisfólki jólaglaðning sem er sælgætisaskja eins og þær sem við seljum sem aðalfjáröflun

klúbbsinns.

Guðni Grímsson heiðursfélagi í Helgafelli.


Guðni Grímsson heiðursfélagi í Helgafelli.

Á jólafundi Helgafells og Sinawik sl. laugardag 6 desember var Guðni Grímsson gerður að heiðursfélaga í klúbbnum, en Guðni hefur verið mikill dugnaðarforkur í Kiwanishreyfingunni og  mjög virkur félagi og ávalt tilbúinn í hin ýmsu verkefni sem hann er beðin um að taka sér fyrir hendur og er Guðni vel að þessu kominn. Forseti kallaði Guðna og konu hanns Ester Valdimarsdóttir upp á svið eftir að hafa flutt skemmtilegan pistil sem er hér að neðan.

Jólafundur 6 des 2014


Jólafundur 6 des 2014

Sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik var haldinn í gærkvöldi í Kiwanishúsinu við Strandveg. Húsið var opnað kl.19.30 og tók Geir Reynisson á móti gestum við hljómborðið og lék jólalög af lífs og sálarkröftum. Dagskrá fundarins hófst uppúr kl 20.00 með því að forseti setti fund og fór yfir afmælisdaga félaga eins og ávalt er gert á fundum okkar og þeim gefið gott lófatak sem átt hafa afmæli á milli funda. Að þessu loknu var gert matarhlé, en á þessum sameiginlega fundi okkar sjá Sinawikkonur um að framreiða glæsilegt jólahlaðborð handa okkur, en það eru kjarna konur sem skipa matarnefnd Sinawik og er glæslilega staðið að þessu hjá þeim og maturinn frábær.

Jólasælgætispökkun


Jólasælgætispökkun

Það var líf og fjör í Kiwanishúsinu við Strandveg þegar Helgafellsfélagar ásamt fjölda aðstoðarmanna af yngri kynslóðinni voru samankomin til að pakka jólasælgætinu, en sala þess er aðal fjáröflun klúbbsinns okkar. Við pökkum um 2000 öskjum og tekur pökkunin ekki nema tæpa klukkustund, þvílíkur er atgangurinn ,og eins og sagt er, margar hendur vinna létt verk.

Skreyting á Hraunbúðum.


Skreyting á Hraunbúðum.

Í dag kl 18.00 mættum við nokkurir Helgafellsfélagar ásamt aðstoðarmönnum af yngri kynslóðinni á Hraunbúðir Dvalarheimili aldraðara hér í Vestmannaeyjum, og var erindið að skreyta og koma heimilinu í jólabúning svona í upphafi aðventu.

Inntaka í Helgafell


Inntaka í Helgafell

Á félagsmálafundi þann 27 nóvember s.l bættist okkur Helgafellsfélagi góður liðsauki en þá tókum við inn nýjann félaga, og kemur hann úr góðri Kiwanisfjölskyldu en bæði faðir hanns og afi eru félagar í Helgafelli. Þessi ungi maður heitir Birkir Hlynsson og er rakari.

Fyrirlestur á Kótilettufundi.


Fyrirlestur á Kótilettufundi.

Á Kótilettufundinum góða fengum við góða gesti til að flytja okkur erindi, en það voru þeir félagar Sigurjón Lýðsson og Jóhann Sigurður Þórarinnsson, en þeir ásam fleirum hafa stofnað nýsköpunarfyrirtækið Medilync . Þetta fyrirtæki þeirra er að hanna tæki sem les af upplýsingum í pennum sem sykursjúkir nota við insúlíngjöf. Þeir hafa fengið frábæra sérfræðinga með sér í þetta fyrir tæki  sem eru Guðmundur Jón Halldórsson, Arna Guðmundsdóttir, Ragnar Viktor Gunnarsson, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Lína Guðnadótti, saman mynda þau þetta team sem til þarf í slíka hönnun hjá Medilync.

Kótilettufundur hjá Helgafelli !


Kótilettufundur hjá Helgafelli !

 Í gærkvöldi var haldinn sérstakur Kótilettufundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en forseti okkar Jóhann  Ólafur Guðmundsson ákvað að taka upp þennann fund til að heiðra stofnfélaga okkar en hér á árum áður voru þessi r félagar kallaðir Kótilettukarlarnir, og kemur það til vegna þess að á fyrstu árum Helgafells þá var fundað á Hótel Hamri