Viðhaldsvinna og breytingar í Kiwanishúsinu.

Viðhaldsvinna og breytingar í Kiwanishúsinu.


Mikill kraftur hefur verið í hússtjón á þessu starfsári og vel tekið á því til góðra verka. Byrjað var á stigagöngum og salernum, allt tekið í gegn og málað og þrifið, lífgað uppá andyri og málvek sem klúbburinn hefur í sinni eigu hengd upp og er andyri hússins orðið vinalegt og tekur vel á móti manni þegar inn er komið. Hússtjórn auglýsti síðan eftir aðstoð félaga til að taka salinn í gegn og hefur sú vinna verið í

gangi upp á síðkastið. Salurinn var málaður og efri hluti bars og hillur fjarlægt og koma skápar sem er verið að smíða í staðinn. Gamla diskólbúrið rifið og búin til ný aðstaða fyrir hljóðkerfi og neyðarútgangur lagaður. Já það er kraftur í okkar mönnum og getum við verið stoltir af Hússtjórn og þeim sem komið hafa að þessu verki. ¨Það er gaman í Kiwanis „
TS.

 

 

MYNDIR