Söfnun í Vestmannaeyjum fyrir æfingadúkkum.

Söfnun í Vestmannaeyjum fyrir æfingadúkkum.


Fyrir nokkru hóf Sigurlína Guðjónsdóttir sjúkraliði á spítalanum hér í Vestmannaeyjum söfnun fyrir mjög tæknilegum og fullkomnum æfingadúkkum.

Hér eru nokkrar myndir af formlegri afhendingu á dúkkunum í gær en við í Kiwanisklúbbnum Helgafelli studdum við þessa frábæru söfnun með rausnarlegri upphæð. Dúkkurnar eru 

eru þrjár. Ein í fullorðinsstærð. Ein sem lítið barn og ein sem ungabarn.

Þessi búnaður er afar mikilvægur samfélaginu hér í Eyjum og býður uppá mjög raunverulegrar æfingar í að greina bráðartilfelli og bregðast við þeim. Allt frá því að greina bráð veikindi sjúklings yfir í að beita endurlífgun.

Kiwanisklúbburinn Helgafell hyggst halda áfram að styðja við samfélagið í Vestmannaeyjum eins og gert hefur verið í áratugi.

Þess má geta að á næstunni munu Helgafellsmenn ganga í hús í Vestmannaeyjum og selja svokallaðar jólasælgætisöskjur. En er það eitt af aðal stryrktarverkefnum Kiwanisklúbbsins Helgafells og er vonast til að Eyjamenn taki vel á móti söluaðilum. Allur hagnaður af sölu fer til góðgerðamála.