Fréttir

Helgafell gefur öryggis- símkerfi


Helgafell gefur öryggis- símkerfi

Í dag við vígslu útisvæðis við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja afhenti forseti Helgafells Einar Friðþjófsson
Íþróttamiðstöðinni öryggissímkerfi til notkunar fyrir starfsmenn hússins, en þetta kerfi byggist upp á
arbandssímum sem hver starfsmaður hefur, og ef slys ber að höndum er hægt að kalla aðra starfsmenn á staðinn

Landsmót Kiwanis í golfi


Landsmót Kiwanis í golfi

Landsmót Kiwanis í golfi á Vestmannaeyjagolfvelli nk. Sunnudag kl. 13.00
Kæru félagar
Minnum á golfmótið næsta sunnudag sem hefst um kl. 13.00. Mæting í síðasta lagi kl 12.30 í golfskálann. Vinsamlegast skráið ykkur hjá Arnsteini í síma 694-2456 sem allra fyrst. Bæði verður keppt  á milli  Kiwanisfélaga og síðan, Helgafell  við Akoges og Oddfellow í árlegri klúbbakeppni Eyjamanna.
Kveðja,
Golfnefndin
 

Vorfagnaður


Vorfagnaður

S.l laugardagskvöld héldu Sinawikkonur okkur Helgafellsfélögum glæsilegan Vorfagnað þar sem margt var til skemmtunar. Húsið var opnað kl 20.00 og síðan tók Margrét forsæta Sinawik til máls og skipaði Eygló Elíasdóttir veislustjóra kvöldsins, Einar Friðþjófsson forseti okkar kom í pontu og afhenti stelpunum afmælisgjöf frá Helgafelli og fékk að launum koss frá Margréti.

Ræðumenn hjá Helgafelli


Ræðumenn hjá Helgafelli

S.l miðvikudag var almennur fundur hjá okur Helgafellsfélögum. Fundurinn hófst kl 19.30 á
venjulegum fundarstörfum og borðhaldi að því var komið að ræðumönnum kvöldsins en þeir voru
Jón Ólafur Daníelsson og Heimir Hallgrímsson þjálfarar meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu hjá ÍBV.

 

Helgafell gefur sjúkrarúm


Helgafell gefur sjúkrarúm

Á Hraunbúðum Dvalarheimili aldraðra hér í Vestmannaeyjum komu félagar úr Helgafelli færandi hendi, en klúbburinn ákvað að gefa heimilinu fullkomið sjúkrarúm af bestu gerð, en þetta er eitt af fleirum rúmum sem klúbburinn hefur gefið Hraunbúðum.

Landsmót Kiwanis í golfi


Landsmót Kiwanis í golfi

Vestmannaeyjar, 23. maí 2010 kl. 13.00
Kæru Kiwanisfélagar
Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið í Vestmannaeyjum þann 23. maí nk. Fyrirkomulag mótsins er hefðbundið en þó var ákveðið að spila mótið samhliða keppni Vestmannaeyjaklúbbana í Kiwanis, Akoges og Oddfellow. Því má búast við 70-100 þátttakendum í mótinu og hlökkum við í golfnefnd Helgafells mikið til. Vonumst við til þess að Kiwanisfélagar okkar af fastalandinu heiðri okkur með nærveru sinni.

Magnús Kiwanismeistari


Magnús Kiwanismeistari

Í gærkvöldi var leikið til úrslita í Kiwanismeistaramótinu í snóker 2010. Hófust úrslitin kl 19 með leik um þriðja sætið og síðan klukkustund síðar hófst úrslitaleikurinn þar sem áttust við Páll Pálmason og Magnús Benónýsson, þar sem Magnús sigraði en nárar um mótið undir snóker á veftrénu.

Óvissufundur


Óvissufundur

Óvissufundur var haldinn fimmtudaginn 18 mars og mættu um sjötíu félagar, góð mæting eins og ávalt. Forseti Einar Friðþjófsson byrjaði á því að setja fundinn í Kiwanishúsinu og að þessu sinni var borðahaldið í húsinu en ekki grillað annarstaðr. Matseðill kvöldsins var að hætti forseta en hann sá alfarið um að velja matinn og ýtrekuðu stjórnarmenn að þetta væri alfarið ákvörðun forseti.

Sælkerafundur


Sælkerafundur

Fimmtudaginn 4 mars s.l var haldinn Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum en hann er frábrugðinn öðrum fundum að því leyti að á honum sjá kokkar klúbbsins um að matreiða og bera fram hlaðborð handa félögum og gestum þeirra

Úrslit í Opna Tvistmótinu


Úrslit í Opna Tvistmótinu

Í gærkvöldi var leikið til úrslita í Opna Tvistmótinu í snóker þar sem Páll Pálmason bar sigur úr bítum í hörku leik við Jóhannes Þ Sigurðsson . Nánar um þetta mót má sjá með því að klikka á linkinn hér að neðan.

Almennur fundur


Almennur fundur

Almennur fundur var hjá okkur Helgafellsfélögum í gærkvöldi þar sem m.a var tilkynntur nýr félagi í aðlögun en sá kappi heitir Ágúst Vilhelm Steinsson, einnig var framkvæmd skoðannakönnun um annann nýjan félaga
 sem sjálfsagt verður tilkynntur á næsta fundi eftir tvær vikur sem er Sælkerafundur.
En aðalgestur kvöldsins var Thelma Gunnarsdóttir sálfræðingur hjá Vestmannaeyjabæ

Helgafell afhendir styrk.


Helgafell afhendir styrk.

Í tilefni Leikskóladagsins sem er haldið upp á um þessar mundir í vegna 60 ára afmælis hagsmunasamtaka leikslólakennara á Íslandi, komu félagar úr Helgafelli færandi hendi til athafnar í Safnahúsi Vestmannaeyja  og afhentu styrk að upphæð 1.000.000 kr.
 
 

Umdæmisstjóri í heimsókn


Umdæmisstjóri í heimsókn

Umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson heimsótti okkur Helgafellsfélaga á félagsmálafund í gærkvöldi ásamt
Atla Þórssyni umdæmisféhirði. Góð mæting var á fundinn eða um 60 félagar sem hlýddu á Óskar kynna það helsta sem er í gangi hjá umdæminu og gang mála t.d eins og með hjálmaverkefnið K-daginn o.fl.

 

Olísmótið í snóker


Olísmótið í snóker

Í gærkvöldi lauk Olísmótinu í snóker með úrslitum í einstaklingskeppninni, þar sem Sigurjón Birgisson frá Oddfellow sigraði, en við Helgafellsmenn unnum klúbbabikarinn eftirsótta og er  kvikindið því komið í hús eftir eins árs fjarveru, en Akógesmenn unnu hann nokkuð óvænt í fyrra.

Almennur fundur


Almennur fundur

Í gærkvöldi var haldinn almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum í snarbrjáluðu veðri. Til stóð
að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu yrði aðalgestur kvöldsins, en eins og oft hjá
okkur Eyjamönnum þá er margt háð veðri og það varð raunin í þetta skiptið og ekki komst Ólafur til Eyja

Þorrablót 2010


Þorrablót 2010


Þorrablót Helgafells var haldið um s.l helgi með látum eins og menn segja, þvílík var
aðsóknin en fullt var á blótið eða um 160.manns. Þorranefndin sá um matseldina og var
þorramaturinn frábær í ár eins og svo oft áður. Gestir voru hvattir til að hafa höfðuðföt
og voru verðlaun veitt fyrir frumlegasta höfuðfatið og voru það hjónakornin Jóhann Baldursson
Guðbjörg sem sigruðu í ár.

Almennur fundur


Almennur fundur

Fimmtudaginn 7 janúar var haldinn almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum þar sem menn voru að hittast á
fyrsta fundi ársins. Gestur fundarinns var Svavar Vignisson þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik hjá
ÍBV.

Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir


Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir

Að venju fóru Helgafellsfélagar í heimsókn á Dvalarheimilið Hraunbúðir og á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja á aðfangadag. Nokkur fjöldi félaga mætti í Kiwanishúsið að morgni aðfangadags og síðan var haldið á Hraunbúðir þar sem hópurinn söng Heims um ból eins og ávalt, en sú breyting var á

Jólafundur


Jólafundur

Í gærkvöldi var jólafundurinn okkar sem haldinn er sameiginlegur með Sinawikkonum, og sjá þær um að framreiða jólahlaðborð fyrir fundargesti. Fundurinn var hinn glæsilegasti og maturinn hreint útsagt frábær já stelpunum þær klikka ekki frekar en fyrri daginn þessar elskur.

Skreyting Nausthamars


Skreyting Nausthamars

Í gærkvöldi komu félagar saman niður í Kiwanishús til að skreyta og koma húsinu okkar í jólabúning fyrir jólafundin okkar annað kvöld, sem eins og undanfarin ár er sameiginlegur með Sinawik. Húsið verður opnað kl 19.30 og hefst fundurinn síðan stundvíslega kl 20.00.

Mest lesið