Almennur fundur

Almennur fundur


Í gærkvöldi var haldinn almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum í snarbrjáluðu veðri. Til stóð
að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu yrði aðalgestur kvöldsins, en eins og oft hjá
okkur Eyjamönnum þá er margt háð veðri og það varð raunin í þetta skiptið og ekki komst Ólafur til Eyja
en við verðum ávalt að hafa blan b og í staðinn fengum við Inga Tómas Björnsson félaga okkar
til að vara með sýningu um landið okkar í máli og myndum sem hann flutti á nótt safnanna í haust
við góðar undirtektir. Ingi Tómas fór með okkur hringferð um landið og sýndi frábærar myndir sem
hann hefur tekið enda mikill náttúru unnandi.
Góður rómur var gerður að erindi Inga Tómasar og fékk hann gott lófatak frá fundarmönnum ásamt því að
forseti færði honum smávegis þakklætisvott frá okkur.