Fjölskyldudagur Helgafells

Fjölskyldudagur Helgafells


Í dag var fjölskyldudagur hjá okkur Helgafellsfélögum sem þótti takast í alla staði vel, en mæting hefði mátt vera betri því mikið var í boði hjá nefndinni. Dagurinn hófst með að mætt var við smábátahöfnina kl 9.30 og haldið til sjós með veiðistangir og allan búnað sem til þarf sem börn og fullorðnir rendu fyrir fisk.
Farið var á tveimur bátum Frú Magnhildi og Glófaxa, og þökkum við eigendum þeirra kærlega fyrir. Veiði var ekki sérlega góð í dag en ánægjan skein úr hverju andliti og áhuginn á veiðiskapnum leyndi sér ekki. Dorgað var fram yfir hádegi og þá var haldið í land og þar beið nefndin eftir okkur á Skansinum með grill, þar sem var í boði Lamblæri með öllu ásamt pylsum, sem skolað var niður með gosdrykk.
Þetta var góð hugmynd hjá nefndinni að breyta aðeins til og demba sér á sjóinn og gátum við ekki verið heppnari með sjóveður, og á nefndin þakkir skyldar fyrir góðan fjölskyldudag og eins allir þeir sem komu að þessum degi hjá okkur.
 
Myndir eru inni á síðunni undir Myndasafni og eins má klikka hér til að sjá myndirnar