Félagi okkar í Helgafelli Halldór Guðbjörnsson lést þann 15 febrúar s.l langt fyrir aldur fram aðeins 51 árs að aldri, en Halldór var búinn að berjast hetjulega við erfið veikindi um langt skeið. Halldór var mikil félagsvera og tók vikan þátt í félagsmálum , hann vann fyrir skipstjóra og stýrimannafélagið Verðanda til margra ára, þar sem hann var félagi, hann var virkur í Frímúrarareglunni og síðan og ekki síst mikill Kiwanismaður og gegndi ýmsum störfum fyrir klúbbinn. Hann gekk í Helgafell árið 1992 og gegndi störfum ritara starfsárið 1996 -1997 Halldór var erlendur ritari 2000 – 2001 og gjaldkeri 2006 – 2007 og einnig synti Halldór ýmsum nefndarstörfum fyrir klúbbinn.
Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum þar sem haldinn var fyrirlestur um okkar dýrmæta hrygg og þá verki sem við fáum út frá honum sem kallast bakverkir. Það var félagi okkar Elías Jörundur Friðriksson sjúkraþjálfari sem flutti okkur þennan fróðlega fyrirlestur og í máli og myndum.
Almennur fundur var haldinn hjá Helgafelli s.l fimmtudagskvöld 2 febrúar, en á almennum fundum er leyfilegt að hafa með sér gesti. Aðalgestur kvöldsinns og fyrirlesari var Jóhanna Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Þorrablót Helgafells var haldið s.l laugardagskvöld með pompi og prakt, margt var um manninn eða um 150 manns og á meðal gesta var Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri og Sigríður eiginkona hanns. Húsið var opnað kl 19.30 og tóku gestir stax að streyma að . Þegar Ágúst formaður nefndarinnar var búinn að setja skemmtunina formlega var hafist handa við borðhaldið og að sjálfsögðu var dýrindis þorrahlaðborð á boðstólum sem nefndarmenn sáu um að sinni alkunnu snilld enda valinn maður í hverju rúmi.
Í gærkvöldi, þrátt fyrir ófærð í bænum var haldinn jólafundur Helgafells sem jafnframt er sameiginlegur með Sinawikkonum. Góð mæting var miðað við aðstæður en 110 manns höfðu skráð þáttöku. Fundurinn var hefðbundinn, húsið var opnað kl 19.30 og byrjuðu gestir að steyma að tímanlega. Magnús forseti setti fundinn á hefðbundinn hátt með upplestri afmælisdaga félaga og fór síðan með ljóð og að því loknu var matarhlé, þar sem gestir snæddu af dýrindis jólhlaðborði sem Sinawikkonur matreiddu, frábær matur hjá stelpunum sem fengu gott lófatak frá fundargestum.
Nú í kvöld komu félagar í Helgafelli ásamt börnum, barnabörnum, vinum og kunningum saman í Kiwanishúsinu, og var tilefnið að pakka jólasælgæti klúbbsinns, en sala jólasælgætis er okkar aðal fjáröflun. Það var handagangur í öskjunni klukkan átta þegar startið var gefið og pökkun hófst, og held ég að verkstæðið hjá jólasveininum komist ekki með tærnar þar sem okkar lið er með hælana,
Í kvöld komu félagar í Helgafelli saman á Hraunbúðum dvalraheimili aldraðar og var tilgangurinn að koma heimilinu í jólabúning eins og undanfarinn ár eða allt frá stofnun heimilisinns. Þokkaleg mæting var og gaman að sjá nýja og unga félaga taka þátt í þessu í bland við gamla og góða sem eru öllum hnútum kunnugir í skreytingum á Hraunbúðum og vita nákvæmlega hvar hlutirnir eiga að vera.
Kiwanisklúbburinn Helgafell kom færandi hendi á leikskólana tvo í Vestmannaeyjum, Kirkjugerði og Sóla. Klúbburinn afhenti leikskólunum tveimur sitthvora iPad spjaldtölvuna en slíkar tölvur þykja henta vel í sérkennslu á leikskólunum. Það voru þær Júlía Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Sóla og Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri á Kirkjugerði sem veittu tölvunum viðtöku.
Föstudaginn 11 nóvember var haldinn óvissufundur hjá okkur Helgafellsfélögum og hófst fundurinn kl 19.30 á venjulegum fundarstörfum og að þeim loknum var komið að kvöldverði að ósk stjórnar og til að staldra stutt við í Kiwanishúsinu var lasagna með öllu tilheyrandi á boðstólum og snætt á pappadiskum. Að loknu borðhaldi var farið út í óvissuna og í þetta skiptið var engin rúta á vegum stjórnar en þessi fundur er alfarið í þeirra höndum.
Á almennum fundi hjá Helgafelli fimmtudaginn 27. október síðastliðinn var tekinn inn einn nýr félagi. Það var Kristófer H. Helgason sem var tekinn inn í klúbbinn en það voru þeir Magnús Benónýsson, forseti og Magnús Birgir Guðjónsson, fráfarandi forseti sem sáu um að taka inn nýja félagann. Kristófer er boðinn velkominn til starfa hjá Helgafelli og væntum við mikils af þessum nýja félaga okkar.
Félagsmálafundur var haldinn hjá Helgafelli sl fimmtudag 13.október en þar bar helst til tíðinda að munstra þurfti tvo menn í stjórn sem voru fjarverandi við stjórnarskiptin en það voru þeir félagar Júlíus Ingason ritari og Egill Egilsson erlendur ritari. Það var fráfarandi svæðisstjóri Sögusvæðis sem sá um þetta embættisverk og honum til aðstoðar var Birgir Sveinsson umdæmisféhirðir.
Stjórnarskipti í Helgafelli fóru fram laugardaginn 1 október að viðstöddu fjölmenni í Kiwanishúsinu við Strandveg. Húsið opnaði kl. 19.30 og var byrjað á fordrykk í kjallara þar sem tómstundaraðstaða Helgafellsfélaga er til húsa Þegar komið var í aðalsalinn setti forseti fund kl. 20.00 og eftir venjuleg fundastörf forseta afhenti hann fundarstjórn til Einars Friðþjófssonar fráfarandi forseta sem var veislustjóri kvöldsins. Að loknu smá gamanmáli frá veislustjóra var komið að borðhaldi, en boðið var uppá þriggja rétta máltíð frá Café María þar sem félagi okkar Stefán Ólafson ræður ríkjum.
Sundmót Kiwanisklúbbssinns Helgafells var haldið 26 maí s.l og var fjöldi barna mætt til leiks. Þetta sundmót hefur verið haldið síðan 1974 og á árum áður sáu Kiwanisfélagar um alla framkvæmd mótsinns en í dag er framkvæmd mótsinns í höndum Sunddeildar ÍBV en Helgafell sér um fjámögnun verðlaunagripa o.fl
Um langt skeið hafa klúbbarnir þrír í Eyjum, Akóges, Kiwanis og Oddfellow, haldið golfmót í maí og reyndar hafa Akógesar í Reykjavík einnig tekið þátt í því móti hin síðari ár. Makar félaga hafa einnig þátttökurétt. Að þessu sinni var mótið haldið sunnudaginn 15. maí í hinu besta veðri og voru þátttakendur 53 talsins.
Enn á ný kemur Kiwanisklúbburinn Helgafell færandi hendi. Nú hafa Kiwanismenn ákveðið að styrkja allt að 10 börn á aldrinum 6-15 ára um allt að 25 þúsund krónur til kaupa á sérstökum öryggisgleraugum til íþróttaiðkunar hér í Vestmannaeyjum.
Í gær laugardaginn 30 apríl var Hjálmadagur Helgafells en þá afhendum við öllum fyrstubekkingum grunnskóla reiðhjólahjálma, en þetta er eitt af verðugustu verkefnum Kiwanishreyfingarinnar. Verkefnið er í samstarfi við Eimskip eins og undanfarin ár og hefur þetta samstarf gengið vel og það verður framhald á þessu samstarfi því skrifað var undir nýjan samning fyrr á þessu ári. Hjá okkur Helgafellsfélögum þá erum við með þennann hjálmadag í samstarfi við Slysavarnarfélagið Eykyndil og Lögreglu Vestmannaeyja.
Fimmtudaginn 24 mars s.l var almennur fundur hjá Helgafelli þar sem aðalgestur var Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík.Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum , en undir liðnum afmælisdagar félaga var Gunnar Kristjánsson heiðraður með fánastönginni góðu en hann varð fimmtugur á dögunum.
Á dögunum eða 10 mars s.l var haldinn Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en á þessum fundi breytum við út af vananum og í stað þess að kaupa matinn af veisluþjónustu Einsa Kalda þá sjá kokkar klúbbsins um matreiðsluna, en nóg er af kokkum í Helgafelli.
Á almennum fundi s.l fimmtudag 10 febrúar voru góðir gestir á fundi hjá okkur, en það voru þeir Ólafur Snorrason og Friðrik Björgvinsson frá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar. Fundurinn var settur kl 19.30 og hófst á venjulegum fundarstörfum, og að loknu matarhléi og lestri síðustu fundagerðar kynnti forseti gestina, og hóf Ólafur Snorrason erindi sitt að kynningu lokinni og talaði vítt og breytt um kyndingu og orkunotkun í bænum og ýmsa möguleika til sparnaðar og framleiðslu orku eins og t.d varmadælur o.fl.
Síðastliðinn fimmtudag var alemnnur fundur hjá okkur með ræðumanni. Fundurinn hófst á venjulegu nótunum en að loknu borðhaldi kynnti forseti ræðumann kvöldsins sem var Frosti Gíslason verkefnastjóri Nýsköðunarstofu Íslands og Fablab smiðjunar hér í Eyjum.