Sl. föstudagskvöld lauk Olísmótinu formlega með úrslitum í einstaklingskeppninni. Hlynur Stefánsson var hæstur að stigum eftir klúbbakeppnina og vann sér þar af leiðandi sæti í úrlslitaleiknum en á þriðjudagskvölið sl áttust við Gunnar Geir Gústafsson frá Akóges og Sigurjón Birgisson frá Oddfellow í leik um hitt úrslitasætið.
Í kvöld var haldinn almennur fundur hjá okkur í Helgafelli og var þó nokkuð af gestum mættir til okkar, en aðalgestur og fyrirlesari kvöldsins var Ívar Atlason tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja.
Þorrablót Helgafells var haldið með pompi og prakt s.l laugardagskvöld 19 janúar og þótti takast í alla staði frábærlega, og var margt gert sér til skemmtunar.
Í dag fór fram í Kjallara Kiwanishússins Jólahraðmótið í snóker. Þetta mót fer þannig fram að dregið er í tvo riðla og byrjar fyrri riðillinn að spila kl 10.00 og sá seinni kl 13.00 og síðan eru úrslitin leikinn í kjölfarið.
Þá er jólahátíðin gengin í garð og óskar Kiwanisklúbburinn Helgafell félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Helgafellsfélagar mættu niður í Kiwanishús kl 10.30 til að undirbúa heimsókn á Hraunbúðir og Heilbrigðisstofnunina. Lagt var síðan af stað rétt fyrir ellefu og var byrjað að fara á Hraunbúiði.
Jólafundurinn var að venju, haldinn sameiginlega með Sinawikkonum, laugardaginn 8. desember. Mæting var mjög góð eða 110 manns. Sinawik sá um matinn sem var algjört lostæti. Fór Þuríður Kristín fyrir matarnefndinni.
Núna áðan lauk Herjólfs-Eimskipamótinu í snóker með úrslitakvöldi. Leikur um þriðja sætið hófst kl 18.30 og þar áttust við gömlu refirnir Jóhann Ólafsson og Kristján Egilsson. Klukkustund síðar hóst síðan úrslitaleikurinn en í honum áttust við Guðmundur Jóhannsson og Magnús Benónýsson.
Í kvöld unnu Helgafellsfélagar við það að koma húsinu okkar í jólabúning undir forystu Páls Ágústssonar og skreytingarnefndar, en jólafundur okkar sem haldinn er sameiginlegur með Sinawik er n.k laugardagskvöld.
Í kvöld fór fram pökkun á jólasælgæti Helgafells, en sala jólasælgætissins er ein okkar aðal fjáröflun. Að venju var góð mæting og gekk pökkunin í alla staði mjög vel eins og ávalt.
Í kvöld komu Helgafellsfélagar saman að Hraunbúðum Dvalarheimili aldraðra til þess að færa heimilið í jólabúning eins og ávalt.
Í dag gáfu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, tæki til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Um er að ræða svokallaðan blossamæli og ljósarúm, sem notuð eru eru við gulu í nýfæddum börnum.
Kiwanisfélagar í Ós á Hornafirði, héldu sinn stjórnarskiptafund á Hótel Kirkjubæjarklaustri um síðustu helgi. Birgir Sveinsson svæðisstjóri og Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri sáu um innsetningu nýrrar stjórnar en hana skipa, Grétar Vilbergsson forseti, Gestur Halldórsson, kjörforseti, Haukur Sveinbjörnsson, fráfarandi forseti, Ludwig H.
Gunnarsson, ritari og Miralem Haseta gjaldkeri.
Í gærkvöldi lauk Coca Colamótinu í snóker með úrslitaleik milli Jóhanns Ólafssonar og Huginns Helgasonar á móti Magnúsi Benónýssyni og Sævari Guðjónssyni. Þetta var hörku viðureign eins og búist var við,
Í gærkvöldi var almennur fundur í Helgafelli og var aðalgestur kvöldsins Arnar Sigurmundsson formaður framkvæmda- og hafnaráðs, og flutti hann okkur erindið: Vestmannaeyjahöfn, uppbygging og framkvæmdir í heila öld.
Á almennum fundi í gærkvöldi var Jóhanni Baldursyni afhendur viðurkenningarskjöldur fyrir 100 % mætingu á síðasta starfsári.
Félagar okkar í Sögusvæði Kiwanisklúbburinn Ós Hornafirði á 20 ára afmæli um þessar mundir en klúbburinn var stofnaður 12 september 1987. Þeir félagar ætla að halda veglegan afmælisfagnað ásamt stjórnarskiptum þann 17 nóvember n.k á Hótel Kirkjubæjarklaustir.
Í gærkvöldi á félagsmálafundi ver einn af stofnfélögum klúbbsins heiðraður með Gullstjörnu Kiwanishreyfingarinnar.
Á félagsmálafundi í gærkvöldi fengu þrír félagar veðlaun fyrir góða mætingu á fundum og dagskrá síðasta vetrar.
Á afmælisfagnaði Helgafells þann 6 október s.l voru starfandi stofnfélagar í Helgafelli heiðraðir með Gullstjörnu Kiwanishreyfingarinnar.
© Smartmedia 2014