Helgafell gefur leikskólum í Eyjum iPad

Helgafell gefur leikskólum í Eyjum iPad


Kiwanisklúbburinn Helgafell kom færandi hendi á leikskólana tvo í Vestmannaeyjum, Kirkjugerði og Sóla.
 Klúbburinn afhenti leikskólunum tveimur sitthvora iPad spjaldtölvuna en slíkar tölvur þykja henta vel í
sérkennslu á leikskólunum.  Það voru þær Júlía Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Sóla og
 Emma Hinrika Sigurgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri á Kirkjugerði sem veittu tölvunum viðtöku.

 
Framundan er sala á Jólasælgæti hjá Helgafelli, sem er um leið ein stærsta fjáröflun klúbbsins en þá ganga
félagsmenn í hús og selja öskju fulla af góðgæti.  Daginn áður en salanhefst, koma félagsmenn,
börn þeirra og jafnvel barnabörn saman í klúbbhúsi Helgafells og pakka sælgætinu í öskjurnar.
Krakkarnir hafa margir hverji rmætt ár eftir ár og geta ekki hugsað sér undirbúning jólanna án þess að
pakka niður Jólasælgætinu.



Á myndinni afhenda þeir Guðmundur Jóhannsson, Egill Egilsson, Magnús
Benónýsson og Jóhann Guðmundsson iPad spjaldtölvu á Leikskólanum Sóla en við
henni taka þær Júlía Ólafsdóttir og Hrefna Jónsdóttir.

Kveðja
Júlíus G. Ingason ritari Helgafells