Óvissufundur Helgafells

Óvissufundur Helgafells


Föstudaginn 11 nóvember var haldinn óvissufundur hjá okkur Helgafellsfélögum og hófst fundurinn kl 19.30 á venjulegum fundarstörfum og að þeim loknum var komið að kvöldverði að ósk stjórnar og til að staldra stutt við í Kiwanishúsinu var lasagna með öllu tilheyrandi á boðstólum og snætt á pappadiskum.
Að loknu borðhaldi var farið út í óvissuna og í þetta skiptið var engin rúta á vegum stjórnar en þessi fundur er alfarið í þeirra höndum.
 Byrjað var á því að koma við í Surtseyjastofu, þar sem tekið var vel á móti okkur og gaman að sjá þessa sýningu og fróðleik sem þarna er á boðstólum og höfðu greinilega margir okkar félaga ekki komið þarna inn. Nú stjórnin bauð okkur upp á ný lagaðan jólabjór áður en haldið var á næsta stað. Næsti viðkomustaður okkar var Slökkviliðsstöð Vestmannaeyjar þar sem Ragnar Baldvinsson slökkvuliðsstjóri og Stefán Jónson vara slökkviliðsstjóri tóku á móti okkur af miklum höfðingskap. Þarna var farið yfir þá stórbruna sem komið hafa upp í Eyjum í máli og myndum á stórum skjá, en af nógu er að taka í þessum efnum og m.a óupplýstar íkveikjur.
Að loknu erindi á Slökkvistöðinni afhendi Magnús forseti Ragnari smá þakklætisvott frá klúbbnum og sleit fundi á staðnum og héldu þá menn áfram út í óvissuna, sumir fóru heim en aðrir niður í Kiwanishús til að spila snóker og aðrir fóru á kaffishús enda alltaf heitt á könnunni á kaffihúsum bæjarinns.
Við Helgafellsfélagar viljum þakka öllum sem komu að þessu frábæra kvöldi okkar og er mönnum strax farið að hlakka til næsta óvissufundar.

TS.

Myndir má nálgast     HÉR.
 

Mest lesið