Hjálmadagur Helgafells

Hjálmadagur Helgafells


 Í gær laugardaginn 30 apríl var Hjálmadagur Helgafells en þá afhendum við öllum fyrstubekkingum grunnskóla reiðhjólahjálma, en þetta er eitt af verðugustu verkefnum Kiwanishreyfingarinnar. Verkefnið er í samstarfi við Eimskip eins og undanfarin ár og hefur þetta samstarf gengið vel og það verður framhald á þessu  samstarfi því skrifað var undir nýjan samning fyrr á þessu ári.
Hjá okkur Helgafellsfélögum þá erum við með þennann hjálmadag í samstarfi við Slysavarnarfélagið Eykyndil og Lögreglu Vestmannaeyja.
Eykyndilskonur sjá um reiðhjólaþrautir fyrir börnin og Lögreglan skoðar hjólin hjá börnunum og fá þau að sjálfsögðu miða eins og bifreiðareigendur til staðfestingar á skoðuninni. Síðan sjá Helgafellsfélagar um grill þannig að allir fá pylsur og gos, og allir fara saddir heim með nýja Kiwanishjálma.
Við Helgafellsfélagar viljum þakka öllum sem komu að þessum yndislega Hjálmadegi með okkur, og við erum strax farnir að hlakka til næsta árs.
 
TS.
 
Myndir HÉR

Mest lesið