Kiwanisklúbburinn Helgafell styrkir gleraugnakaup

Kiwanisklúbburinn Helgafell styrkir gleraugnakaup


Enn á ný kemur Kiwanisklúbburinn Helgafell færandi hendi. Nú hafa Kiwanismenn ákveðið að styrkja allt að 10 börn á aldrinum 6-15 ára um allt að 25 þúsund krónur til kaupa á sérstökum öryggisgleraugum til íþróttaiðkunar hér í Vestmannaeyjum.
Kiwanisklúbburinn Helgafell
Úthlutunarreglur vegna Íþróttagleraugna

1. Helgafell veitir árlega allt að 10 styrki að upphæð 25 þúsund krónur til
barna a aldrinum 6 til 15 ára. styrkurinn er ætlaður til kaupa á
sérhönnuðum öryggisgleraugum fyrir íþróttaiðkun

2. Þjálfarar barna sem stunda íþróttir geta i samvinnu við foreldra iðkandans
sótt um styrk á tímabilinu frá 1. til 10 september ár hvert. Umsóknir skulu
berast stjórn Helgafells og verða afgreiddar i þeirri röð sem þær berast.
Sæki fleiri en 10 um hverju sinni fá viðkomandi forgang árið eftir.

3. Hver iðkandi getur sótt um styrk á fjögurra ára fresti.

4. Gert er ráð fyrir að hvert íþróttafélag móti sér verklagsreglur um
umsóknir.

5. Helgafell hefur gert samstarfssamning við verslunina Plús-Minus í
Smáralind og mun verslunin veita sérstök afsláttarkjör til þeirra sem koma
með gjafabréf sín þangað. Fólki er heimilt að versla við hvaða
gleraugnaverslun sem er, en þá verður að semja sérstaklega við
viðkokmandi fyrirtæki í samráði vid Helgafell.

6. styrkurinn er veittur í formi gjafabréfs sem er stílað á umsækjanda og
númerað.

7. Helgafell áskilur sér rétt til endurskoðunar og breytinga á þessum reglum.


Úthlutunarreglur og umsóknareyðublað í prentvænu formi má nálgast  HÉR.