Almennur fundur og fyrirlestur !

Almennur fundur og fyrirlestur !


Á almennum fundir þann 26 febrúar s.l fengum við góðann gestí heimsókn til okkar, en þar var á ferð Sigurður Smári Benónýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar. 

 

En í byrjun fundar var Bergi Guðnasyni afhent fánastöngin góða en Bergur varð fimmtugur á dögunum og fær því stöngina góðu eins og siður er í okkar klúbbi, og óskum við Bergi og fjöldkyldu til hamingju með þennann merka áfangi.

Að loknu matarhléi tók Sigurður til máls og flutti okkur erindi í máli og myndum um 

deiliskipulagsgerð á hafnarsvæði H-1 . Deiliskipulagssvæðið er um 16,5 ha að stærð og afmarkast af höfninni í norðri og Strandvegi 12 í austri. Mörkin fylgja svo Strandvegi í suðri til vesturs með mörkum deiliskipulagi miðbæjarins vestur fyrir Strandveg 102.

 

Deiliskipulagið er sett fram í deiliskipulagsgreinargerð og á deiliskipulagsuppdrætti. Ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. hefur í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið mótað deiliskipulagstillöguna. Skipulagsvinnan fór fram í samstarfi við hagsmunaaðila, framkvæmda- og hafnarráð og umhverfis- og skipulagsráð.

 

Að loknu erindi færið Jóhann forseti Sigurðui Smára smá þakklætisvott frá klúbbnum og þökkum við Sigurði fyrir fræbært erindi.

 

Bergur Guðnasona 50 ára.

Sigurður Smári Benónýsson 

Jóhann forseti og Sigurður Smári