Almennur fundur og fyrirlestur !

Almennur fundur og fyrirlestur !


Á almennum fundir þann 26 febrúar s.l fengum við góðann gestí heimsókn til okkar, en þar var á ferð Sigurður Smári Benónýsson Skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar. 

 

En í byrjun fundar var Bergi Guðnasyni afhent fánastöngin góða en Bergur varð fimmtugur á dögunum og fær því stöngina góðu eins og siður er í okkar klúbbi, og óskum við Bergi og fjöldkyldu til hamingju með þennann merka áfangi.

Að loknu matarhléi tók Sigurður til máls og flutti okkur erindi í máli og myndum um 

deiliskipulagsgerð á hafnarsvæði H-1 . Deiliskipulagssvæðið er um 16,5 ha að stærð og afmarkast af höfninni í norðri og Strandvegi 12 í austri. Mörkin fylgja svo Strandvegi í suðri til vesturs með mörkum deiliskipulagi miðbæjarins vestur fyrir Strandveg 102.

 

Deiliskipulagið er sett fram í deiliskipulagsgreinargerð og á deiliskipulagsuppdrætti. Ráðgjafafyrirtækið Alta ehf. hefur í samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið mótað deiliskipulagstillöguna. Skipulagsvinnan fór fram í samstarfi við hagsmunaaðila, framkvæmda- og hafnarráð og umhverfis- og skipulagsráð.

 

Að loknu erindi færið Jóhann forseti Sigurðui Smára smá þakklætisvott frá klúbbnum og þökkum við Sigurði fyrir fræbært erindi.

 

Bergur Guðnasona 50 ára.

Sigurður Smári Benónýsson 

Jóhann forseti og Sigurður Smári

Mest lesið