Almennur fundur um Þjóðhátíðarundirbúning !

Almennur fundur um Þjóðhátíðarundirbúning !


Í gærkvöldi 9 apríl var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum sem þó nokkuð af gestum mættu í boði félaga. Eftir að forseti hafði sett fund og farið var í venjuleg fundarstörf og síðan tekið matarhlé. en að loknu borðhaldi var komið að erinid kvöldsins sem var um Þjóðhátíð okkar Eyjamanna en tilefnið að hafa þetta núna er sá að á þessum degi var opnað fyrir forsölu miða á Þjólðhátíð sem er stærsta  fjáröflun ÍBV.

 

Til okkar var mættur Hörður Orri Grettisson frá Þjóðhátíðarnefnd og hélt hann fróðlegt erindi fyrir okkur í máli og myndum um framkvæmdina undirbúning o.fl en þetta er nú málefni sem allir Eyjamenn hafa skoðun á og þar voru fundarmenn eingin undantekning. Hörður Orri fór vel yfir málefnið og útskýrði hlutina fyrir fundarmönnum og svaraði einnig fyrirspurnum sem voru þó nokkurar eins og áður sagði allir hafa áhuga á Þjóðhátíð.

 

Að loknu erindi kallaði forseti Hörð Örra til sín og færði honum bók að gjöf sem smá þakklætisvott frá klúbbnum og viljum við koma á framfæri þakklæti fyrir fróðlegt og gott erindi og óskum við Þjóðhátíðarnefnd velfarnaðar í störfum sínum fyrir komandi þjóðhátíð