Fréttir

Hjálmadagur Helgafells


Hjálmadagur Helgafells

Afhending reiðhjólahjálma hjá Helgafelli eða Hjálmadagurinn eins og við köllum hann fór fram s.l laugardag í leiðindaveðri, aldrei þessu vant og voru freka fáir sem mættu til að sækja hjálmana, en þeir verða afhentir í skólanum fyrir þau börn sem ekki komust á laugardaginn. Að venju tók Lögreglan og Slysavarnarfélagið Eykyndill þátt í Hjálmadeginum

Almennur fundur hjá Helgafelli.


Almennur fundur hjá Helgafelli.

Í gærkvöldi miðvikudaginn 16 apríl var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju mátti taka með sér gesti, en heldur var mæting léleg enda  miðvikudagsfundur og margir farnir í páskafrí. Fyrirlesari kvöldsins var Magnús Jónasson rekstrarstjóri Dvalarheimilisins Hraunbúða, og hafði forseti á orði í kynningu að það væru orðnir svo gamlir félagar í klúbbnum að við værum komnir við dyrnar á elliheimilinu, en í framhaldi af því þá ber þess að geta að við vorum að samþykkja einn 23 ára félaga í klúbbinn okkar og annann rúmlega þrítugan, þannig að það hefur aldrei myndast kynslóðabil í klúbbnum og þetta þurfa aðrir klúbbar að passa uppá, því ef svo væri, þá væri þessi fjölgunarumræða í hreyfingunni óþörf.

Guðmundur Karl Helgason 50 ára !


Guðmundur Karl Helgason 50 ára !

Á dögunum varð Karl Helgason félagi okkar í Helgafelli 50 ára, en Kalli eins og hann er ávalt kallaður gekk í klúbbinn 2003 og hefur verið öflugur félagi fyrir klúbbinn. Að venju fékk Kalli fánastöngina góðu á þessum merku tímamótum og var hún afhent á Sælkerafundinum okkar

Sælkerafundur Helgafells


Sælkerafundur Helgafells

 Í gærkvöldi var Sælkerafundur Helgafells , en á þessum fundi sjá kokkar klúbbsinns um eldamennskuna, og á matseðlinum er nánast eingöngu sjávarfang. Góð mæting var á fundinn eða 76 manns og hófst fundurinn á venjulegum fundarstörfum fam að matarhléi. Matseðill kvöldsinns var fjölbreyttur en boðið var uppá þorskhnakka, skötusel, steinbít, rauðsprettu, löngu og blálöngu, þorskgellur, saltfiskur, kjúklingur o.m.fl.

Hof í heimsókn í Eyjum.


Hof í heimsókn í Eyjum.

Við félagar í Helgafelli fengum frábæra heimsókn núna um helgina en félagar okkar frá Kiwanisklúbbnum Hof í Garði voru hér á ferð og kíktu aðeins á okkur. Á föstudagskvöldið voru úrslit í opna Tvistmótinu í snóker í kjallara Kiwanishússins  og kíktu Hofsfélagar aðeins við, en síðan vorum við með móttöku fyrir gestina Hofsfélaga og maka á laugardegninum frá kl 17-19 og áttum við Helgafellsfélagar sem mættu

Erindi um ferju hjá Helgafelli


Erindi um ferju hjá Helgafelli

Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og var aðalmál á dagskrá erindi félaga okkar Andrés Sigurðssonar hafnsögumanns hér í Eyjum. Erindi Andrésar var um hið mikla hitamál Eyjamanna eða hönnun nýrra ferju sem kemur til með að sigla til Landeyjahafnar. Andrés er nefndarmaður í þeirri nefnd sem skipuð var til hönnunar nýrrar ferju.
 
 

Sigvarð 50 ára.


Sigvarð 50 ára.

Félagi okkar Sigvarð Sigurðsson varð fimmtugur á dögunum og að venju var honum afhent fánastöngin fræga á þessum merku tímamótum. Sigvarð stundar sjóinn af miklum móð og hefur því verið fjarverandi, en á félagsmálafundir þann 6 mars var kappinn í landi og á þeim fundi afhenti forseti

Almennur fundur hjá Helgafelli


Almennur fundur hjá Helgafelli

Í gærkvöldi eða fimmtudaginn 23 janúar var haldinn almennur fundur með fyrirlesara og gestum. Ágætis mæting var á fundinn  og að loknum venjulegum fundarstörfum og matarhléi þá var komið að fyrir lesara kvöldsinns, og ekki þurfti að leita langt yfir skammt eftir góðu erindi en þarna var kominn félagi okkar Styrmir Sigurðarsson sjúkraflutingar og slökkviliðsmaður með meiru.
 

Jólatrésskemmtun Helgafells


Jólatrésskemmtun Helgafells

Í dag þriðja í jólum var haldin jólatrésskemmtun Helgafells í Kiwanishúsinu við Strandveg. Skemmtunin var  í umsjón vaskra manna í nefndinni og að venju stóðu þeir sig eins og hetjur. Konur Kiwanismanna og Sinawiksystur sjá um bakkelsið í kaffihlaðborðið og passa uppá að eingin fari svangur út frá þessari skemmtun.

Gleðileg Jól


Gleðileg Jól

Jólafundur


Jólafundur

Í gærkvöldi var haldinn Jólafundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju var hann sameiginlegur með Sinawik konum. Húsið var opnað kl 19.30 og strax byrjuðu gestir að streyma til fundar sem var síðan settur um áttaleytið af forseta Helgafells Ragnari Ragnarssynir, sem hóf sitt má á að fara yir afmælisdaga félagar, en einn félagi Andrés Sigurðsson átti einmitt afmæli þennan fundardag. Að þessu loknu hófst borðhaldið en boðið var upp á glæsileg Jólahlaðborð að hætti Sinawik- kvenna og ekki klikkaði það frekar en áður, hreint út sagt frábær matur hjá konunum og berum við þeim bestu þakkir fyrir.

Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli.


Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli.

Það var líf og fjör í tuskunum þegar hópur Helgafellsfélaga ásamt börnum barnabörnum vinum og kunningju voru mætt í Kiwanishúsið til að pakka jólasælgætinu okkar sem er aðal fjáröflun okkar klúbbs og fer salan í gang nú um helgina og fram eftir næstu viku en það viðrar ekki sérlega vel um helgina til sölu sælgætis en það er aldrei að vita að hann dúri á milli og menn fara af stað ?

Jólaskreyting á Hraunbúðum


Jólaskreyting á Hraunbúðum

Í kvöld mættu vaskir sveinar úr Helgafelli á Hraunbúðir Dvalarheimili Aldraðra hér í Vestmannaeyjum til að skreyta heimilið fyrir jólin, þar sem aðventan er gengin í garð og jóladagskrá framundan hjá heimilisfólki og eldriborgurum í Eyjum.

Kjörumdæmisstjóri í heimsókn.


Kjörumdæmisstjóri í heimsókn.

Á félagsmálafundi í gærkvöldi fengum við góða heimsókn frá umdæminu en mættur var til okkar Gunnlaugur Gunnlaugsson kjörumdæmisstjóri. Aðal erindi Gunnlaugs var að funda með okkur Helgafellslfélögum til að koma af stað vinnu við Umdæmisþingið 2015 sem haldið verður hér í Vestmannaeyjum.
Fundur með kjörumdæmisstjóra og stjórn Helgafells hófst kl.18.30 og að honum loknum hófst félagsmálafundur

Óvissufundur


Óvissufundur

Í gærkvöldi var óvissufundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en við tókum þennann fund upp fyrir nokkurum árum og hefur ávalt heppnast vel. Mæting var i Kiwanishúsinu kl 18.00 og Ragnar forseti setti fund kl 18.15 stundvíslega og fór yfir afmælisdaga félaga, og tilkynnt síðan að nú væru komar rútur fyrir
utan og haldið væri út í óvissuna. Menn vissu nú vegna fundartímans að þá ætti að horfa á landsleikinn enda sú varð raunin, en haldið var upp í Höll þar sem beið okkar matur  og að loknu borðhaldi hófst síðan leikurinn, og skemmtu menn sér konunglega yfir leiknum þó svo að úrslitin hefðu mátt vera betri fyrir okkur.

Fyrirlesari hjá Helgafelli.


Fyrirlesari hjá Helgafelli.

Á almennum fundi þann 31 október var góður gestur hjá okkur Helgafellsfélögum, en þar var á ferðinni Haraldu Þorsteinn Gunnarsson Eyjamaður mikil lífskúnster og nú í seinni tíð fræðimaður. Halli Steini eins og hann er ávalt kallaður flutti okkur erindi um forfaðir sinn Hannes Jónsson eða Hannes Lóðs eins og hann var ávalt nefndur en hann fæddist 21 nóvember 1852.

Tveir nýjir félagar í Helgafell


Tveir nýjir félagar í Helgafell

Almennur fundur var hjá Helgafelli fimmtudaginn 31 október s.l á þessum fundi tókum við inn tvo nýja félaga í klúbbinn okkar, og verður að segjast eins og er að það er alltaf jafn gaman að fá nýja félaga til starfa. Gísl Valtýsson f.v Svæðisstjóri Sögusvæðis sá um að taka þessa ungu menn inn í klúbbinn en þeir heita Guðmundur Ásgeirsson og starfar hann sem endurskoðandi hjá Deloitte, og Sigurður Sigurðsson en hann er viðskiptafræðingu að mennt og starfar hjá Íslandsbanka.
 

Nýr félagi í Helgafell


Nýr félagi í Helgafell

Á félagsmálafundi í gærkvöldi bættist okkur Helgafellsfélögum nýr félagi í klúbbinn okkar, en þá var Styrmir Sigurðarson tekinn inn í klúbbinn. Styrmir er sjúkraflutningamaður með meiru og starfa m.a við blikksmíði í  Eyjablikk, ásamt því að sinna sjúkraflutingum og slökkviliðsstörfum hér í Eyjum. Það var Gísli Valtýsson f.v Svæðisstjóri sem sá um inntökuna,

Stjórnarskipti í Eyjum.


Stjórnarskipti í Eyjum.

Laugardaginn 5 október fóru fram stjórnarskipi í Eyjum hjá Helgafelli og góðum gestum okkar úr Höfða í Reykjavík sem voru mættir til Eyja til að hafa stjórnarskipti með okkur.
Nýkjörinn Svæðisstjóri Sögusvæðis Geir Þorsteinsson frá Ós í Hornafirði sá um stjórnarskiptin sem fóru fram að degi til eða kl 15.30, og var þessi tilraun gerð til að athuga hvort við fengjum ekki betri mætingu á Árshátíð um kvöldið en stjórnarskiptin fara ávalt fram á árshátíð, og ekki var nú að sjá að þetta skilaði betri mætingu.
Nýja stjórn Helgafells er undir forystu Ragnars Ragnarssonar og Nýja Stjórn Höfða undir stjórn  Sverris Benónýssonar, og óskum við þessum stjórnum velfarnaðar í starfi.

Málverka gjöf.


Málverka gjöf.

Um goslokahelgina var máverkasýning í Kiwanishúsinu þar sem listamennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Ragnheiður Georgsdóttir sýndu verk sín eins og áður hefur komið fram, og var sýningin vel heppnuð í alla staði og mættu að minnsta kosti 700 manns í Kiwanishúsið.

Mest lesið