Fréttir

Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir


Aðfangadagsheimsókn á Hraunbúðir

Það er hefð fyrir því að félagar í Helgafelli heimsæki Dvalarheimili aldraðra Hraunbúðir og Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum á aðfangadagsmorgun, en tilefnið er að afhenda jólasælgæti og fara með smá jóladagskrá. Dagskráin hófst á því að Magnús Benónýsson fráfarandi forseti sagði nokkur orð í forföllum forseta sem var upptekinn í Kertasníkis.

Jólaskreyting hjá Helgafellsfélögum.


Jólaskreyting hjá Helgafellsfélögum.

Í kvöld komu saman félagar í Helgafelli til jólaskreytingar, og eru ávalt tvö verkefni á dagskrá, það er að koma Kiwanishúsinu okkar í Jólabúning setja upp Jólatré og skreyta húsið hátt og lágt fyrir jólafundinn og aðra liði sem eru á dagskrá yfir jólahátíðina. Síðan og ekki síst mæta félagar á Hraunbúðir dvalarheimili aldraðra.

Gáfu Björgunarfélaginu hitamyndavél


Gáfu Björgunarfélaginu hitamyndavél

Nú á dögunum tóku Kiwanisklúbb­urinn Helgafell og Slysavarna­deildin Eykyndill sig saman og styrktu Björgunarfélag Vestmannaeyja til kaupa á hitamyndavél að verðmæti 2,8 m.kr. sem verður sett í björgunarbátinn Þór. Myndavél af þessari tegund kemur sér mjög vel þegar leita þarf að fólki sem fallið hefur í sjóinn og er því mikilvægt að björgunarbátur í sjávarbyggð, eins og Vestmannaeyjar eru, hafi slíkan búnað. Einnig gerir þetta tæki Björgunarfélaginu kleift að sigla með sjúklinga í Landeyjahöfn í myrkri, eitthvað sem var erfitt áður fyrr.

Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli


Jólasælgætispökkun hjá Helgafelli

Í kvöld var gengið í pökkun á jólasælgæti sem er okkar aðal fjáröflun. Þá mæta félagar með börn, barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni en það má segja að það sé handagangur í öskjunni í orðsinns fylstu merkingu, en stilt er upp í þrjár línur og setja krakkarnir sælgætið í poka og síðan pakka Helgafellfélagar pokunum í fallega myndskreytta öskjur sem síðan eru seldar næstu vikuna og hefst salan á morgun og mun askjan kosta 1200 krónur í ár.

Kári Þorleifsson 50 ára.


Kári Þorleifsson 50 ára.

Þann 17 nóvember s.l varð félagi okkar Kári Þorleifsson 50 ára og að venju gaf klúbburinn okkar honum afmælisgjöf, en það hefur verið siður hjá Helgafelli að gefa félögum forláta fánastöng, áletraða í afmælisgjöf.

Óvissufundur


Óvissufundur

Hin árlegi óvissufundur Helgafells var haldinn föstudaginn 9 nóvember. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum fram að mararhléi, en boðið var uppá lambakótilettur í raspi með tilbehör að hætti kótilettukarlana. Að loknu borðhaldi var haldið út í óvissunar og far fyrsti viðkomustaður Sjóbúð Björgunarfélags Vestmannaeyja.

Fyrirlesari hjá Helgafelli


Fyrirlesari hjá Helgafelli

Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum þar sem boðið var upp á gott erindi, en gestur okkar og fyrirlesari á þessum fundi var Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks ÍBV í handbolta og yfirmaður Íþróttaakademíunar hér í Eyjum og einnig er Erlingur nýráðin í þjálfarateymi landsliðsinns í handbolta.

Styrktarverkefni hjá Helgafelli


Styrktarverkefni hjá Helgafelli

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur undanfarna mánuði styrkt börn sem æfa íþróttir undir merkjum ÍBV og þurfa á gleraugum að halda. Verkefnið virkar þannig að foreld­rar, eða forráðamenn barnanna, fylla út umsóknareyðublað á skrifstofu ÍBV-íþróttafélags. Viðkom­andi kaupa svo sérstök íþrótta­gleraugu við hæfi fyrir barnið, en Helgafell greiðir 25 þús­und krónur af kostnaðarverði. Ekki er um að ræða beinan peningastyrk, heldur greiðir Helgafell styrkinn beint til gleraugnafyrirtækjanna Plús/mínus og Sjón og því lækkar kostnaður foreldranna sem því nemur.

Félagsmálafundur og húsfundur hjá Helgafelli


Félagsmálafundur og húsfundur hjá Helgafelli

í kvöld var félagsmálafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, sem var á hefðbundnum nótum sem hófst með venjulegum fundarstörfum og síðan og ekki síst borðhaldi þar sem ný aðili hefur tekið við matseldinni þetta starfsárið en það er Einsi Kaldi veisluþjónusta og skilaði hann sínu hlutverki frábærlega í kvöld. Að loknu matarhléi og fundargerðarlestir var komið að því að veita Ágústi Willy fánastöngina góðu en hann varð fimmtugur á dögunum kappinn sá.
 

Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.


Árshátíð og stjórnarskipti Helgafells.

S.l laugardagskvöld 6 október fór fram stjórnarskipti og árshátið Helgafells að viðstöddum félögum og gestum. Húsið var opnað kl 19.30 og upp úr því byrjuðu gestir að steyma að og var kvöldinu startað með fordrykk. Þegar gestir höfðu komið sér fyrir hófst borðhald en boðið var uppá þriggja rétta matseðil frá Einsa Kalda og var látið vel að matseldinni.

Erlendir gestir í heimsókn hjá Helgafelli


Erlendir gestir í heimsókn hjá Helgafelli

Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn til Eyja þar sem Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri, Alan Penn Heimsforseti, Paul Inge Paulsen Evrópuforseti, Ralph Castelan umdæmisstjóri Norden og Andrés Hjaltason f.v umdæmisstjóri komu í heimsókn ásamt eiginkonum sínum. Mótökunefnd klúbbsins tók á móti þeim og haldið var beint í rútuferð um Heimaey undir leiðsögn Alfreðs Alfreðssonar hjá Vikingtours,

Félagsmálafundur hjá Helgafelli


Félagsmálafundur hjá Helgafelli

Þá er starfið farið af stað hjá okkur Helgafellsfélögum eftir sumarleyfi og var fyrsti fundur í gærkvöldi og var mæting góð miðað við að margir félagar eru enn fjarverandi vegna sumarleyfa.
Að venju hóf forseti fundinn með því að fara yfir afmælisdaga félaga og eins og gefur að skilja í stórum klúbbi þá hafa margir átt afmæli síðan í byrjun maí, en einn af þessum afmælisbörnum var
Jónatan Guðni Jónsson en hann varð fimmtugur þann 27 júlí og að venju var honum færð fánastöngin góða frá klúbbnum

Sundmót Helgafells.


Sundmót Helgafells.

Sundmót Helgafells eða Kiwanissundmótið eins og það þekkist hér var haldið í síðustu viku. Kiwanisklúbburinn Helgafell gefur verðlaun á mótinu en allir þáttakendur fá viðurkenningarskjal. Þeir sundmenn sem bæta sig mest milli ára fá Kiwanisbikarinn til varðveislu í eitt ár.

Málun Fiskiðjunar


Málun Fiskiðjunar

Nú standa yfir miklar framkvæmdir á nýja Vigtartorginu við smábátahöfnina en framkvæmdir ná hámarki í dag, fimmtudag og á morgun. Þá gefst Eyjamönnum, ungum sem öldnum, tækifæri til að mæta á svæðið, taka þátt við að smíða, mála eða gróðursetja,

Hjálmadagur Helgafells


Hjálmadagur Helgafells

í morgun kl 11.00 hófst  Hjámadagur Helgafells. Þá mæta yngstu nemendur grunnskólans við Kiwanishúsið við Strandveg og fá afhenta reiðhjólahjálma, en þetta er landsverkefni Kiwanishreyfingarinnar og unnið í samstarfi við Eimskip. Hjá okkur Helgafellsmönnum koma Eykyndilskonur að þessu með okkur ásamt Lögreglu.
 
        

Vorfagnaður Sinawik


Vorfagnaður Sinawik

Í gærkvöldi héldu Sinawikkonur hér í eyjum hinn frábæra Vorfagnað með pompi og prakt , og var Elvis þema í gangi. Ber þar hæst að nefna Binna kokk  sem sá um að elda 12 uppáhaldsrétti kóngsinns og síðan og ekki síst Jósef sem kom fram í gervi Kóngsinns og flutti hanns lög við mikinn fögnuð veislugesta.

Aðalfundur Helgafells


Aðalfundur Helgafells

Aðalfundur Helgafells var haldinn s.l fimmtudag 26 apríl, og var þokkaleg mæting hjá okkur. Fundur var að venju settur kl 19,30 og farið yfir afmælisdaga félaga frá síðasta fundi og að því loknu var að sjálfsögðu smá forsetagrín og síðan matarhlé.
 

Umdæmisstjóri á félagsmálafundi hjá Helgafelli.


Umdæmisstjóri á félagsmálafundi hjá Helgafelli.

Félagsmálafundur var haldin s.l fimmtudag hjá okkur Helgafellsfélögum, og hófst fundurinn að venju kl 19,30 með venjulegum fundastörfum og siðan var gefið matarhlé. Að loknum lestri fundagerðar var komið að aðalgesti kvöldsinns en það var Ragnar Örn Pétursson umdæmisstjóri.

Sælkerafundur Helgafells


Sælkerafundur Helgafells

Fimmtudaginn 15 mars hvar haldinn Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en á þeim fundum brjótum við upp hefðina og kaupum ekki matinn frá veitingarmanni heldur sjá kokkar klúbbsinns um matseldina, með aðstoð góðra manna við hráefnisöflun og fara þar sjómenn fremstir í flokki og eru þá aðallega sjávarréttir í boði en tveir kjötréttir eru hafði með, en með árunum virðist aðsókn í þá fara minkandi og eru menn orðnir hrifnari af fiskinum. Þessi fundur er almennur og því leyfilegt að hafa með sér gesti og var heildar mæting um átta tíu manns.

Andlát


Andlát

Félagi okkar í Helgafelli Halldór Guðbjörnsson lést þann 15 febrúar s.l  langt fyrir aldur fram aðeins 51 árs að aldri, en Halldór var búinn að berjast hetjulega við erfið veikindi um langt skeið. Halldór var mikil félagsvera og tók vikan þátt í félagsmálum , hann vann fyrir skipstjóra og stýrimannafélagið Verðanda til margra ára, þar sem hann var félagi, hann var virkur í Frímúrarareglunni og síðan og ekki síst mikill Kiwanismaður og gegndi ýmsum störfum fyrir klúbbinn. Hann gekk í Helgafell árið 1992 og gegndi störfum ritara starfsárið 1996 -1997 Halldór var erlendur ritari 2000 – 2001 og  gjaldkeri 2006 – 2007 og einnig synti Halldór ýmsum nefndarstörfum fyrir klúbbinn.