Ólafur Lárusson með fyrirlestur !

Ólafur Lárusson með fyrirlestur !


Fyrsti fundur hjá okkur Helgafellsfélögum eftir jólafrí var fimmtudaginn 15 janúar. Þetta var almennur fundur og af því tilefni fengum við góðann gest í heimsókn til okkar. Þetta var Ólafur Lárusson björgunarsveitamaður, kennari með meiru, og flutti hann okkur fróðlegann fyrirlestur og kynningu um Skyndihjálp í máli og myndum.

Ólafur hefur verið með námskeið fyrir Rauða Krossinn  í skyndihjálp sem vert er fyrir alla að skoða því það hafa allir gott af því að kunna skyndihjálp, ef eithvað kemur fyrir og ég tala ekki um ef komið er sem fyrsti aðili á slysstað.

Að loknu erindi Ólafs þakkaði forseti honum fyrir með smá þakklætisvotti frá okkur Helgafellsfélögum.