Almennur fundur og sixdays fyrirlestur !

Almennur fundur og sixdays fyrirlestur !


Síðasta vetrardag  miðvikudaginn 22 apríl var haldinn almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum með fjölda gesta enda áhugavert efni til kynningar á þessum fundi.

Að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og var Fish and chips á boðstólum sem fundarmenn gerðu góð skil.

Að loknu matarhléi var komið að erindinu, en til okkar var mættur Sigurjón Andrésson, Eyjamaður af fastalandinu en hann ásamt mörgum öðrum þar á meðal Helgafellsfélögum mynda hóp sem hefur gaman af því að ferðast um landið á Endurohjólum.

Sigurjón hefur skipulagt svo kallaðar sixdays ferðir sem eru farnar á tveggja ára fresti og því sú næsta 2016. Mikið var af myndefni í fyrirlestri Sigurjóns og voru fundarmenn agndofa yfir fegurð landsinns og þessu afreki að ferðast svona eftir gömlum og nýjum slóðum sem til eru um hálendið, en þess ber að geta að fyrsta ferð þeirra félaga var að ferðast horn í horn og var þá byrjað á Reykjanestá og endað á Langanesi, mikið og flott ferðaleg.

Að loknu erindi Sigurjóns afhenti forseti honum smá gjöf sem þakklætisvott frá klúbbnum, en þetta erindi var hreint út sagt stórkostlegt, Sigurjón er orðinn mjög fróður um landið og segir skemmtlega frá og útskýrir.

Við óskum Sigurjóni og félögum velfarnaðar í komandi ferðum og í allri skipulagningu.