Fréttir

Óvissufundur !


Óvissufundur !

Föstudaginn 1 mars var okkar árlegi Óvissufundur haldinn og var heildarfjöldinn 45 manns sem mættu tímanlega eða um hálf sjöleytið niður í Kiwanishús, þar sem félagar og gestir tóku létt spjall áður en haldið væri út í óvissuna. Venjan er að borðað er í Kiwanishúsinu en nú varð breyting á, hópurinn lagði af stað um sjöleytið og var stefnan tekinn niður á Básaskersbryggju, en áður en lagt var af stað voru menn á því að við færum að skoða Laxey, en svo var ekki heldur haldið um borð í Herjólf þar um borð var boðið upp á hamborgara og franskar til að gæða sér á meðan haldið  var upp á Norðurey nánar 

Almennur fundur Magnús Bragason kynnir Puffin run.


Almennur fundur Magnús Bragason kynnir Puffin run.

Almennur fundur fór fram fimmtudaginn 15 febrúar en góð mæting var á þennann fund og eins og venja er á almennum fundum eru leyfðir gestir. Kristleifur Guðmundsson forseti setti fundinn kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna og fór í venjuleg fundarstörf fram að matarhléi. Sigurður Gíslason veitingamaður á GOTT bauð okkur uppá Street food hlaðborð af bestu gerð og voru menn mjög ánægðir með matinn eins og ávalt frá starfsfólki veitingastaðarinns.
Að loknu matarhléi bauð forseti velkominn í pontu Magnús Bragason en hann er frumkvöðull og 

Erindi fra Laxey á fundi 1 febrúar.


Erindi fra Laxey á fundi 1 febrúar.

Fimmtudaginn 1 febrúar var haldinn Almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju á svona fundi voru leyfðir gestir og fyrirlesari fenginn til að flytja okkur erindi. Forseti setti fund stundvíslega kl 19:30 og hóf fundinn á hefðbundinn hátt fram að matarhléi, og þar bauð starfsfólk veitingastaðarinns Gott upp á frábærann mat sem fór vel í fundarmenn. Að loknu borðhaldi kynnti forseti til leiks Braga Magnússon frá Laxey sem er nýtt fyritæki í laxeldi á landi hér í Vestmannaeyjum. Þetta fyrirtæki vex hratt og er með fjölda manns í vinnu, en í botn Friðarhafnar hefur verið reist mikil bygging sem er seiðaeldisstöð ásamt skrifstofum og öðru sem viðkemur svona

Jólafundur Helgafells!


Jólafundur Helgafells!

Síðastliðinn laugardag 9. desember var haldinn jólafundur klúbbsins, en þessi fundur okkar er ávalt hefðbundinn og hátíðlegur. Eftir að forseti hafði sett fund og farið yfir afmælisdaga félaga var tekið til við borðhald sem ekki var af verri endanum, Jólahlaðborð frá Sigurði Gíslasyni og hanns fólki á veitingarstaðnum GOTT hér í Vestmannaeyjum. Glæsilegur matur í alla staði og margt á boðstólum, hefðbundin jólamatur ásamt nýjungum og voru fundarmenn og gestir í skýjunum með matinn og þökkum við Sigurði og hanns fólki kærlega fyrir. Eftir að borðhaldi lauk og forseti hafði talað var komið að Sr. Guðmundi Erni presti í Landakirkju að flytja okkur jólahugvekju og var 

Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !


Jólasælgæti Kiwanisklúbbsins Helgafells !

Það var líf og fjör á verkstæði jólasveinsins í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þegar pökkun hófst á jólasælgæti klúbbsins, en þar koma margar hendur að, stórar sem smáar. Félagar mæta með börn og barnabörn, vini og kunningja og taka til hendinni við pökkun á sælgæti í jólaöskjur sem síðan eru seldar til bæjarbúa til fjáröflunar fyrir góð verkefni í þágu samfélagsins hér í Eyjum. Jólasælgætið er aðalfjáröflun klúbbsins og með góðum stuðningi bæjarbúa og fyrirtækja sem kaupa af

Nýjustu færslur

olísmótid-2020.pdf