Helgafell

Fréttir

Fyrsti fundur eftir sumarleyfi !


Fyrsti fundur eftir sumarleyfi !

Þá er starfið hafið hjá okkur Helgafellsfélögum eftir gott sumarleyfi þar sem veðrið hefur veið svona og svona. Þessi fyrsti fundur okkar var almennur og því nokkurir gestir eins og gengur á almennum fundum. Forseti setti fund og bauð félaga velkomna til starfa aftur og að loknum venjulegum fundarstörfum og kynningu á nýrri umsókn í klúbbinn var komið að matarhléi.

Að matarhléi loknu var

Helgafell afhendir tölvugjöf til Barnaskóla Vestmannaeyja.


Helgafell afhendir tölvugjöf til Barnaskóla Vestmannaeyja.

Í hádeginu komu saman félaga úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Barnaskóla Vestmannaeyja og var tilefnið að afhenda skólanum tölvubúnað að gjöf. Í þessum gjafapakka voru 25 lap top tölvur til vinnslu á netinu aða skýinu til náms og verkena og 20 spjaldtölvur til notkunar við námið. Að þessu tilefni flutti Erlingur Richardsson skólastóri ávarp og útskýrði notkunargildi þessarar gjafar og kom á framfæri þakklæti til 

Sælkerafundur Helgafells


Sælkerafundur Helgafells

Föstudaginn 27 apríl s.l var okkar árlegi Sælkerafundur en hann var óvenu seint í ár þar sem það þurfti að fresta honum, og í þetta skiptið var þetta síðasti fundur fyrir starfsárið. Við erum svo heppnir í Helgafelli að hafa yfir að ráðu nokkurum félögum sem eru kokkar, ásamt því að hafa mikið af áhugasömum félögum sem leggja hönd á plóg bæði við undir búning og frágang, að öðrum kosti væri þetta ekki hægt. Fundur var settur kl 19.30 og bauð Jónatan forseti félaga og gesti velkomna á fundinn og fór að venju yfir afmælisdaga félaga, að því loknu gaf hann Tómasi Sveinssyni orðið sem kynnti matseðil kvöldsins sem samanstóð af 10 fiskréttum ásamt meðlæti. Að lokinni kynningu hófst borðhaldið og létu menn vel af þvi sem borið var fram fyrir þá 

Óvissufundur Helgafells


Óvissufundur Helgafells

Í gærkvöldi föstudaginn 23 mars var hinn árlegi Óvissufundur hjá okkur sem er alfarið í umsjón stjórnar. Fundurinn hófst kl 19.30 á venjulegum fundarstörfum og síðan var tekið matarhlé og var borið fram lasagna með öllu tilheyrandi í mannskapinn. Að loknu matarhléi var haldið út í óvissuna og að þessu sinni fótgangandi. Haldið var á Brothers Brewery og þar fengu félagar skoðunartúr um bruggverksmiðjuna og að sjálfsögðu smá smakk og var leiðsögnin í höndum Óskars Jóshúa, en einn af eigendum Brothers Brewery er félagi okkar Jóhann Ólafur Guðmundsson en hann var staddur á KEX bjórhátíð í Reykjavík. Að þessari heimsókn lokinni var haldið áfram og gengið vestur Vesturveginn og haldið í Vosbúð þar sem mótorhjólaklúbbur er til húsa og þar tóku á móti okkur Andrés Sigurðsson  félagi okkar og Gunnar Darri Adólfsson af miklum höfðingskap og sýndu okkur mótorfáka sme þarna eru til sýnis og til geymslu. Andrés fór síðan með

Jólafundur !


Jólafundur !

Í gærkvöldi laugardainn 9 desember var haldinn sameiginlegur jólafundur Helgafellsfélaga og Sinawikkvenna, frábær kvöldstund sem aldrei klikkar. Fundur hófst uppúr átta með venjulegum fundarstörfum og síðan var komið að borðhaldi sem ekki var af verri endanum, en á þessum fundi er hefð fyrir því að Sinawikkonur töfra fram glælilegt jólahlaðborð sem engin er svikinn af,  þvílíka kræsingar og glæsilegur eftirréttur í lokin. Að borðhaldi loknu kom Séra Guðmundur Örn sóknarprestur og flutti okkur skemmtilega jólahugvekju sem fjallaði um freistingar sem jú er nóg af á þessum tíma. Félagi okkar Ágúst Bergsson var heiðraður á fundinum og gerður að heiðursfélaga en Gústi eins og við köllum hann varð áttræður í september s.l og er kappinn vel að þessu kominn búinn að vera