Fréttir

Pökkun Jólasælgætis !


Pökkun Jólasælgætis !

Það var mikið líf í húsinu okkar við Strandveginn í gærkvöldi fimmtudaginn 29 nóvember, en þar voru mættir fálagar ásamt miklum fjölda barna til að pakka Jólasælgæti í öskjur. Þetta er ein okkar aðalfjáröflun og á næstu dögum munu félagar í Helgafelli ganga í öll hús hér í Eyjum og selja þessar öskjur á tvö þúsund krónur. Bæjarbúar taka ávalt frábærlega vel á móti okkur og eru ávalt tilbúnir að styrkja gótt málefni, en ágóði sölunar fer síðan út í bæjarfélagið aftur í formi styrkja við góð málefni.  Menn mæta í þessa pökkun með börn, barnabörn, vinarbörn og alla þá sem vetlingi geta valdið og minnir þetta á

Skreyting á Hraunbúðum


Skreyting á Hraunbúðum

Í kvöld þriðjudaginn 27 nóvember komum við félagarnir í Helgafelli sama á Hraunbúðum Dvalarheimili aldraðra hé í Vestmannaeyjum og var tilefni að kom upp jólaskrauti á heimilinu, en það hefur klúbburinn gert frá því að Hraunbúðir voru teknar í notkun.
Fámennt var alldrei þessu vant en góðmennt og tóku menn til hendinni og kláruðu þetta á klukkutíma, já það er alltaf ánægjulegt að láta gott 

Ívar Atlason með erindi.


Ívar Atlason með erindi.


Í gærkvöldi fimmtudaginn 1 nóvember var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og var aðagestur kvöldsins Ívar Atlason. Forseti setti fund á tíma og eftir venjuleg fundarstörf var gert matarhlé þar sem snæddur var dýrindis matur frá EInsa Kalda. Að loknu matarhléi bauð Kristjá forseti Ívar velkominn til okkar og kynnti kappann til leiks, en erindi Ívars var um Gísla J. Johnsen þann merka mann sem byrjaði ungur að bjóða Dönum byrginn í verslun og útgerð í Vestmannaeyjum. Gísli var mikil frumkvöðull og ávalt fyrstur að 

Árshátíð Helgafells 2018


Árshátíð Helgafells 2018

Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells fóru fram 5 og 6 október s.l. Eins og fram kemu hér á síðunni fóru stórnarskipti fram föstudaginn 5 okt og Árshátíðin deginum eftir á laugardagskvöldinu. Húsið var opnað kl 19.00 og fengu félagar og gestir sér fordrykk að eigin vali og síðan hélt forseti áfram fundi sem hann frestaði deginum áður, en þetta var 888.fundur í klúbbnum. Forseti hóf venjuleg fundarstörf og bauð síðan veislustjóra um að taka við stjórnartaumunum en það var Daníel Geir Moritz sem sá um að halda uppi stemmingunni og fórst honum það vel úr hendi. Boðið var 

Minning Bergvin Oddsson


Minning Bergvin Oddsson

Í dag laugardaginn 6 október var Beddi á Glófaxa jarðsunginn frá Landakirkju, en andlát Bedda var mikið áfall fyrir okkur félaga í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, eins og fyrir okkar góða samfélag hér í Vestmannaeyjum. Beddi var farsæll útgerðarmaður og mikill höfðingi í alla staði og lét einnig aðra njóta velgengi sinnar, bæði einstaklinga, Kiwanis, og síðan en ekki síst ÍBV íþróttafélag þar sem Beddi var sterkur bakjarl. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að