Fréttir

Almennur fundur 11 apríl


Almennur fundur 11 apríl

Almennur fundur var hjá okkur Helgafellsfélögum 11 apríl og þar fengum við góða gesti í heimsókn. Að venju var farið yfir afmælisdaga félaga og undir þeim lið var Lúðvík Jóhannessyni afhent fánastöngin góða frá klúbbnum að tilefni 50 ára afmælis kappans en Lúðvík náði þessum merka áfanga í byrjun árs. Að loknu matarhléi þar sem boðið var uppá kjúkling og tilheyrandi var komið að aðalgestum kvöldsins en þetta voru þeir Pedro Hipolito þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu ásamt aðstoðarþjálfara sínum Ian Jeffs. Þeir félagar fóru yfir komandi 

Óvissufundur Helgafells


Óvissufundur Helgafells

Í gærkvöldi föstudaginn 1 mars var okkar árlegi Óvissufundur, og það sem felst í því er að menn mæta í Kiwanishúsið á venjulegum fundartíma og snæða Lasagna að hætti Einars Fidda og tekin venjuleg fundarstörf og að loknu borðhaldi er haldið út í Óvissuna í boði stjórnar sem hefur umsjón með þessum fundi.

Nú það var gengið í austur og haldið að gömlu Fiskiðjunni þar sem Páll Marvin og Bragi Magnússon tóku á móti okkur og sýndu okkur húsnæðið hátt og lágt og tóku okkur í smá kynningu í fundarsal um þetta mikla verkefni sem er í

Almennur fundur 31 janúar


Almennur fundur 31 janúar

Í gærkvöldi 31 janúar, var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum það sem aðalgestu kvöldsins var Bragi Magnússon en Bragi vinnur hjá Mannvit sem kemur að verkefni Merlin um framkvæmdir við nýtt fiskasafn sem staðsett er í gömlu Fiskiðjuhúsinu sem búið er að endurbyggja og síðan en ekki síst komu hinna nýju Vestmannaeyjinga , Mjaldrana sem á að flytja hingað til Eyja frá Kína og koma fyrir í Klettsvík.
Bragi fór yfir þetta stóra verkefni á glærum og skýrði ýtarlega frá þessu verkefni ásamt því að svara mörgum spurningum frá 

Jólafundur Helgafells og Sinawik !


Jólafundur Helgafells og Sinawik !

Laugardaginn 8 desember var haldinn sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik. Húsið var opnað kl 19.00 og var fundur
settur rúmlega 19.30 af Jóhanni Guðmundssyni ritara en hann stjórnaði fundi í forföllum forseta. Byrjað var á venjulegum fundastörfum
og að því loknu var tekið matarhlé, en í boði var stórglæsilegt jólahlaðborð sem stelpurnar í Sinawik sáu um að matreiða og bera á 
borð, og var engin svikinn af þessum kræsingum frekar en ávalt þegar þessar elskur taka að sér matarumsjón. Eftir að búið var að gæða sér 
á frábærum mat kom  Sr.Viðar Stefánsson prestur í Landakirkju í pontu og flutti okkur jólahugvekju við hátíðlegar undirtektir. Jónatan Guðni
fráfarandi forseti fór með jólasögu, og um tónlistar atriði kvöldsins sá ung  Eyjamær  Eva Sigurðardóttir og lék hún fyrir okkur nokkur vel valin

Pökkun Jólasælgætis !


Pökkun Jólasælgætis !

Það var mikið líf í húsinu okkar við Strandveginn í gærkvöldi fimmtudaginn 29 nóvember, en þar voru mættir fálagar ásamt miklum fjölda barna til að pakka Jólasælgæti í öskjur. Þetta er ein okkar aðalfjáröflun og á næstu dögum munu félagar í Helgafelli ganga í öll hús hér í Eyjum og selja þessar öskjur á tvö þúsund krónur. Bæjarbúar taka ávalt frábærlega vel á móti okkur og eru ávalt tilbúnir að styrkja gótt málefni, en ágóði sölunar fer síðan út í bæjarfélagið aftur í formi styrkja við góð málefni.  Menn mæta í þessa pökkun með börn, barnabörn, vinarbörn og alla þá sem vetlingi geta valdið og minnir þetta á