Fréttir

Óvissufundur


Óvissufundur

Í gærkvöldi var óvissufundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en við tókum þennann fund upp fyrir nokkurum árum og hefur ávalt heppnast vel. Mæting var i Kiwanishúsinu kl 18.00 og Ragnar forseti setti fund kl 18.15 stundvíslega og fór yfir afmælisdaga félaga, og tilkynnt síðan að nú væru komar rútur fyrir
utan og haldið væri út í óvissuna. Menn vissu nú vegna fundartímans að þá ætti að horfa á landsleikinn enda sú varð raunin, en haldið var upp í Höll þar sem beið okkar matur  og að loknu borðhaldi hófst síðan leikurinn, og skemmtu menn sér konunglega yfir leiknum þó svo að úrslitin hefðu mátt vera betri fyrir okkur.

Fyrirlesari hjá Helgafelli.


Fyrirlesari hjá Helgafelli.

Á almennum fundi þann 31 október var góður gestur hjá okkur Helgafellsfélögum, en þar var á ferðinni Haraldu Þorsteinn Gunnarsson Eyjamaður mikil lífskúnster og nú í seinni tíð fræðimaður. Halli Steini eins og hann er ávalt kallaður flutti okkur erindi um forfaðir sinn Hannes Jónsson eða Hannes Lóðs eins og hann var ávalt nefndur en hann fæddist 21 nóvember 1852.

Tveir nýjir félagar í Helgafell


Tveir nýjir félagar í Helgafell

Almennur fundur var hjá Helgafelli fimmtudaginn 31 október s.l á þessum fundi tókum við inn tvo nýja félaga í klúbbinn okkar, og verður að segjast eins og er að það er alltaf jafn gaman að fá nýja félaga til starfa. Gísl Valtýsson f.v Svæðisstjóri Sögusvæðis sá um að taka þessa ungu menn inn í klúbbinn en þeir heita Guðmundur Ásgeirsson og starfar hann sem endurskoðandi hjá Deloitte, og Sigurður Sigurðsson en hann er viðskiptafræðingu að mennt og starfar hjá Íslandsbanka.
 

Nýr félagi í Helgafell


Nýr félagi í Helgafell

Á félagsmálafundi í gærkvöldi bættist okkur Helgafellsfélögum nýr félagi í klúbbinn okkar, en þá var Styrmir Sigurðarson tekinn inn í klúbbinn. Styrmir er sjúkraflutningamaður með meiru og starfa m.a við blikksmíði í  Eyjablikk, ásamt því að sinna sjúkraflutingum og slökkviliðsstörfum hér í Eyjum. Það var Gísli Valtýsson f.v Svæðisstjóri sem sá um inntökuna,

Stjórnarskipti í Eyjum.


Stjórnarskipti í Eyjum.

Laugardaginn 5 október fóru fram stjórnarskipi í Eyjum hjá Helgafelli og góðum gestum okkar úr Höfða í Reykjavík sem voru mættir til Eyja til að hafa stjórnarskipti með okkur.
Nýkjörinn Svæðisstjóri Sögusvæðis Geir Þorsteinsson frá Ós í Hornafirði sá um stjórnarskiptin sem fóru fram að degi til eða kl 15.30, og var þessi tilraun gerð til að athuga hvort við fengjum ekki betri mætingu á Árshátíð um kvöldið en stjórnarskiptin fara ávalt fram á árshátíð, og ekki var nú að sjá að þetta skilaði betri mætingu.
Nýja stjórn Helgafells er undir forystu Ragnars Ragnarssonar og Nýja Stjórn Höfða undir stjórn  Sverris Benónýssonar, og óskum við þessum stjórnum velfarnaðar í starfi.

Málverka gjöf.


Málverka gjöf.

Um goslokahelgina var máverkasýning í Kiwanishúsinu þar sem listamennirnir Bjartmar Guðlaugsson og Ragnheiður Georgsdóttir sýndu verk sín eins og áður hefur komið fram, og var sýningin vel heppnuð í alla staði og mættu að minnsta kosti 700 manns í Kiwanishúsið.

40 ár 40 myndir.


40 ár 40 myndir.

Í dag var opnuð í Kiwanishúsinu hér í Vestmannaeyjum málverkasýning tveggja frábærra listamanna sem Eyjarnar hafa alið af sér, en fyrstan má telja Bjartmar Guðlaugsson tónlitarmann og listmálara og annars vegar Ragnheiði Georgsdóttur listmálari með meiru. Ragnheiður er dóttir Georgs Þórs Kristjánssonar f.v Umdæmisstjóra Kiwanishreyfingarinnar sem lést langt um aldur fram eftir erfið veikindi þann 11 nóvember 2001.
Sýningin ber yfirskriftina 40 ár og 40 myndir. Bjartmar sagði að þegar hann fór að pæla í hvaða tengingu hann ætti að hafa , kom stax upp í huga hanns að tileinka sýninguna við minningu æsku vinar síns Georgs Þórs,  eða Gogga í Klöpp eins og hann var ávalt kallaður, en þeir félagar byrjuðu að teikna saman þegar Bjartmar var 7 ára og Goggi 9 ára.

Fjölskylduferð Helgafells.


Fjölskylduferð Helgafells.

Um síðastliðna helgi héldu Helgafellsfélagar  ásamt  börnum, barnabörnum, vinum og ættingjum á fastalandið í hina árlegu fjölskylduferð klúbbsins, og var áfangastaðurinn  Árhús við Rangárbakka. Fólk fór að týnast á svæðið á föstudeginum en sumir félagar eru með hjólhýsi á svæðinu sem þeir planta þar niður yfir sumarið, þannig að það var mætt á svæðið á mismunandi tímum. Þeir sem ekki voru á tjaldstæðinu gistu í smáhýsum á svæðinu, frábær hús með góðri aðstöðu eins og allt svæðið býður uppá. K

Sundmót Kiwanis


Sundmót Kiwanis

Í dag fór fram hið árlega sundmót Kiwanis hér í Vestmannaeyjum en það er Kiwanisklúbburinn Helgafell sem stendur að þessu móti ásamt sunddeild ÍBV. Þau börn sem bæta sig mest á milli ára fá bikarinn og er verðlaunað bæði í drengja og stúlknaflokki og síðan fá allir viðurkenningur fyrir þáttöku í mótinu.

Hjálmaafhending hjá Helgafelli.


Hjálmaafhending hjá Helgafelli.

Laugardaginn 4 janúar fór fram afhending reiðhjólahjálma til fyrstu bekkinga grunnskóla hér í Vestmannaeyjum en þetta verkefni Kiwanishreyfingarinnar er í samstarfi við Eimskip í ár eins og undanfarin ár. Hjá okkur Helgafellsfélögum notum við tækifærið og erum með Hjálmadag þar sem börnin eru boðuð niður í Kiwanihús og þar fer fram ákveðin dagskrá í samstarfi við Lögregluna sem mætir á staðinn og skoðar hjólin hjá börnunum og síðan erum við lík í samstarfi við Slysavarnarfélagið Eykindil,

Kiwanis reynir að útrýma stífkrampa


Kiwanis reynir að útrýma stífkrampa

Helgafell og Sögufélag Vestmannaeyja sameinast til styrktar verkefninu - Selja bók um sögu stífkrampa í Vestmannaeyjum.
Árið 2010 ákvað heimsþing Kiwanis að hefja annað heimsverkefni hreyfingarinnar, að safna 110 milljón dollurum til að útrýma stífkrampa, eða ginklofa í heim­in­um. Þessum fjármunum á að safna fram til ársins 2015, en þá verður Kiwanishreyfinginn 100 ára. Verkefnið er unnið með UNICEF, sem sér um að vinna verkið í þeim löndum þar sem þessi vágestur er enn til staðar.

Almennur fundur hjá Helgafelli


Almennur fundur hjá Helgafelli

Síðastliðinn fimmtudag var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum, og voru fengnir góðir gestir á fundinn en það voru þeir Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnuráðs ÍBV og Hermann Hreiðarsson þjálfari. Forseti setti fund kl 19.30 og hóf fundinn á venjulegum fundarstörfum og síðan var tekið matarhlé. Að loknu matrhléti og fundargerðarlestri var erindi kvöldsins kynnt og Hermann steig í pontu og fór yfir áætlanir sumarsins, leikmannamál og aðra þætti sem við koma svona knattspyrnuliði

Sælkerafundur


Sælkerafundur

Síðastliðinn fimmtudag var Sælkerafundur hjá okkur Helgafellsfélögum, en þetta er sá fundur þar sem kokkar klúbbsinns sjá um eldamennskuna og er þá næstum eingöngu sjávarfang á boðstólum. Þetta er jafnframt almennur fundur og því leyfilegt að hafa með sér gesti og voru um áttatíu manns mættir á þennann fund í ár, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.
 
 

Þorrablót Helgafells


Þorrablót Helgafells

Í gærkvöldi var haldið Þorrablót okkar Helgafellsfélaga , en þetta er að margra mati hápunktur starfsársinns  en þessi skemmtun er ávalt mjög vel heppnuð.  Í ár var einginn fyrir vonbrigðum því blótið var frábærlega vel heppnað enda nákvæmlega sama nefnd og í fyrra, fábær matur og myndræn skemmtiatriði. Síðan lék Leikhúsbandið undir dansi.

Hreingerningardagur í húsinu okkar.


Hreingerningardagur í húsinu okkar.

Nú í vikunni eða nánar tiltekið s.l  miðvikudag komu nokkurir félagar úr klúbbnum ásamt nokkurum Sinawikkonum sama niður í hús og var tilefnið að þrífa húsið hátt og lágt og koma húsinu í það horf sem við vilju hafa það í, enda fermingar framundan, þar sem félagar fá afnot af húsinu til veisluhalda.

Jóhann með fyrirlestur


Jóhann með fyrirlestur

Á fundi fimmtudagin 7 mars var félagi okkar Jóhann Guðmundsson einn af eigendum Smartmedia sem á umsýslukerfið sem Kiwanis keyrir á með erindi hjá okkur Helgafellsfélögum og fræddi okkur um þau tvö félög sem þeir félagarnir reka hér í Eyjum og Reykjavík. Fyrst fór hann yfir 247Golf sem er allheimsverkefni sem nú þegar er búið að safna saman upplýsingum um 32. þúsund golfvelli og einni sagði hann okkur frá nýju teigtímakerfi sem þeir hafa þróað með það fyrir augum að auðvelda golfklúbbum að selja teigtíma á netinu.

Jón Pétursson fimmtugur


Jón Pétursson fimmtugur

Á félagsmálafundir þann 21 febrúar var félaga okkar Jóni Péturssyni afhent fánastöngin góða að því tilefni að Jón varð fimmtugur á dögunum en Jón er búinn að vera Helgafellsfélagi síðan 2006. Við Helgafellsfélagar óskum Jóni og fjölskyldu til hamingju með þennann merka áfanga, það var síðan Hafsteinn Gunnarsson forseti Helgafells sem afhenti Jóni fánastöngina eins og sjá má á mynd.

Mikið að gera


Mikið að gera

Það er mikið að gera hjá okkur Helgafellsfélögum þessa stundina, s.l fimmtudag var frábær félagsmálafundur og þar skilaði hin frækna þorrablótsnefnd af sér með stæl og komu tveir nefndarmanna með tösku eina sem var járnuð við féhirðinn með uppgjöri blótsinns, en að þessu sinni kom blótið vel út hjá okkur, og ekki skemmdi fyrir þessi uppákoma félaganna Geirs og Gústa.

Almennur fundur hjá Helgafelli


Almennur fundur hjá Helgafelli

 Í gærkvöldi var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og var nokkuð góð mæting félaga og gesta en aðal erindi kvöldsinns flutti fyrrum félagi okkar Magnús Bragason , en hann keypti Hótel Þórshamar ásamt eiginkonu sinni á síðasta ári. Magnús lítur björtum augum á framtíðina og byrjaði á því að breyta nafni hótelsins í Hótel Vestmanaeyjar og fékk í lið með sér meistarakokkinn Einsa Kalda til að sjá um veitingastað hótelsins sem er hinn glæsilegasti.

Félagsmálafundur


Félagsmálafundur

Þá er starfið hafið hjá okkur Helgafellsfélögum eftir gott "jólafrí¨þó svo að margir viðburðir séu hjá okkur á aðventunnu þá fundum við ekki frá jólafundi og fram yfir áramót. Þetta var fínn fundur hjá okkur í gær og fín mæting eithvað á sjöunda tuginn borðaður var góður matur og mörg góð málefni rædd.