Þorrablót Helgafells !

Þorrablót Helgafells !


Þorrablót Helgafells var haldið með pompi og prakt í gærkvöldi laugardaginn 17 janúar, en það varð að flýta blótinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Um hundrað manns mættu til blóts í Kiwanishúsinu sem var opnað kl 19.30 og borðhald var áætlað 20.15 og stóðst þessi áætlun nokkurn veginn. Elías Jörundur formaður þorrablótsnefndar setti blótið formlega og afhenti síðan veislustjórnina til Geirs Reynissonar formann skemmtinefndar, sem tók við á ógleymanlegan hátt í gegnum síma.

Þegar Geir mætti loksinns í pontu fór hann létt yfir dagskrá kvöldsinns og síðan var leikið myndband með laginu Ísland er land þitt á áhrifaríkan hátt, en ekki hefði mátt heyra saumnál detta, þvílíkur var hávaðinn, en að þessu loknu var boðið til matar og þyrptist fólk að pungaborðinu til að ná sér í gott í kroppinn.

Eftir borðhald var vegleg skemmtidagskrá sem samanstóð af grín sketsum á myndbandi, spurningakeppni, tónlistaratriðum og fjöldasöng og að þessu loknu lék hljómsveitin Dans á Rósum fyrir dansi langt fram á nótt og var þvílík stemming á þessu Þorrablóti eins og ávalt.

 

Þorrablótsnefnd og Skemmtinefnd vill að lokum þakka öllum sem komu að þessu blóti og mætum öflug á næsta blót.

 

TS.

 

 

Myndband má nálgast HÉR

Ljósmyndir má nálgast HÉR