Jólafundur 6 des 2014

Jólafundur 6 des 2014


Sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik var haldinn í gærkvöldi í Kiwanishúsinu við Strandveg. Húsið var opnað kl.19.30 og tók Geir Reynisson á móti gestum við hljómborðið og lék jólalög af lífs og sálarkröftum. Dagskrá fundarins hófst uppúr kl 20.00 með því að forseti setti fund og fór yfir afmælisdaga félaga eins og ávalt er gert á fundum okkar og þeim gefið gott lófatak sem átt hafa afmæli á milli funda. Að þessu loknu var gert matarhlé, en á þessum sameiginlega fundi okkar sjá Sinawikkonur um að framreiða glæsilegt jólahlaðborð handa okkur, en það eru kjarna konur sem skipa matarnefnd Sinawik og er glæslilega staðið að þessu hjá þeim og maturinn frábær.

Að loknu borðhaldi hvaddi forseti sér hljóðs og fór yfir starfsferil Guðna Grímssonar í Kiwanis og tilkynnti fundinum að stjórn hefði tekið ákvörðun um að gera Guðna að heiðursfélaga í klúbbnum og er kappinn vel að þessu kominn (Ég mun gera þessu betri skil í sér frétt). 

Séra Guðmundur Örn flutti okkur bráðskemmtilega jólahugvekju og fékk mikið lof fyrir, og eins las forseti upp Jólasögu eins og venja er á þessum fundi, og eftir þennann lestur forseta og innlifun held ég að hann sé orðinn mesta jólabarnið í klúbbnum. Tvær ungar stúlkur léku fyrir okkur nokkur jólalög á klarinett við góðar undirtektir, og í lok fundar sungu allir saman Heims um ból og var fundi síðan formlega slitið. Að loknum formlegum fundi er ávalt spilað Bingó við mikla hrifningu, hjá alla vega sumum, og lifa menn sig inn í spilamennskuna og hafa gaman saman fram eftir kvöldi.

 

TS.

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Myndband má nálgast HÉR