Almennur fundur Magnús Bragason kynnir Puffin run.

Almennur fundur Magnús Bragason kynnir Puffin run.


Almennur fundur fór fram fimmtudaginn 15 febrúar en góð mæting var á þennann fund og eins og venja er á almennum fundum eru leyfðir gestir. Kristleifur Guðmundsson forseti setti fundinn kl 19:30 og bauð félaga og gesti velkomna og fór í venjuleg fundarstörf fram að matarhléi. Sigurður Gíslason veitingamaður á GOTT bauð okkur uppá Street food hlaðborð af bestu gerð og voru menn mjög ánægðir með matinn eins og ávalt frá starfsfólki veitingastaðarinns.
Að loknu matarhléi bauð forseti velkominn í pontu Magnús Bragason en hann er frumkvöðull og 

stofnandi Puffin run hlaupsins sem hefur vaxið og vaxið með árunum. Þetta er 20 km langt hlaup en Hlaupið er frá Nausthamarsbryggju framhjá FES og út Ægisgötu og Tangagötu. Inn á Skipasand og þaðan niður á Friðarhafnarbryggju. Norður fyrir N1, framhjá Spröngunni, upp Hlíðarveg og inn í Herjólfsdal. Hlaupið er hringinn í kringum Tjörnina. Þaðan er hlaupið framhjá Kaplagjótu, Mormónapolli og til suðurs með Hamrinum. Upp á Breiðabakka þaðan sem farið er niður í fjöruna Klauf og Höfðavík. Hlaupið er með brún Stórhöfða að norðan að lundaskoðunarhúsi. Hlaupið meðfram og í lundabyggðinni vestur og allan hringinn um Stórhöfða og þaðan yfir eiðið milli Klaufar og Brimurðar. Beygt inn Kinn og hlaupið meðfram Sæfelli út veginn og síðan beygt til austurs og farið meðfram flugbraut og út fyrir flugbrautarenda að austan. Þaðan niður með brúninni og með henni þar til að komið er inn á slóða. Hlaupið á Slóðanum að Eldfelli og farið framhjá Páskahelli. Farið meðfram Eldfelli að austan að krossinum inn við Eldfellsgýg. Síðan er hlaupið á malarveginum á Nýja hrauninu til  norðurs niður að gatnamótum, þá er beygt til austurs og hlaupið stutta vegalengd á veginum. Niður á útsýnispall hjá Viðlagafjöru, þar sem útsýni er að Bjarnarey, Elliðaey og Eyjafjallajökli. Frá honum er farið áfram til norðurs og farið grýtta leið meðfram Gjábakkafjöru sem endar upp á útsýnispalli móts við Klettshelli. Hlaupið er þaðan niður í Skansfjöru framhjá Stafkirkjunni og Landlyst þar sem hringnum er lokað.
Vestmannaeyjar eru stærsta lundabyggð í heimi og er tímasetning hlaupsins í ár miðuð við að lundinn sé sestur upp í björgin. Hluti leiðarinnar er meðfram lundabyggð. Magnús svaraði fjölda fyrirspurna frá fundarmönnum enda áhugavert erindi og þetta hlaup er að skila miklu til samfélagsins hér í Eyjum og á Magnús og hanns fólk heiður skilið fyrir þetta frábæra framtak.
Að loknu erindi kallaði forseti Magnús upp og afhenti honum smá þakklætisvott frá klúbbnum en þess ber að geta að Magnús var félagi í Helgafelli fyrir nokkurum árum.


TS.