Óvissufundur Helgafells.

Óvissufundur Helgafells.


Í gærkvöldi föstudaginn 13 febrúar var Óvissu fundurinn okkar, sem er nú einn af 
skemmtilegri viðburðum hjá okkur, en í ár hefði mæting mátt vera betri, en þó nokkur 
fjöldi félaga og gesta mættu í Kiwanishúsið kl 19.30 þar sem forseti setti funda og sagði
frá hvað stæði til en þó ekki að hætti Einars Fidda, jú þetta er nú óvissufundur.

 

Að loknum lestir afmælisdaga félaga var tekið matarhlé þar sem borið var fram Lasagna ásamt brauði og sem 
því tilheyrir. Að loknu matarhléti var haldið út í óvissuna og að þessu sinni var hópurinn látinn
ganga, forsetin greinilega að spara rútu í þetta skiptið.
Byrjað var á því að fara og skoða aðstöðu eldri borgara í gamla Ísfélagshúsinu þar sem skipt var 
í lið og farið í púttkeppni. Þessi aðstaða er til mikillar fyrirmyndar en félag erdriborgara er nú á
næstunni að skipta um húsnæði og fer aðstaðan í Félagsheimili bæjarinns.
Næst var haldið á tveimur jafnfljótum niður að hön þar sem í byggingu er nýr glæsilegur veitingarstaður
sem ber nafnið Tanginn. Það eru eigendur Rifsafari sem eiga þennann stað sem verður hin glæsilegasti, og 
til stendur að reyna að opna í kringum páskana og óskum við þeim velfarnaðar í nýjum rekstir. Að loknum 
þessum heimsóknum var haldið aftur í Kiwanishúsið þar sem fundi var slitið og menn áttu ánægjulega kvöldstund saman með 
okkar gestum.
Þessi fundur var alfarið í umsjá stjórnar og viljum við þakka þeim fyrir, og þá sérstakelga dugnaðinn við 
uppvaskið. Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til Guðjóns og félags Eldriborgara í Eyjum fyrir 
góðar móttökur og síðan og ekki síst Ribsafarimönnum fyrir þeirra móttökur.

Myndir má nálgast HÉR

Myndband má nálgast HÉR