Jólasælgætispökkun

Jólasælgætispökkun


Það var líf og fjör í Kiwanishúsinu við Strandveg þegar Helgafellsfélagar ásamt fjölda aðstoðarmanna af yngri kynslóðinni voru samankomin til að pakka jólasælgætinu, en sala þess er aðal fjáröflun klúbbsinns okkar. Við pökkum um 2000 öskjum og tekur pökkunin ekki nema tæpa klukkustund, þvílíkur er atgangurinn ,og eins og sagt er, margar hendur vinna létt verk.

Að loknu góðu verki fá börnin smá glaðning í poka með sér heim, og viljum við Helgafellsfélagar þakka öllum fyrir ómetanlega aðstoð við þetta verkefni, bæðir auglýsendur og aðstoðarmenn og síðan en ekki síst bæjarbúum en það er ávalt tekið frábærlega á móti okkur þegar við hefjum sölu sælgætisinns.

 

Við munum hefja sölu í dag föstudaginn 5 desember og verðum

 á ferðinni fram í næstu viku og mun askjan kosta 1.500- krónur.

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Myndband má nálgast HÉR