Fyrirlestur á Kótilettufundi.

Fyrirlestur á Kótilettufundi.


Á Kótilettufundinum góða fengum við góða gesti til að flytja okkur erindi, en það voru þeir félagar Sigurjón Lýðsson og Jóhann Sigurður Þórarinnsson, en þeir ásam fleirum hafa stofnað nýsköpunarfyrirtækið Medilync . Þetta fyrirtæki þeirra er að hanna tæki sem les af upplýsingum í pennum sem sykursjúkir nota við insúlíngjöf. Þeir hafa fengið frábæra sérfræðinga með sér í þetta fyrir tæki  sem eru Guðmundur Jón Halldórsson, Arna Guðmundsdóttir, Ragnar Viktor Gunnarsson, Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Lína Guðnadótti, saman mynda þau þetta team sem til þarf í slíka hönnun hjá Medilync.

 Í þessu tæki sem er í hönnun hjá þeim er allt sem til þarf penni, blóðsykurmælir, strimlar og allt sem til þarf við mælingu og insúlíngjöf og síðan en ekki síst les tækið upplýsingar um lyfjagjöfina  og heldur utan um þessar upplýsingar og gerir þær aðgengilegar fyrir lækna o.fl.
Þetta var fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá þeim félögum  og frábær hugmynd að þessu tæknilega tæki sem á örugglega eftir að reynast sykursjúkum vel í framtíðinni. Sigurjón svaraði nokkurum spurningum frá félögum úr sal og að lokum veitti forseti þeim smá þakklætisvott frá okkur Helgafellsfélögum, með ósku um gott gengi með þetta nýja fyrirtæki í framtíðinni.