Óvissufundur !

Óvissufundur !


Föstudaginn 1 mars var okkar árlegi Óvissufundur haldinn og var heildarfjöldinn 45 manns sem mættu tímanlega eða um hálf sjöleytið niður í Kiwanishús, þar sem félagar og gestir tóku létt spjall áður en haldið væri út í óvissuna. Venjan er að borðað er í Kiwanishúsinu en nú varð breyting á, hópurinn lagði af stað um sjöleytið og var stefnan tekinn niður á Básaskersbryggju, en áður en lagt var af stað voru menn á því að við færum að skoða Laxey, en svo var ekki heldur haldið um borð í Herjólf þar um borð var boðið upp á hamborgara og franskar til að gæða sér á meðan haldið  var upp á Norðurey nánar 

tiltekið Landeyjahöfn þar sem Gunnar Ingi tók á móti okkur á stórri rútu og haldið var áfram út í óvissuna. Stefnan var tekinn í vesturátt þegar komið var upp á þjóðveg eitt og haldið á Hvolsvöll og beygt upp Fljótshlíðarveg og komið að Valhalla sem er skemmtilegur staður í Víkingastíl, en þar er einnig Njálusafn og Kaupfélagssafnið fræga. Ísólfur Gylfi f.v Alþingismaður tók þar á móti okkur og skýrði í stórum dráttum frá sögu Kaupfélaga og sagði góðar sögur í bland. Síðan var rölt um staðinn og menn settust niður á trébekki að Víkingasyð og röbbuðu saman og höfðu gaman. Síðan var haldið út í rútu og haldið í Landeyjahöfn með síðustu ferð dagsins, og var gaman hjá okkur í Herjólfi, enda seldur bjór um borð. Þegar komið var í land héldu menn upp í Kiwanishús aftur og sumir kíktu á ölstofur fram eftir nóttu og þannig lauk nú þessum góða Óvissufundi hjá okkur. Við viljum þakka fyrir alla velvildina og þjónustulundina hjá öllum sem komu að þessum viðburði hjá okkur, Herjólfi ehf, Gunnari Inga, Úlla eiganda Valhalla og Ísólfi Gylfa, og síðan þeim sem mættu og gestum þeirra fyrir frábært kvöld,
TS.
 

MYNDBAND HÉR