Hjálma- og hjóladagur Helgafells

Hjálma- og hjóladagur Helgafells


Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum hélt sinn árlega hjálma- og hjóladag, föstudaginn 8 maí sl. í frábæru vorveðri.

Undanfarin ár höfum við haldið sérstakan hjóladag niður við Kiwanishúsið en í ár vorum við í samstarfi við grunnskólann og heimsóttum við

Hamarskóla (GRV) á skólatíma og gekk það mjög vel.

Mælst var til þess að börnin kæmu

með hjól í skólann þennan dag.

Kiwanismenn mættu og afhentu hjálma sem Eimskip gefur, lögreglan skoðaði hjólin og  Slysavarnafélagið Eykindill sá um aðstoð við hjólaþrautir.

 

Allt fór vel fram og börnin mjög spennt að fá hjálm og geta prófað hann strax.

Alls afhentum við 65 hjálma handa öllum börnum í 1.bekk GRV í Vestmannaeyjum.

 

Sumarkveðja

Lúðvík Jóhannesson

Formaður hjálmanefndar

 

Myndir má nálgast HÉR