Fréttir

Heimsókn á Hraunbúðir


Heimsókn á Hraunbúðir

Að venju mættu félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli  í heimsókn á Hraunbúðir að morgni aðfangadags
en þetta höfum við félagar gert frá því að Hraunbúðir tóku til starfa. Þegar heimilisfólk Hraunbúða hafði
safnast saman í matsal las Andrés Sigurðsson forseti uppúr jólaguðspjallinu eins og venja er og að sjálfsögðu
voru tveir kátir Jólasveinar með í för 

Jólafundur Helgafells og Sinawik.


Jólafundur Helgafells og Sinawik.

Jólafundur Kiwanis og Sinawik var haldinn þann 10. des síðastliðinn.  Forseti setti fund kl 20:00 og fór yfir afmælisdaga félaga áður en ráðist var á glæsilegt jólahlaðborð þeirra Sinawik kvenna og er óhætt að segja að borðið hafi svignað undan kræsingum.  Að mat loknum flutti séra Viðar Stefánsson jólahugvekju sem fór vel í mannskapinn og svo var komið að eftirrétt.  Þá var komið að því að gera 

Mikið starf í desember.


Mikið starf í desember.

Aðventan er mjög annasöm hjá okkur Helgafellsfélögum og mikið um að vera í starfi og leik. Við byrjum ávalt á Hraunbúðum Dvalarheimili Aldraðra og skreytum þar hátt og lágt og komum heimilinu í jólabúning en þetta hefur klúbburinn gert frá því heimilið var byggt, síðar á aðventunni eða á Aðfangadag þá heimsækjum við heimilisfólk Hraunbúða og gefum þeim jólasælgæti og syngjum sálma.
Þann 8 desember komum við saman í húsinu okkar til að pakka jólasælgætinu okkar sem við hefjum síðan sölu á en sá hátturinn er á að 

Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !


Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur !

Fimmtudaginn 24 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur hjá Helgafelli en þessari hefð var komið á fyrir nokkuru. Fundur var settur kl 19,30 og að loknum venjulegum fundarstörfum var tekið matarhlé og gæddu menn sér á steiktum saltfiski að spænskum hætti frá Veisluþjónustu Einsa Kalda og rann þessi dýrindis fiskur ljúflega niður. Að loknu matarhléi kom bruggmeistarinn okkar frá Brothers Brewery Jóhann Ólafur Guðmundsson í pontu og kynnti nokkurar jólabjórtegundur og fengu menn atkvæðaseðla til að gefa bjórunum einkun frá einum upp í fimm, og var ekki

Ívar Atlason með fyrirlestur.


Ívar Atlason með fyrirlestur.

Á almennum fundi s.l fimmtudag 27. október sem jafnframt var Kótilettufundur, var Ívar Atlason yfirmaður HS Orku í Vestmannaeyjum með fróðlegan fyrirlestur. Efnið var um varmadælur til að hita upp hús í Vestmannaeyjum, en þessi búnaður gæti lækkað hitunarkostnað heimila um 10 %. Þegar eru hafnar framkvæmdir við þetta verkefni og er byrjað að bora við Hlíðarveg þar sem húsið með dælubúnaðnum mun rísa, en úr þessum borholum verður

Innsetning stjórnarmanna og inntaka nýrra félaga !


Innsetning stjórnarmanna og inntaka nýrra félaga !

Á stjórnarskiptafundi 1.október voru tveir stjórnarmanna fjarverandi og voru þeir því settir í embætti á félagsmálafundir 13 október. Þetta var Rúnar Þór Birgisson sem settur var inn sem féhirðir klúbbsins og Jónatan Guðni Jónsson kjörforseti. 

Á þessum fundi voru líka teknir inn tveir nýjir félagar sem báðir eru sjómenn og áttu því ekki heimangegnt þann 1 október. Þessir nýju félagar eru

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhendir göngugrind !


Kiwanisklúbburinn Helgafell afhendir göngugrind !

Um síðastliðin mánaðarmót afhenti Kiwanisklúbburinn Helgafell gjöf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fullkomna Gate göngugrind að verðmæti 436.846,- kr. 

Göngugrind þessi er mjög þægileg í meðförum að sögn Örnu Huldar Sigurðardóttur, deildarstjóra á sjúkradeild HSU, en

Almennur fundur hjá Helgafelli


Almennur fundur hjá Helgafelli

Þá er starfið hafið hjá klúbbnum eftir sumarleyfi en fyrsti fundur var í gærkvöldi fimmtudaginn 8 september. Þetta var almennur fundur sem var hinn hressasti enda menn ferskir eftir leyfi, og var mæting með ágætum þótt ekki væri mikið um gesti eins og leyfilegt er á almennum fundum. Forseti setti fund og byrjaði á venjulegum fundarstörfum fyrir og eftir matarhlé en síðan var komið að gesti kvöldsins sem var Arnar Pétursson þjálfari m.fl karla í handknattleik en leiktíðin er nú að fara í gang eins og flestir íþróttaáhugamenn vita.

Arnar fór vel yfir málefnið bæði undirbúning og

Hjálma- og hjóladagur Kiwanisklúbbsins Helgafells


Hjálma- og hjóladagur Kiwanisklúbbsins Helgafells

Hjálma- og hjóladagur Kiwanisklúbbsins Helgafells var haldinn í samstarfi við GRV miðvikudaginn 4 maí sl. við Hamarsskólann í Vestmannaeyjum í blíðskaparveðri.

Dagur byrjaði á því að öllum 53 börnum í 1 bekk var afhentur hjálmur sem Eimskip gefur.

Eftir hópmyndatöku, aðstoðuðu 14 kiwanismenn börnin að stilla hjálmana og lögreglan að

Aðalfundur Helgafells


Aðalfundur Helgafells

Aðalfundur Helgafells var haldinn fimmtudaginn 28 apríl s.l . Eftir að forseti hafði sett fund og farið yfir afmælisdaga félaga og taka grínið var tekið matarhlé og snæddur dýrindimáltíð frá Einsa Kalda. Að loknu matarhléi var lestur nokkura fundagerða og þær bornar upp til samþykkis og síðan var kynnt stjórn næsta starfsárs og var það ánægjulegt að kynna fullmannaða stjórn starx á aðalfundi (nýju stjórnina má sjá hér að neðan) Margt var tekið fyrir á þessum fundin, nýjar

Góðir gestir í heimsókn !


Góðir gestir í heimsókn !

Á almennum fundi fimmtudaginn 14 apríl fengum við góða gesti í heimsókn en þarna voru á ferð fulltúrar frá Kattspyrnudeild karla ÍBV, Bjarni Jóhannsson þjálfari, Alfreð Jóhannsson aðstoðarþjálfari og Óskar Jósúason framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. Að loknu matarhléi gaf forseti gestum orðið og reið Óskar á vaðið og fór aðeins yfir starfið á komandi sumri og hvernig menn geta gerst félagar í stuðningsmannafélagi klúbbsins og hvað felst og hvað er innifalið í því að gerast félagi. Að loknu erindi Óskars tóku þeir félagar við Bjarni og Alfreð og fóru yfir leikmannamálin hverjir eru komnir til félagsins og hverjir eru farnir

Heiðar og Rökkvi í heimsókn hjá Helgafelli !


Heiðar og Rökkvi í heimsókn hjá Helgafelli !

Á almennum fundi þann 31 mars fengum við góða gesti í heimsókn en til okkar voru mættir Heiðar Hinriksson lögregluvarðstjóri og fíkniefnahundurinn Rökkvi. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna þjálfunarferli hundsins og stöðuna á honum í dag en Kiwanisklúbburinn Helgafell gaf lögregluembættinu í Vestmannaeyjum þennann hund fyrr á þessu ári. Þetta er þriðji hundurinn sem klúbburinn gefur embættinu og hefur þessi gjöf svo sannarlega verið happafengur fyrir samfélagið hér í Eyjum. Heiðar var

Sælkerafundur Helgafells


Sælkerafundur Helgafells

Hinn árlegi Sælkerafundur Helgafells var haldinn föstudaginn 18 mars s.l. Á þessum fundi er breytt útaf vananum og ekki fengin matur hjá veitingarmanninum heldur sjá Kokkar klúbbsins um matseldina með hjálp góðra manna við hráefnisöflun o.fl. Að venju er matseðilinn frá hafinu  og var m.a boðið uppá Þorskhnakka, löngu, karfa, Steinbít, Þorskgellur, salltfisk, lúðu, skötusel, rauðsprettu og að þessu sinni var einn kjötréttur í flórunni lamb í oystursósu. Gestir eru leyfðir á þessum fundi og var mæting þokkalegn en alltaf viljum

Snorri Jónsson á fundi hjá Helgafelli


Snorri Jónsson á fundi hjá Helgafelli

Í gærkvöldi fimmtudaginn 18 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum. Vel var mætt enda góður ræðumaður sem boðaður var á þennann fund en það var heimamaðurinn Snorri Jónsson hagyrðingur með meiru. Forseti setti fund og fór yfir afmælisdaga félaga og þessi hefðbundnu fundarstörf og síðan var tekið matarhlé. Að venju var góður maturinn frá Einsa Kalda og félögum en í eldhúsinu að þessu sinni var Gunnar Heiðar kokkur hjá Einsa Kalda. 

Að loknu matarhléi var farið yfir síðustu fundagerð og nokkurar tilkynningar og síðan var gestur kvöldsins kynntur til leiks, en það var hagyrðingurinn Snorri Jónsson sem er ættaður

Óvissufundur Helgafells


Óvissufundur Helgafells

Okkar árlegi óvissufundur var haldinn föstudaginn 5 febrúar. Mæting var í Kiwanishúsið og fundur settur kl 19.30 og farið yfir venjuleg fundarstörf og síðan tekið matarhlé, en á þessum fundi er borðhald óformlegt enda umsjón fundarinns í höndum stjórnar svo þetta er tekið á léttunótunum, einn réttur og borðað á pappadiskum til að ekkert verði uppvaskið því það er verið að flýta sér út í óvissuna. Eftir borðhald var haldið út í rútu sem var af minnigerðinni og því fór hún tvær ferðir þó svo mæting væri nú ekkert til að hrópa húrra fyrir eða um 40 manns. Haldið var upp í Sagnheima eftir nokkurar krókaleiðir í rútunni og þar

Þorrablót Helgafells 2016 !!


Þorrablót Helgafells 2016 !!

Þorrablótið okkar var haldið með pompi og prakt s.l laugardagskvöld 30 janúar. Að venju má bjóða með sér gestum á blótið og var margt um manninn eða rúmelga hundrað manns. Elías Jörundur formaður Þorrablótsnefndar setti blótið stundvíslega og bauð síðan veislustjórna Geir Reynissyni að taka við stjórninni en Geir er einnig formaður skemmtinefndar og með mikla reynslu í að skemmta fólki. Að loknu hefðbundnu atriði hófst borðhaldið og það var ekki af verri endanum enda sjá nefndarmenn sjálfir um að græja þorramatinn og annað sem

Almennur fundur 14 janúar s.l


Almennur fundur 14 janúar s.l

Á almennum fundi 14 janúar s.l afhenti Kári Hrafnkelsson forseti Helgafell Ómari Steinssyni fánastöngina góðu að þvi tilefni að Ómar varð fimmtugur á dögunum, en þetta er gömul og skemmtileg hefð sem klúbburinn hefur haldið uppi að heiðra félaga á þessum tímamótum, og óskum við félagar Ómari og fjölskyldu til hamingju með þennann merka áfanga.

Á þessum sama fundi var fyrirlesari, en það var vélstjórinn, bátalíkanasmiðurinn, vélhjólamaðurinn og áhugamaður um íslensk skip  Tryggvi Sigurðsson. Var erindi

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !


Kiwanisklúbburinn Helgafell afhentir fíkniefnahund !

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti lögreglunni í Vestmannaeyjum nýjan leitarhund  í dag, en þetta er leitarhundurinn Rökkvi, sem er tæplega eins árs svartur labrator retriever sem kemur frá viðurkendum hundaræktanda í Noregi.  Þetta er þriðji hundurinn sem Helgafell gefur, en fyrstur kom Tanya, síðan kom Luna sem er enn að störfum og svo er það Rökkvi sem nú mætir til starfa fyrir lögregluna og samfélagið hér í Eyjum en Rökkvi er þjálfaður til fíkniefnaleitar og einnig verður hann þjálfaður til

Jólafundur.


Jólafundur.

Sameiginlegur jólafundur Helgafells og Sinawik var haldinn í gærkvöldi laugardaginn 5 desember. Kári Hrafnkelsson forseti setti fund kl 20.00 og að loknum hefðbundnum fundarstörfum var komið að borðhaldi og það var ekki af verri endanum. Það er venja hjá okkur á jólafundi að Sinawikkonur sjá um matinn, og framreiða þær glæsilegt jólahlaðborð handa okkur sem allir geta verið stoltir af, fjöldi rétta ásaamt kaffi og eftirréttaborði í lokin. Þegar allir voru

Jólasælgætispökkun


Jólasælgætispökkun

Það var sannkallaður handagangur í öskjunni í orðsins fylstu merkingu þegar pökkun jólasælgætis í þartilgerðar öskjur fór fram í Kiwanishúsi Helgafells í gærkvöldi. Helgafellsfélagar mæta í þennann viðburð með börn barnabörn vini og vandamenn og taka til hendinni við að pakka hátt í tvö þúsund öskjum á einni klukkustund, verkstæði jólasveinsins hefur getur ekki einu sinnu boðið uppá slík afköst. Þetta er frábær kvöldstund og gaman að vinna með börnunum , og þetta yngir okkur félagana upp og vekur upp