Fréttir

Jólafundur Helgafells !


Jólafundur Helgafells !

Í gær laugardaginn 10 desember var haldinn jólafundur í Helgafelli, og var þetta sérstaklega ánægjuleg stund þar sem þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að koma saman til jólafundar á þess að hafa Covid og samkomutakmarkanir yfir höfði sér. Mætin hefur oft verið betri en ansi margir viðburðir voru í gangi á þessum degi og samkeppni mikil um fólkið. Sinawikkonur hafa haft umsjón þessa fundar og séð um matargerð í mörg ár og var þeim þakkað fyrir frábært starf í þágu okkar Kiwanismanna, en að þessu sinni voru þær gestir með sínum mökum, og því var það veisluþjónusta Einsa Kalda sem sá um að töfra fram jólahlaðborðið í ár. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum, farið yfir afmælisdaga félaga og gríni skellt upp á tjaldið og að því loknu var 

 

Sælgætispökkun 2022 !


Sælgætispökkun 2022 !

Okkar árlega pökkun á jólasælgæti fór fram fimmtudaginn 24 nóvember, og var þetta sérstaklega ánægulegt því gamla góða formið var tekið upp aftur eftir tvö mögur ár vegna Covid ástandsins og þar af leiðandi samkomutakmarkanir. Að venju var raðað upp í línu eins og á verkstæði jólasveinsins og krakkar og fullorðnir raða í öskjurnar sem síðan eru settar í kassa og ekki tekur þetta langan tíma hjá okkur, því pakkað er ca 1500 öskjum á

Sælkerafundur Helgafells !


Sælkerafundur Helgafells !

Í Helgafelli var Sælkerafundurinn haldinn fimmtudaginn 31 mars. Á þessum fundi sér nefnd okkar um matinn sem skipuð er kokkum klúbbsins og eru bara matreiddir sjávarréttir. Nefndin var vel skipuð undir stjórn Gríms Gíslasonar og vefst það ekki fyrir þessum köppum að græja þetta með glæsibrag. Fundurinn var frábærlega vel sóttur en 107 félagar og gestir voru skráðir á fundinn sem er frábært enda sjá menn ekki eftir því að koma og borða gott fiskmeti og hafa gaman saman.
Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum og síðan var sýnt létt grínmyndband til að koma mönnum í gírinn og að því loknu kom Grímur Kokkur upp og kynnti sjávarrétti kvöldsins, og að því loknu bauð Tómas forseti félaga og gesti að ganga í hlaðborðið.
Að loknu borðhaldi var kokkum kvöldsins þakkaður frábær matur, og síðan var komið að erindi kvöldsins en þar var á ferð þjálfari meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu Hermann Hreiðarsson, en það er saga að segja frá því að það var

Almennur fundur 17 febrúar 2022


Almennur fundur 17 febrúar 2022

Almennur fundur var haldinn hjá okkur Helgafellsfélögum fimmtudaginn 17 febrúar og var aðalgestur fundarins útvarps og tónlistarmaðurinn góðkunni Magnúr R. Einarsson. Fundurinn hófst á venjulegum fundarstörfum og kosningu á tveimur nýjum félögum í klúbbinn og að því loknu var tekið matarhlé. Að loknu matarhléi kynnti Tómas forseti aðalgestinn til leiks en Magnús  fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seyðisfirði og bjó þar þangað til að hann fór til skóla í Reykjavík eftir landspróf. Hann stundaði nám í tónlist og var tónlistarkennari á Seyðisfirði í tvo vetur. Seinna fór hann í 

Nýjir félagar í Helgafell !


Nýjir félagar í Helgafell !

Félagsmálafundur var haldinn í gærkvöldi þann 3 febrúar og var mjög góð mæting en ekki hefur verið hægt að funda í Helgafelli síðan 12 nóvember s.l og voru félagar ánægðir að vera komnir í Kiwanisstarfið aftur. Þar sem þorrablótið okkar var aflýst í ár ákvað stjórnin að breyta til og bjóða upp á þorrahlaðborð svo félagar fengju nú súrmað og allt sem tilheyrir góðum þorramat, en það var félagar úr þorrablótsnefnd Grímur Kokkur og Sigvard Hammer sem sáu um matinn sem var gjörsamlega frábær og

Kiwaniklúbburinn Helgafell gefur fíkniefnahund !


Kiwaniklúbburinn Helgafell gefur fíkniefnahund !

Kiwanisklúbburinn Helgafell samþykkti í  október  s.l að veita Lögregluembættin í Vestmannaeyjum styrk að fjárhæð  1.315.394-  til kaupa á fíkniefna-leitarhundi sem hlotið hefur nafnið Móa, þetta er fjórði hundurinn sem klúbburinn gefur til embættisins og erum við stoltir af því að geta gert samfélaginu gagn og gefið til baka þar sem styrkurinn er veittur af söfnunarfé og þá aðallega með sölu jólasælgætis til bæjarbúa. Í fjárhæðinni er allur kostnaður við hundinn, eins og að fá hann til landsins og þjálfunarkostnaður, bólusetningar og 

Sala Jólasælgætis !


Sala Jólasælgætis !

Ágætu Eyjamenn !

Í dag föstudaginn 26 nóvember mun Kiwanisklúbburinn Helgafell fara af stað með sína árlegu fjáröflun sem er sala Jólasælgætis sem flest allir Eyjabúar þekkja, og verðum við að selja fram að næstu helgi með því að ganga í hús, og einnig er hægt að nálgast Jólasælgætið í Olís og í Tvistinum. Við höfum ávalt fengið yndislegar móttökur hjá fólkinu sem 

Helgafell gefur spjaldtölvur !


Helgafell gefur spjaldtölvur !

Tómas Sveinsson og Haraldur Bergvinsson fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Helgafells gáfu á dögunum öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar þrjár spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldriborgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur. Verkefnið hefur það markmið að nýta tæknina til að efla sjálfstæði eldriborgara. Tekið verður tillit til óska fólks og hvað skiptir það máli. Meðal annars er möguleiki á að kenna fólki að nýta sér heilsuveru.is til að endurnýja lyf, panta sér tíma og vera í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Einnig að 

Saltfisk og jólabjórsmakkfundur !


Saltfisk og jólabjórsmakkfundur !

Þann 12 nóvember var hinn árlegi Saltfisk og jólabjórsmökkunarfundur og þar sem þetta er almennur fundir og voru þess vegna leyfðir gestir. Á þennann fund fengum við erindi frá okkar nýja félaga Daníel Geir Moritz sem hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og hefur m.a unnið keppnina fyndnasti maður Íslands. Forseti setti þennann fund og hóf hann á venjulegum fundarstörfum og smá gríni og blés síðan til matarhlés, en Einsi Kaldi bauð okkur upp á broccolisúpu og síðan dýryndis saltfiskrétti að hætti Portúgala Bacalau. Að loknu matarhléi var gestur kvöldsins kynntur til leiks af 

Heimir Hallgrímsson hjá Helgafelli !


Heimir Hallgrímsson hjá Helgafelli !

Á almennum fundi fimmtudaginn 28 október fengum við góðann gest í heimsókn til okkar, en Heimir Hallgrímsson f.v landsliðsþjálfari með meiru var mættur til okkar. Eftir venjuleg fundarstörf kynnti Tómas forseti Heimi til leiks og var hann með erindi sem hann kallaði 3 ár í Katar, en eins og flestir vita lagði Heimir land undir fót til Katar til að taka að sér þjálfun félagsliðsins Al Arabi eftir að hann lauk störfum hjá KSÍ. Heimir var fagmannlegur eins og ávalt og erindið sett upp á smekklegan og myndrænan hátt og var margt í hanns frásögn sem kom fundarmönnum verulega á óvart, enda ólíkur kúltúr hjá

Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells !


Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells !

Stjórnarskipti og árshátíð fóru fram hjá Kiwanisklúbbnum Helgafell lagardaginn 2 október í Kiwanishúsinu í Eyjum. Húsið var opnað kl 19:00 með fordrykk og fundur settur 19:30 af Haraldi Bergvinssyni forseta sem hóf dagskránna á hefðbundnum fundarstörfum og að þeim loknum var tekið matarhlé, en boðið var uppá glæsilega þriggja rétta máltíð frá Einsa Kalda.
En forréttur var Nauta carpaccio Ricotta,

Almennur fundur hjá Helgafelli !


Almennur fundur hjá Helgafelli !

Fimmtudaginn 23 september var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og er það mjög ánægjulegt að geta verið farnir að starfa aftur en klúbburinn hefur átt erfitt uppdráttar vegna Covid og þeirra fjöldatakmarkanna sem hafa verið í gangi og er það sérstaklega erfitt fyrir svona fjölmenna klúbba. Mæting á þennann fund var frábær og greinilegt að menn orðnir spenntir að hittast á fundi í Helgafelli. Forseti setti fund og fór yfir afmælisdaga og venjuleg fundarstörf og síðan var gert matarhlé, en að því loknu kynnti forseti til 

Umdæmisþing Kiwanis í Færeyjum 2021 !


Umdæmisþing Kiwanis í Færeyjum 2021 !

Kæru Kiwanis félagar. Hér eru nokkur atriði varðandi ferðina til Færeyja í september. 
Flug 
Atlantic Airways er með áætlunarflug milli Keflavíkur og Vágar (Þórshafnar). Félagið bætti nýlega inn flugi miðvikudaginn 8. september en annars er haustáætlunin einungis á mánudögum og föstudögum. 
Við eigum frátekin sæti miðvikudaginn 8.9, en líka nokkur á mánudeginum 6.9 og föstudeginum 10.9. Og svo til baka á mánudeginum 13.9. 
Á mánudag og miðvikudag er brottför frá Keflavík kl. 11:40 og lending á Vágar flugvelli 14:05/10. Föstudag er brottför 09:00 frá Keflavík og lending á Vágar 11:25. Brottför áætlunar frá Vágar á

Vill klúbburinn þinn láta gott af sér leiða?


Vill klúbburinn þinn láta gott af sér leiða?

 


Þann 21. febrúar sl. var fyrsta hjálparverkefni Barnahjálparsjóðs Evrópu (KCF-E) „Skór fyrir börn í Rúmeníu“ hrint úr vör. Markmiðið er að fyrir 21. september 2021 safnist a.m.k. €90.000 meðal evrópskra Kiwanisfélaga/ Klúbba/Umdæma til kaupa á a.m.k. 3000 vönduðum vetrarskópörum sem gefin verða fátækum rúmenskum fjölskyldum með börn á skólaaldri. Samkvæmt nýlegum gögnum frá tölfræðistofu ESB (Eurostat) eiga tæplega helmingur (49.2 %) barna í Rúmeníu á hættu að búa við fátækt eða

Stjórnarskipti hjá Helgafelli !


Stjórnarskipti hjá Helgafelli !

Laugardaginn 3 október fóru fram stjórnarskipti í Helgafelli á þessum undarlegur tímum, en vaninn er að hafa stjórnarskipti og Árshátið með mökum þar sem boðið er upp á veslu og dansleik á eftir, en sú var ekki raunin í þetta skiptið vegna Covid-19. Þess í stað var boðað til sérstaks stjórnarskiptafundar sem hófst kl 17.00, með því að forseti Sigvarð Anton setti fundinn og bauð alla velkomna og þá sérstakelga Hrafn Sveinbjörnsson Svæðisstjóra Sögusvæðis ásamt eiginkonu og Hjört Þórarinsson sem aðstoðaði Hrafn við stjórnarskipti í 

Almennur fundur! Gestur Guðni Hjálmarsson


Almennur fundur! Gestur Guðni Hjálmarsson

Fimmtudaginn 23 janúar á gosafmælinu var Almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og var mæting með ágætum. Forseti setti fund og hóf venjuleg fundarstörf, en kynnti síðan til leiks aðalgest köldsins, en það var Guðni Hjálmarsson prestur Hvítasunnusafnaðarinns í Vestmannaeyjum. Guðni flutti okkur erindi um ferð sína ásamt fleirum til Nepal, til að aðstoða við að reisa trúboðsstöð, og var þetta frábært og fróðlegt erindi sem Guðni flutti okkur í máli og myndum, og er

Helgafell gefur endurskinsmerki !


Helgafell gefur endurskinsmerki !

Það hefur verið mikið í umræðunni frá því að skammdegið hófst að börn og jú fullorðnir væru illa sjánalegnir í myrkri og hafa orðið slys vegna þessa sem er miður, og því tók Kiwanisklúbburinn Helgafell til sinna ráða og lét framleiða endurskinsmerki merktum Helgafelli til afhendingar í Grunnskóla Vestmannaeyja. Nú í morgun miðvikudaginn 15 janúar var komið að afhendingu og mættur félaga í skólana og

Høgni bleiv heiðraður fyri sítt megnararbeiði


Høgni bleiv heiðraður fyri sítt megnararbeiði

- Hann er eitt livandi prógv um, at aldur og heilsustøða ikki er avgerandi fyri, hvussu langt mann kann røkka -

Høgni Kunoy Dávason hevur fingið heiðurin sum ársins ítróttafelagið 2019. Hann stovnaði taekwondofelagið Hwarang sum 10 ára gamal, har hann er íðkandi venjari, og síðan tá hevur felagið vaksið seg stórt.
Klaksvíkar kommuna lat virðislønina, og Jenis av Rana, landsstýrismaður í mentamálum, og Jón Hestoy úr ÍSF, handaðu virðislønina.
í grundgevingini varð sagt, at Høgni gongur undan í allar mátar. Hann er ein fyrimynd, stigtakari og íblástrarkelda til bæði børn og vaksin. Dugnaligur og evnaríkur íðkari. Við góðari javnvág millum rós og uppbyggjandi kritikk pressar hann tey, sum

 

Heimsókn á Hraunbúðir og HSU,


Heimsókn á Hraunbúðir og HSU,

Það er hefðbundin venja hjá okkur Helgafellsmönnum að mæta á Aðfangadagsmorgni í Kiwanishúsið og fara þaðan í heimsók á Dvalar og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir og færa heimilisfólki sælgætis öskju að gjöf frá klúbbnum. Þar flytjum við líka jólaguðspjallið og syngjum saman Heims um ból við undirleik félaga okkar Svavars Steingrímssonar. Þetta er mjög hátíðleg stund og eflir jólaskapið hjá 

Jólafundur Helgafells og Sinawik !


Jólafundur Helgafells og Sinawik !

Okkar frébæri jólafundur var haldinn laugardaginn 7 desember og var vel vandað til að venju. Húsið opnaði kl 19.00 og fóru gestir strax að týnast inn en tæplega áttatíu manns mættu á fundinn. Forseti setti síðan fundinn og fór yfir afmælisdaga félaga og bauð uppa smá Jólagrín í myndrænu formi og bað því matarnefnd að bera matinn fram, en það er hefð hjá okkur að Sinawikkonur sjá um að framreiða dýrindis Jólahlaðborð af stakri snilld og var enginn svikinn af matnum hjá þessum elskum frekar en áður, takk fyrir frábærann mat ! Að loknu borðhaldi hófst dagskrá með því að Séra Víðir Stefánsson fór með jólahugvekju, og ung snót Silja að nafni söng nokkur lög við