FJÖLSKYLDUFERÐ KIWANIS 2015

FJÖLSKYLDUFERÐ KIWANIS 2015


Kiwanis-félagar ungir sem aldnir, nú er komið að því að fara í útilegu. Fyrir valinu varð staður á Hvolsvelli sem heitir Ásgarður eins og áður hefur komið fram. Farið verður helgina 19-20. júní, þannig að þetta er að bresta á. Að venju verður dagskrá á laugardeginum fyrir börnin þar sem farið verður í leiki, fótbolta, og annað skemmtilegt. 

Nú er bara að dusta rykið af

 

fellihýsunum og tjöldunum því það er komið sumar J! Fyrir þá sem ekki hafa útilegudót eru leigð út smáhýsi á sama stað fyrir allt að 4 manneskjur + barn. 

En það má sjá allt um smáhýsin á þessari vefslóð http://www.asgardurinn.is/smahysin/lyngas/

Ef menn ætla að panta smáhýsi hafa þá samband í síma: 487-1440 eða 896-1248 sem fyrst.

Efmenn vilja er hægt að koma deginum fyrr eða á föstudeginum 19 júni

 

Eins og venjulega er boðið upp á grillveislu á laugardagskvöldinu og grillaðar pylstur í hádeginu á sunnudeginum í boði klúbbsinns.

Endilega verið þið snögg að ákveða ykkur síðasti dagur til að bóka sig er 16 júní en það þarf að fara að panta kjöt og græja það fyrir grillið þannig að marktæk tala verður að vera komin á þessum tímapunkti

 

Skráið ykkur hjá nefndarmönnum:

Gísli Magg  896-6810

Palli Gústa 896-3480

Egill Egils 699-1233

 

Nú er engin afsökun fyrir því að fara ekki í stærstu útilegu Kiwanis-manna í áraraðir, því spáin er góð.  Þannig að allir verða í góðum gír, þannig er það bara......