Fréttir

Skreyting


Skreyting

Í gærkvöldi komu félagar í Helgafelli saman til skreytingar, en það er árvisst verkefni hjá okkur að koma saman að Hraunbúðum Dvalarheimili aldraðra og koma heimilinu í jólabúning, og kynda undir jóla andann svona í byrjun aðventu. Við þetta verkefni í ár skiptum við liði og tók annar hópurinn að sér að

Kirkjudagur Kiwanis í upphafi aðventu


Kirkjudagur Kiwanis í upphafi aðventu

Helgafellsfélagar fjölmenntu til Landakirkju fyrsta sunnudag í aðventu en þessi dagur hefur verið kirkjudagur Kiwanismanna í Eyjum til fjölda ára. Forseti Helgafells, Magnús Birgir Guðjónsson las fyrri ritningarlesturinn og forseti Sinawik, Una Þóra Ingimarsdóttir, las pistilinn. Einn af fyrrum forsetum Helgafells, sr. Kristján Björnsson, þjónaði með sr. Guðmundi Erni Jónssyni, og las guðspjallið. Hátt á annað hundrað manns tóku þátt í messunni og áttu Kiwanismenn góðan part í þessari kirkjusókn. Við messuna sungu Kór Landakirkju og Stúlknakórinn.

Jólasælgætispökkun


Jólasælgætispökkun

Fimmtudaginn 25 nóvember var sælgætispökkun hjá okkur Helgafellsfélögum, og þá er handagangur í öskjunni þegar saman eru kominn um 140 manns ,börn og fullorðnir,  og tekið til við pökkun sælgætis
 í jólaöskjurnar og minnir þetta helst á verkstæði Jólasveinsinns enda vanur hópur þarna að störfum og tekur pökkunin á tvö þúsund öskjum ekki nema tæpa klukkustund.
 Börnin fá síðan gos og sælgæti að launum fyrir vel unnin störf.

Svæðisráðsfundur í Sögusvæði.


Svæðisráðsfundur í Sögusvæði.

Laugardaginn 13 nóvember s.l var haldinn svæðiráðsfundur í Þorlákshöfn og hófst fundur frekar seint vegna þess að menn koma langt að m.a frá Eyjum og Höfn. En Svæðisstjóri Gísli Valtýsson setti fund kl 14.20 og
 flutti Gísli sínar hugleyðingar um starfið og því sem hægt væri að breyta og hagræða í sambandi við þessar
svæðisráðstefnur og þá sérstakelga vegna vegalengda.

Nýr félagi í Helgafell


Nýr félagi í Helgafell

Á fundi s.l föstudag var tekinn inn nýr félagi í Helgafell Ágúst Vilhelm Steinsson og er hann stýrimaður. Það var Svæðisstjóri Sögusvæðis Gísli Valtýsson sem sá um inntökuna með aðstoð forseta Birgis Guðjónssonar. Við Helgafellsfélagar bjóðum Ágúst Vilhelm velkominn í klúbbinn og hreyfinguna og væntum við mikils af honum í framtíðinna. Þess ber að geta á sama fundi.

Óvissufundur hjá Helgafelli


Óvissufundur hjá Helgafelli

Á föstudaginn s.l var óvissufundur hjá Helgafelli. Hófust herlegheitin kl 19.30 með venjulegum fundarstörfum í húsinu okkar og síðan var komið að borhaldi þar sem boðið var upp á dýrindis lasagna með öllu tilheyrandi og að venju var það Einsi Kaldi sem sá um matreiðsluna. Síðan var haldið út í óvissuna.

Almennur fundur hjá Helgafelli


Almennur fundur hjá Helgafelli

Í gærkvöldi var almennur fundur hjá Helgafelli þar sem gestir kvöldsins voru Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja þeir Páll Sheving. Tryggvi Már Sæmundsson og Guðjón Gunnsteinsson og einnig ber þess að geta að Birgir
Guðjónsson forseti Helgafells er einn nefndarmanna og hefur starfað í Þjóðhátíðarnefnd til margar ára og lengst sem formaður.
 

Fyrsti fundur starfsársins hjá Helgafelli


Fyrsti fundur starfsársins hjá Helgafelli

Fyrsti fundur starfsársins og nýrrar stjórnar undir forustu Birgis Guðjónssonar var haldinn sl. fimmtudag 14 október. Á þessum fundi var veitt ein viðurkenning en Einar Birgir Einarsson fékk viðurkenningu fyrir 100 % mætingu  og hlaut skjöldinn góða að launum en Einar var fjarverandi á Árshátið okkar þar sem viðurkenningar voru veittar.  Frábær mæting var á þennann fyrsta fund hjá okkur eða tæplega 80 félagar.

Stjórnarskipti og árshátíð hjá Helgafelli


Stjórnarskipti og árshátíð hjá Helgafelli

Stjórnarskipti og Árshátíð Helgafells fór fram s.l laugardag, 2 október að viðstöddu fjölmenni í Kiwanishúsinu við Strandveg. Húsið var opnað kl 20.00 með fordrykk í tómstundarsal hússins og síðan var haldið í aðalsalinn og fundur settur um kl 20.30 af forseta Einari Friðþjófssyni sem skipaði Kristleif Guðmundsson veislustjóra kvöldsins .

Helgafell gefur Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja endurhæfingardeild.


Helgafell gefur Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja endurhæfingardeild.

Félagar úr Helgafelli mættu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í gær, og var tilefnið að afhenta gjöf eða gjafir til Endurhæfingardeild stofnuninnar. Elías J. Friðriksson sjukraþjálfari með meiru fór aðeins yfir tækjabúnaðinn með félögum og ber þar fyrst að nefna  Trissubekk , og tæki sem er notað til að minka verki með rafmagnsbylgjum og er einnig notað til að hjálpa til við að græða sár, síðan ber að nefna Gripstyrksmæli og síðan en ekki síst þrjá vinnustóla en þessar gjafir eru að upphæð 700 þúsund

Helgafell gefur Starfsbraut


Helgafell gefur Starfsbraut

Í mognun komu félagar úr Helgafelli sama í Framhaldskóla Vestmannaeyja, og var erindið að gefa tölvur, skrifborðstóla o.fl  að upphæð hálfri miljón til Starfsbrautar skólanns. Forseti Helgafells Einar Friðþjófsson hélt smá tölu að þessu tilefni en hann er öllum hnútum kunnugur í skólanum þar sem hann er jafnframt kennari við Framhaldskólann.
 

Birgir Sveinsson 50 ára


Birgir Sveinsson 50 ára

Á þessu starfsári varð Birgir Sveinsson félagi okkar 50 ára. Á félagsmálafundi þann 2 september s.l var honum afhent fánastöngin góða af tilefni þessa merka áfanga og óskum við Helgafellsfélagar Birgi og fjölskyldu til hamingju.

Fjölskyldudagur Helgafells


Fjölskyldudagur Helgafells

Í dag var fjölskyldudagur hjá okkur Helgafellsfélögum sem þótti takast í alla staði vel, en mæting hefði mátt vera betri því mikið var í boði hjá nefndinni. Dagurinn hófst með að mætt var við smábátahöfnina kl 9.30 og haldið til sjós með veiðistangir og allan búnað sem til þarf sem börn og fullorðnir rendu fyrir fisk.

Hjálmadagur Helgafells


Hjálmadagur Helgafells

Í dag fór fram hinn árlegi hjálmadagur hjá Kiwanismönnum þar sem öll börn 1 bekkjar fá gefins hjálm frá Kiwanishreyfingunni og Eimskipum. Fjöldi fólks mætti með börn sín og tóku þátt í þessum hjálmadegi sem var eins og ávalt í samstarfi með Eykyndilskonum og nú í fyrsta skipti

Helgafell gefur öryggis- símkerfi


Helgafell gefur öryggis- símkerfi

Í dag við vígslu útisvæðis við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja afhenti forseti Helgafells Einar Friðþjófsson
Íþróttamiðstöðinni öryggissímkerfi til notkunar fyrir starfsmenn hússins, en þetta kerfi byggist upp á
arbandssímum sem hver starfsmaður hefur, og ef slys ber að höndum er hægt að kalla aðra starfsmenn á staðinn

Landsmót Kiwanis í golfi


Landsmót Kiwanis í golfi

Landsmót Kiwanis í golfi á Vestmannaeyjagolfvelli nk. Sunnudag kl. 13.00
Kæru félagar
Minnum á golfmótið næsta sunnudag sem hefst um kl. 13.00. Mæting í síðasta lagi kl 12.30 í golfskálann. Vinsamlegast skráið ykkur hjá Arnsteini í síma 694-2456 sem allra fyrst. Bæði verður keppt  á milli  Kiwanisfélaga og síðan, Helgafell  við Akoges og Oddfellow í árlegri klúbbakeppni Eyjamanna.
Kveðja,
Golfnefndin
 

Vorfagnaður


Vorfagnaður

S.l laugardagskvöld héldu Sinawikkonur okkur Helgafellsfélögum glæsilegan Vorfagnað þar sem margt var til skemmtunar. Húsið var opnað kl 20.00 og síðan tók Margrét forsæta Sinawik til máls og skipaði Eygló Elíasdóttir veislustjóra kvöldsins, Einar Friðþjófsson forseti okkar kom í pontu og afhenti stelpunum afmælisgjöf frá Helgafelli og fékk að launum koss frá Margréti.

Ræðumenn hjá Helgafelli


Ræðumenn hjá Helgafelli

S.l miðvikudag var almennur fundur hjá okur Helgafellsfélögum. Fundurinn hófst kl 19.30 á
venjulegum fundarstörfum og borðhaldi að því var komið að ræðumönnum kvöldsins en þeir voru
Jón Ólafur Daníelsson og Heimir Hallgrímsson þjálfarar meistaraflokks kvenna og karla í knattspyrnu hjá ÍBV.

 

Helgafell gefur sjúkrarúm


Helgafell gefur sjúkrarúm

Á Hraunbúðum Dvalarheimili aldraðra hér í Vestmannaeyjum komu félagar úr Helgafelli færandi hendi, en klúbburinn ákvað að gefa heimilinu fullkomið sjúkrarúm af bestu gerð, en þetta er eitt af fleirum rúmum sem klúbburinn hefur gefið Hraunbúðum.

Landsmót Kiwanis í golfi


Landsmót Kiwanis í golfi

Vestmannaeyjar, 23. maí 2010 kl. 13.00
Kæru Kiwanisfélagar
Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið í Vestmannaeyjum þann 23. maí nk. Fyrirkomulag mótsins er hefðbundið en þó var ákveðið að spila mótið samhliða keppni Vestmannaeyjaklúbbana í Kiwanis, Akoges og Oddfellow. Því má búast við 70-100 þátttakendum í mótinu og hlökkum við í golfnefnd Helgafells mikið til. Vonumst við til þess að Kiwanisfélagar okkar af fastalandinu heiðri okkur með nærveru sinni.