Erindi fra Laxey á fundi 1 febrúar.

Erindi fra Laxey á fundi 1 febrúar.


Fimmtudaginn 1 febrúar var haldinn Almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og að venju á svona fundi voru leyfðir gestir og fyrirlesari fenginn til að flytja okkur erindi. Forseti setti fund stundvíslega kl 19:30 og hóf fundinn á hefðbundinn hátt fram að matarhléi, og þar bauð starfsfólk veitingastaðarinns Gott upp á frábærann mat sem fór vel í fundarmenn. Að loknu borðhaldi kynnti forseti til leiks Braga Magnússon frá Laxey sem er nýtt fyritæki í laxeldi á landi hér í Vestmannaeyjum. Þetta fyrirtæki vex hratt og er með fjölda manns í vinnu, en í botn Friðarhafnar hefur verið reist mikil bygging sem er seiðaeldisstöð ásamt skrifstofum og öðru sem viðkemur svona

 

rekstri á annari hæð byggingarinnar. Síðan austur í Viðlagafjöru á nýja hrauninu er síðan að rísa tankar sem laxinn verður alinn í og einnig mun þar rísa sláturhús og pökkunaraðstaða til að koma laxinu sem fyrst á markað erlendis, en í því tilfelli eru Vestmannaeyjar vel staðsettar. Þetta laxeldi verður algjörlega sjálfbært, umhverfisvænt og engin lyf notuð en nánar má kynna sér fyrirtækið á https://www.laxey.is/
Erindi Braga var bæði fróðlegt og skemmtilegt og svaraði kappinn fjölda spurninga frá fundarmönnum og í lokinn færið forseti Braga smá þakklætisvott frá klúbbnum. Í lokin var tekinn liðurinn önnur mál og þar bar þorrablótið okkar hæst á góma sem er á dagskrá 3 febrúar og að þeim lið loknum sleit forseti fundi.
TS.