Sælkerafundur hjá Helgafelli

Sælkerafundur hjá Helgafelli


Í gærkvöldi föstudaginn 13 mars var hinn árlegi Sælkerafundur hjá Helgafelli en á þessum fundi elda kokkar klúbbsinns, og hetjur hafsins sjá um að draga björg í bú. Fundurinn hófst á venjulegum fundaarstörfum eins og lestri afmælisdaga félaga og var Grími Gíslasyni einum af kokkum klúbbsins afhent fánastöngin góða af tilefni 50 áfmælis eins og venja er og að því loknu var tekið  matarhléi en á boðsoðum var dýrindis sjávarréttahlaðborð þar sem m.a var boðið upp á Gellur, Skötuselskinnar, Löngu, Saltfisk, Steinbít, Karfa og m.fl ásamt meðlæti.

Góður rómur var gerður að matnum hjá þeim félögum sem stóðu vaktina, og að loknu borðhaldi var lesin fundagerð síðasta fundar. Þá var komið að fyirrlesara kvöldsinns en þar var á ferð Ingi Sigurðsson f.v leikmaður ÍBV og núverandi knattspyrnuráðsmaður. Ingi fór yfir plan næstu þriggja ára til að koma félaginu aftur í fremstu röð, leikmannakaup, akademíuna og allt sem viðkemur meistaraflokksliði ÍBV. Erindi Inga var fróðlegt og vel flutt eins og hanns er von og vísa og ekki skemmir að þetta er málefni sem allir Eyjamenn hafa áhuga á og þar erum við Helgafellsfélagar eingin undantekning nema síður sé því við höfum innan okkar vébanda nokkura Íslandsmeistaraleikmann ÍBV.

Að loknu erindi Inga var honum færð bókargjöf sem þakklætisvottur frá klúbbnum fyrir fróðlegt og gott erindi. Að loknum liðnum tilkynningum ög önnur mál sleit forseti fundi, og héldu menn áfram spjalli fram eftir kvöldi léku snóker í kjallara og einhverjir kíktu út á lífið eins og oft er gert á föstudagskvöldi :)

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Grímur Gíslason fær fánastöngina góðu.

Ingi Sigurðsson tekur við bókagjöfinni.