Jólatrésskemmtun Helgafells

Jólatrésskemmtun Helgafells


Jólatrésskemmtun okkar Helgafellsfélaga var haldin sunnudaginn 28 desember kl 16.00 og var mikið fjör hjá ungum sem öldnum. Sérstök nefnd sér um þessa skemmtun hjá okkur og vinna þeir félagar frábært starf við að koma þessari skemmtun á, og ekki má gleyma Sinawikkonum sem sjá um að nóg sé af bakkelsi fyrir gesti og gangandi.

 Þetta er auðvitað hefðbundið jólaball þar sem gengið er í kringum jólatréð við undirleik góðra manna en í þetta sinn sáu þeir Jarl, Sæþór og Þórir um tónlistina, og að sjálfsögðu mættu jólasveinar á skemmtunina og dönsuðu og sungu með börnunum og að lokum fengu börnin góðgæti í poka til að taka með sér heim, þannig að allir fóru sáttir eftir vel heppnaða skemmtun.

Við viljum þakka öllum þeim sem komu að þessu með okkur og gerðu þennann sunnudags eftirmiðdag skemmtilegann.

 

Myndir má nálgast HÉR

 

Myndband má nálgast HÉR