Jólahraðmót í snóker

Jólahraðmót í snóker


Í dag fór fram í Kjallara Kiwanishússins Jólahraðmótið í snóker. Þetta mót fer þannig fram að dregið er í tvo riðla og byrjar fyrri riðillinn að spila kl 10.00 og sá seinni kl 13.00 og síðan eru úrslitin leikinn í kjölfarið.

það þurfti að koma til bráðabana í leik um þriðja sætið en að endingu léku þar Páll Pálmason og Kristján Egilsson og þar bar Páll sigur úr bítum. Í úrslitaleik áttust síðan við Hlynur Stefánsson og ný snóker stjarna klúbbsins Ólafur Sigurvinsson sem bar sigur úr bítum og tapaði ekki leik í dag, og óskum við Ólafi til hamingju með góðan árangur í snókernum.
Öll úrslit má síðan sjá inni á snókertenglinum.