Fréttir

Landsmót Kiwanis í golfi 15.júní 2008


Landsmót Kiwanis í golfi 15.júní 2008 Landsmótið verður að þessu sinni haldið á Gufudalsvelli í Hveragerði og hefst kl. 10 f. h.
Leikfyrirkomulag er punktakeppni og leiknar verða 18 holur. Einnig verður keppt án forgjafar í karlaflokki.

Kiwanissundmót 2008


Kiwanissundmót 2008 S.l föstudag fór fram afhending verðlauna fyrir Kiwanissundmótið 2008 á veitingastaðum Connero, en Helgafell hefur staðið að og styrkt þetta mót um ára bil.

Kiwanishúsið málað


Kiwanishúsið málað

S.l Laugardag og sunnudag hafa félagar í Helgafelli verið önnum kafnir við að gefa húsinu okkar við Strandveg verðuga andlitslyftingu, en húsið fékk almálingu að utan jafnt veggi sem glugga.

Klúbbakeppni í golfi


Klúbbakeppni í golfi

Í dag fór fram hið árlega golfmót milli klúbbanna Kiwanis, Oddfellow og Akóges í golfi. Þokkalega viðraði á mannskapinn sérstaklega þegar líða fór á daginn og þegar leik var lokið var boðið upp á súpu, steik og annað góðgæti og veitti ekki af enda menn svangir eftir 18 holu keppni. Í ár var það Kiwanisklúbburinn Helgafell sem var sigursæll og segja sumir, það var kominn tími til.

Reiðhjóla og hjálmadagur Kiwanis og Eykyndils


Reiðhjóla og hjálmadagur Kiwanis og Eykyndils Árlegur hjóladagur Kiwanismanna og Slysavarndeildarinnar Eykyndils var síðastliðinn laugardag á planinu við Kiwanishúsið. Tilefnið er að Kiwanishreyfingin á Íslandi, Eimskip og Flytjandi hafa sameinast um að gefa öllum börnum, sem hófu grunnskólanám síðasta haust, reiðhjólahjálma.

Svæðisráðsfundur hjá Helgafelli


Svæðisráðsfundur hjá Helgafelli Í gær var haldinn Svæðiráðsfundur hjá okkur í Helgafelli en okkar maður Birgir Sveinsson er Svæðisstjóri Sögusvæðis þetta starfsárið. Fundurinn hófst kl 13.00 og byrjuðu menn á því að fá sér súpu og brauð.

Vorfagnaður Sinawik


Vorfagnaður Sinawik Í gærkvöldi var Vorfagnaður Sinawik haldinn í Kiwanishúsinu og var þar mikið um dýrðir. Þetta er nú vorboðinn hjá okkur félögunum þegar eiginkonur okkar halda þennann vorfagnað sem var glæsilegur í alla staði eins og ávalt.

Helgafell gefur fíkniefnahund.


Helgafell gefur fíkniefnahund. Á fundi Helgafells fimmtudaginn 10 apríl voru gestir okkar Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Karl Gauti Hjaltason, Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn og Heiðar Hinriksson lögreglumaður.
Tilefnið var að afhenda að gjöf fíkniefnahundinn Lunu sem klúbburinn hefur fest kaup á.

Hlynur Helgafellsmeistari 2008


Hlynur Helgafellsmeistari 2008 Á föstudagskvöldið 11 apríl fóru fram úrslit i Kiwanismeistaramótinu í snóker 2008. Leikið var í kjallaranum í Kiwanishúsinu og hófust úrslitin á leik um þriðja sætið, 

Óvissufundur


Óvissufundur Í gærkvöldi var almennur fundur sem jafnframt var Óvissufundur sem hófst á því að allir mættu í Kiwanishúsið og forseti setti fundinn og sagði frá þremur ungum mönnum sem áhuga hafa á að ganga til liðs við okkur og einnig var kynntur nýútkominn geisladiskur sem klúbburinn er útgefandi af.

Umferðaljósin tekin í notkun.


Umferðaljósin tekin í notkun.

Í morgun voru tekin í notkun umferðaljósin á gatnamótum Heiðarvegar og Bessastíg, en þessi ljós eru gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til samfélagsins undir kjörorðinu Börnin fyrst og fremst.

Fyrirlestur


Fyrirlestur Í kvöld var fundur í Kiwanisklúbbnum Helgafelli og þar ver heiðursgestur fundarins Elliði Vignisson bæjarstjóri, og flutti hann okkur erindi um stöðu Vestmannaeyjabæjar í dag og framtíðarsýn.

Þrír ættliðir Helgafellsfélaga.


Þrír ættliðir Helgafellsfélaga. Á fundi sl. fimmtudag mætti Jóhann Guðmundsson á sinn fyrsta fund síðan hann var samþykktur inn í klúbbinn og er því kominn í aðlögum ásamt fimm öðrum ungum mönnum þeim Júlíusi Ingasyni, Guðmundi Óla Sveinssyni, Kristjáni Georgssyni og Kristleifi Magnússyni.

Fyrirlestur


Fyrirlestur Í gærkvöldi fimmtudaginn 21 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og þar var aðalgestur kvöldsins Erpur Snær Hansen og flutti hann okkur erindi um sjólfugla.

Vinna við Kiwanishúsið


Vinna við Kiwanishúsið Um síðustu helgi eða laugardaginn 16 febrúar hófst vinna í Kiwanishúsinu við að bæta brunavarnir og sinna öðru viðhaldi sem tími var komin á.

Olísmótið úrslit


Olísmótið úrslit Sl. föstudagskvöld lauk Olísmótinu formlega með úrslitum í einstaklingskeppninni. Hlynur Stefánsson var hæstur að stigum eftir klúbbakeppnina og vann sér þar af leiðandi sæti í úrlslitaleiknum en á þriðjudagskvölið sl áttust við Gunnar Geir Gústafsson frá Akóges og Sigurjón Birgisson frá Oddfellow í leik um hitt úrslitasætið.

Fyrirlestur


Fyrirlestur Í kvöld var haldinn almennur fundur hjá okkur í Helgafelli og var þó nokkuð af gestum mættir til okkar, en aðalgestur og fyrirlesari kvöldsins var Ívar Atlason tæknifræðingur hjá Hitaveitu Suðurnesja.

Þorrablót


Þorrablót Þorrablót Helgafells var haldið með pompi og prakt s.l laugardagskvöld 19 janúar og þótti takast í alla staði frábærlega, og var margt gert sér til skemmtunar.

Jólahraðmót í snóker


Jólahraðmót í snóker

Í dag fór fram í Kjallara Kiwanishússins Jólahraðmótið í snóker. Þetta mót fer þannig fram að dregið er í tvo riðla og byrjar fyrri riðillinn að spila kl 10.00 og sá seinni kl 13.00 og síðan eru úrslitin leikinn í kjölfarið.

Gleðileg jól


Gleðileg jól Þá er jólahátíðin gengin í garð og óskar Kiwanisklúbburinn Helgafell félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.