Svæðisráðsfundur hjá Helgafelli

Svæðisráðsfundur hjá Helgafelli


Í gær var haldinn Svæðiráðsfundur hjá okkur í Helgafelli en okkar maður Birgir Sveinsson er Svæðisstjóri Sögusvæðis þetta starfsárið. Fundurinn hófst kl 13.00 og byrjuðu menn á því að fá sér súpu og brauð.

Að því loknu hófst dagskrá með kynningu fundarmanna og síðan var fundargerð síðasta Svæðisráðsfundar afgreidd. Svæðisstjóri fór yfir sína skýrslu og síðan komu menn í pontu með skýrslur sinna klúbba og er ekki annað að sjá en að starfið sé blómlegt í svæðinu og klúbbar að gera vel. Kosinn var svæðisstjóri fyrir starfsárið 2009-2010 og kemur hann fra Ölver í Þorlákshöfn og heitir Sigurður Bjarnason. Einnig var rætt fyrirkomulag Svæðisráðsfunda og hvernig væri hægt að breyta fundunum og gera þá skemmtilegri og jafnvel gera eithvað í leiðinni mæta með konurnar og stoppa yfir helgi á þeim stað þar sem fundurinn yrði haldinn í það skiptið. Undir liðnum önnur mál bað Grétar Vilbergsson forseti Ós um orðið og færið hann Helgafelli gjöf að tilefni 40 ára afmælis klúbbsins , en þetta var glæsileg mynda af fjallasýn þeirra Ósmanna en myndinni er þrykkt á striga og er hin glæsilegasta, og þökkum við þeim Ósmönnum fyrir hlýhug í okkar garð. Að fundi loknum þáðu menn kaffi og meðlætið sem Hanna eiginkona Gísla forseta hafði bakað handa fundarmönnum og berum við henni þakkir fyrir.
Síðan fóru menn að huga að heimferð en tveir af Búrfellsmönnum ákváðu að vera eftir og skella sér á tónleika í Höllinni í Eyjum þar sem hljómsveitin Tríkot ásamt 40 manna Lúðrasveit héldu.
Mæting á fundinn var bara góð og þökkum við fundarmönnum fyrir komuna til okkar út í Eyjar.

ATH MYNDIR FRÁ FUNDINUM ERU Á MYNDSÍÐUNNI.