Fyrirlestur

Fyrirlestur


Í kvöld var fundur í Kiwanisklúbbnum Helgafelli og þar ver heiðursgestur fundarins Elliði Vignisson bæjarstjóri, og flutti hann okkur erindi um stöðu Vestmannaeyjabæjar í dag og framtíðarsýn.

Þetta var bæði fróðlegur og skemmtilegur fyrirlestur, enda Elliði góður ræðumaður og segir skemmtilega frá. Elliði fór í stórum dráttum yfir  það sem búið væri að gera frá því að kjörtímabilið hófst , stöðu Vestmannaeyjabæjar í dag og hvað væri í bígerð ásamt framtíðarsýn.
Að loknum fyrirlestri svaraði Elliði fjölda spurninga frá fundarmönnum, og var gerður góður rómur af þessu erindi bæjarstjóranns en þarna er greinilega metnaðarfullur og áhugasamur maður á ferð  og mikill dugnaðarforkur.

Að loknum fyrirlestir og fyrirspurnum afhenti Gísli Valtýsson forseti Helgafells Elliða smá gjöf sem þakklætisvott frá Helgafellsfélögum fyrir gott og fróðlegt erindi.

TS.