Helgafell gefur fíkniefnahund.

Helgafell gefur fíkniefnahund.


Á fundi Helgafells fimmtudaginn 10 apríl voru gestir okkar Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Karl Gauti Hjaltason, Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn og Heiðar Hinriksson lögreglumaður.
Tilefnið var að afhenda að gjöf fíkniefnahundinn Lunu sem klúbburinn hefur fest kaup á.

Fyrir nokkurum árum festi klúbburinn kaup á hundinum Tönju sem sannaði það að mikil þörf er á því
að hafa fíkniefnahund staðsettann hér í Eyjum bæði við leit og eins er forvarnargildið mikið. Þessi hundur er þjálfaður í Noregi og er af Spanier kyni og þykja þeir með afbrigðum
vinnusamir. Það var Karl Gauti Hjaltason Sýslumaður í Vestmannaeyjum sem veitti gjafabréfi að gjöf þessari viðtöku, og fór Karl Gauti í framhaldi af því aðeins yfir það hversu mikilvægt það er
að hafa hund staddann hér þar sem þetta er nú eyja. Heiðar Hinriksson verður umsjónamaður hundsins en hann sá einnig um Tönju, og að lokum þá sýndi
hann okkur hundinn að störfum en búið var að fela efni í húsinu sem hann var fljótur að finna.


Heiðar Hinriksson og fíkniefnahundurinn Luna.