Fyrirlestur

Fyrirlestur


Í gærkvöldi fimmtudaginn 21 febrúar var almennur fundur hjá okkur Helgafellsfélögum og þar var aðalgestur kvöldsins Erpur Snær Hansen og flutti hann okkur erindi um sjólfugla.

Erindi Erps var bæði í máli og myndum og fór hann yfir stofnstærð lundanns og fleiri sjófugla hér við Eyjar og víða. Þetta var bæðí fróðlegt og skemmtilegt erindi, en Erpur er búinn að vera að rannsaka þetta undanfarin ár og voru niðurstöður þessara rannsókna athyglisverðar og sagðar líka umdeildar og þá helst hjá Lundaveiðimönnum. Að loknu erindi svaraði Erpur fyrirspurnum úr sal og að lokum þáði hann smá gjöf frá okkur Helgafellsfélögum sem þakklætisvott fyrir gott erindi og góða kvöldstund.